Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 43

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 43
STEINDÓR STEINDÓRSSON frd Hlöðum: FLÓRA SNÆFELLSNESS VIÐAUKAR. Árið 1899 birti dr. Helgi Jónsson flórulista frá Snæfellsnesi og Döl- um í Botanisk Tidsskrift undir nafninu: Floraen paa Snœfellsnes og Omegn. Hafði hann þá ferðazt allvíða um þessar sveitir undanfarin sumur, 1886—1888, aðallega 1887. Auk þess innlimaði hann í skrá sína eldri fundarstaði plantna frá þessu svæði. Auk háplantna fjallar rit- gerð H. }. einnig um hinar lægri plöntur, bæði fléttur og mosa. Hér- aðsflóra þessi er næst elzta sérflóra, sem prentuð hefur verið um íslenzk- ar byggðir. Aðeins Vatnsdalsflóra St.efáns Stefánssonar er eldri, 1894. Svæði það sem H. J. tekur fyrir er svo stórt, að þess er naumast að vænta, að á ekki lengri tíma en hann hafði til umráða væri unnt að gera fullkomna flóru héraðsins, eða þá grein fyrir útbreiðslu einstakra sjaldgæfari tegunda, sem æskilegt hefði verið. Gegnir þar meiri furðu, hversu margt hann hefur fundið og skýrt frá. Snæfellsnessflóra H. J. sýnir þegar, að Snæfellsnesið er merkilegt í grasafræðilegu tilliti, þótt jarðfræði þess sé enn forvitnilegri. Þó þyk- ist ég geta ráðið það af flóru þess, að þar muni hafa verið auð svæði á jökultíma, eða að minnsta kosti síðasta jökulskeiðinu. Sumarið 1954 fór ég allvíða urn Snæfellsnes til gróðurrannsókna, og hefi raunar kom- ið þar snöggvast áður og síðar og gert nokkrar athuganir í þeim efn- um. Við samanburð á flórulistum mínum kom brátt í Ijós, að ýmsu mátti við bæta hina eldri flóru, bæði um fundarstaði og nýfundnar tegundir og afbrigði. Birti ég hér skrá yfir þetta. Ekki efast ég um, að mörgu megi enn við bæta, og er það ein megin hvötin, til að láta þessa skrá koma fyrir almennings sjónir, ef það gæti ýtt við einhverjum í því efni. Nöfn eru hin sömu og í Flóru íslands 1947, svo er og röð ætta. Hins vegar er tegundum innan ættanna raðað eftir stafrófsröð latnesku heitanna. Hér er Dalasýslu algerlega sleppt: OPHIOGLOSSACEAE. Naðurtunguætt. 1. Botrycium boreale, mánajurt. Kerlingarskarð. Ný. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.