Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 59
Gróður i Búðahrauni. Hraunveggur, sólarmegin í breiðri gjá. Neðst í veggnum
breiða af þríhyrnuburkna (Dryopteris phegopteris). Undir veggnum vaxa blágresi,
brennisóley, hrútaberjalyng og tóugras. í dældarbotninum upp við vegginn er breiða
af lágvöxnum fjöllaufung. Annars er botninn þakinn grasi, ljónslappa og möðru, en
gamburmosi á steinunum. (20. 7. 1967. H. Hg.)
drepið á, hvernig háplönturnar komast í hraunið. Vér gátum þess áð-
ur, að það væri eflaust vindurinn, sem flytti lágplöntur í hraunið,
og hiklaust má fullyrða, að vindurinn vinni einna mest að flutningi
háplantnanna; en þó munu margar þeirra berast í hraunið með dýr-
urn, og eru þar fuglarnir eflaust fremstir í flokki. Þess ber nefnilega
að gæta, að þegar mosaþemban er kornin, er hraunið fært yfirgerðar
ýinsurn dýrum, er á margan hátt geta flutt fræ háplantnanna með sér.
Þess ber og að gæta, að hraunið gengur rniklu rneira í augu fuglanna
eftir að mosagróðurinn er kominn, því þá hyggja þeir að þar sé björg
að finna. Fuglar bera ýms fræ með sér og það einkum í maganum, en
rnörg fræ hafa fræskurn svo sterka, að ekki sakar að fara um meltingar-
færi dýranna. Sum fræ spíra jafnvel fljótar eftir slíkt ferðalag en ef þau
hefðu setið kyr heima. Til dæmis má nefna að hrafnarnir éta krækiber-
in og flytja þannig fræin oft langar leiðir.
Þótt hinn nýi jarðvegur sé rakur, er ekki svo að skilja, að þar sé
lífvænt öðrum háplöntum en þeim, er eigi eru sérlega sólgnar í vatn,
eða þeim, er hafa slíkan skapnað blaða, að þær geta temprað uppguf-
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - Flúra 57