Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 62

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 62
Auðvitað hittum vér og graslendi á apalhraunum, en þó ekki fyrr en þau eru alþakin jarðvegi. Þetta voru aðalatriðin í gróðrarsögu hraunanna, en þó á ekki livert hraun þessa gróðrarsögu, því að hraun til fjalla komast ekki lengxa en á annað gróðrarstigið, það er með öðrum orðum: mosaþemban heldur áfram að ríkja yfir fjallhraunum, meðan loftslag ekki breytist. Það sem vér liöfum sagt um gróðrarþróun hraunanna á því sérstaklega við hraun- in á láglendinu, en þó skal þess getið, að hraun á yztu annesjum kom- ast ekki lengra en á þriðja gróðrarstigið, það er að segja, þau verða ekki skógivaxin. Til dæmis má taka, að Neshraun vestan við Snæfells- jökul er með öllu skóglaust, og ekki er getið um skóg í hraununum ut- an til á Reykjanesskaganum. Þá verður og fyrir oss sú spurning: hve langan tíma þarf hraunið til að verða skógi vaxið? Þeirri spurningu getum vér ekki svarað að svo komnu, en þó er það kunnugt, að hraun á láglendi verða fyrr þakin gróðri en hraun til fjalla, og orsakast það mest af því, að heitara er á láglendi en í fjöllum. Ch. Grönluncl hefur lýst gróðri í 150 ára gömlu hrauni við Mývatn, og, eftir því sem hann segir, var sá gróður líkastur þeim, er vér kölluðum 1. gróðrarstig. Árið 1901 rannsakaði ég gróður í hraunum, sem brunnu 1783 (Eldhrauni og Brunasandshrauni), og voru því 118 ára gömul. Þessi hraun eru á Suðurlandi, á láglendi, enda var gróður þeirra á milli annars og þriðja stigs. Það er því augljóst, að það er ekki komið undir aldri hraunsins, hve fljótt það grær upp, held- ur undir þeim lífsskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Það eitt getum vér þó sagt, að hraunin þurfa rnargar, margar aldir til að gróa upp. Vér gátum þess þegar í byrjun, að jarðvegurinn kæmi með ýmsu móti í hraunin, en tíðast væri að plöntugróðurinn hefði mest að segja í því efni. Nú höfum vér skýrt frá, hvernig plönturnar gera jarðveg- inn og vér gátum þess og, að þær þyrftu margar aldir til þess starfa, en stundum getur jarðvegur komið í hraunin á tiltölulega stuttum tíma; á það sér einkum stað þar sem sandfok er eða öskufok. Vindur- inn feykir sandi, jarðryki og ösku í hraunið, smám saman fara glufur, gjótur og hraunbollar að fyllast og að lokunum hverfa jafnvel hæstu hraunstrýturnar í sandinn. Þá fara plöntur smám saman að taka sér bústað í sandinum, og víða grær hann upp að lokum. Á þann hátt geta meðal annars komið upp rýrar graslendur eða lynggróður. Sandfyltu hraunin eiga í aðalatriðunum sömu gróðrarsögu og venjuleg sandjörð og skal því ekki farið frekara út í hana hér. Sandfylt hraun má finna á 60 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.