Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 60

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 60
an vatnsins úr plöntulíkamanum. Meðal hinna fyrstu plantna, er koma í hinn nýja mosajarðveg hraunsins, eru því t. a. m. krækiberjalyng, móasef, axhæra, blásveifgras, sauðvingull, lógresi, bugðupuntur, geld- ingalauf, heiðastör o. fl. o. fl. í fyrstu eru innflytjendur þessir fáir og dreifðir víðs vegar um mosaþembuna, einn og einn á stangli; en með tímanum fjölga einstaklingarnir og fleiri plöntutegundir setjast að. lirátt skipa plönturnar sér og í félög eftir þeim kröfum, sem þær gera til lífsins, og félög þessi taka þau svæði í hrauninu, er þeim henta bezt. Þannig eru t. a. m. allstórar spildur þaktar venjulegum lynggróðri, er samsettur er af krækiberjalyngi, bláberja- og aðalbláberjalyngi, sortu- lyngi, beitilyngi, fjallhrapa, grávíði o. þ. h., en á öðrum stöðum finn- um vér grasgróður og vaxa þar hinar algengustu grastegundir, er jarð- vegurinn þar og nokkru rakari en í lyngheiðinni. Þessi grastegunda- félög eru vísir til grasgróðurs þess, er síðar skal getið. Sums staðar má og sjá vísi til jurtastóðs. 4. gróðrarstig. A. Kjarr, skógur. Smám saman fara að koma í ljós birkiplöntur hingað og þangað í lyngheiðinni, og eftir því sem árin líða og jarðvegurinn eykst, dafnar birkið betur og betur og verður að lokum kjarrskógur. Sé birkið ekki skemt með fjárbeit eða skógarhöggi, má óhætt fullyrða, að víða kem- ur fram reglulegur skógur samsettur af trjám með beinum, óklofnum stofni. Innan um birkið vex reynir, grávíðir og gulvíðir, og eru þá tegundir þessar venjulega svipaðar birkinu að þroska. Dæmi upp á hraun með kjarrskógi eru Búðahraun, Eldborgarhraun, Hraundals- hraun og Þingvallahraun. Eflaust hefur verið miklu meiri skógur í hraunum þessuin fyrrum og hefur honum auðvitað farið stórum aftur sökum beitar og skógarhöggs. Hafa hraun þessi eflaust verið skógi vax- in í landnámstíð, þó þess sé ekki beinlínis getið í sögunum, að því er mér er kunnugt. Þó má sjá af Grettlu, að birki hefir vaxið í Eldborg- arhrauni á dögum Grettis. í ferðabók Eggerts Ólafssonar er getið um kjarrskóg í Eldborgarhrauni og Búðahrauni; en eigi verður með vissu séð, hvort kjarrskógur sá hefur verið til muna meiri en nú á dögum. Skóginn ber að skoða sem endatakmark að því er snertir gróðrar- þróun á stórum svæðum í hraununum, því að öðrum plöntufélögum veitir mjög svo örðugt í samkeppni við skóginn. Rætur trjáa og runna liggja svo djúpt í jörðu, að aðrar plöntur geta öldungis ekki kept við 58 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.