Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 62
Auðvitað hittum vér og graslendi á apalhraunum, en þó ekki fyrr
en þau eru alþakin jarðvegi.
Þetta voru aðalatriðin í gróðrarsögu hraunanna, en þó á ekki livert
hraun þessa gróðrarsögu, því að hraun til fjalla komast ekki lengxa en
á annað gróðrarstigið, það er með öðrum orðum: mosaþemban heldur
áfram að ríkja yfir fjallhraunum, meðan loftslag ekki breytist. Það sem
vér liöfum sagt um gróðrarþróun hraunanna á því sérstaklega við hraun-
in á láglendinu, en þó skal þess getið, að hraun á yztu annesjum kom-
ast ekki lengra en á þriðja gróðrarstigið, það er að segja, þau verða
ekki skógivaxin. Til dæmis má taka, að Neshraun vestan við Snæfells-
jökul er með öllu skóglaust, og ekki er getið um skóg í hraununum ut-
an til á Reykjanesskaganum.
Þá verður og fyrir oss sú spurning: hve langan tíma þarf hraunið
til að verða skógi vaxið? Þeirri spurningu getum vér ekki svarað að svo
komnu, en þó er það kunnugt, að hraun á láglendi verða fyrr þakin
gróðri en hraun til fjalla, og orsakast það mest af því, að heitara er á
láglendi en í fjöllum. Ch. Grönluncl hefur lýst gróðri í 150 ára gömlu
hrauni við Mývatn, og, eftir því sem hann segir, var sá gróður líkastur
þeim, er vér kölluðum 1. gróðrarstig. Árið 1901 rannsakaði ég gróður
í hraunum, sem brunnu 1783 (Eldhrauni og Brunasandshrauni), og
voru því 118 ára gömul. Þessi hraun eru á Suðurlandi, á láglendi, enda
var gróður þeirra á milli annars og þriðja stigs. Það er því augljóst, að
það er ekki komið undir aldri hraunsins, hve fljótt það grær upp, held-
ur undir þeim lífsskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Það eitt getum vér
þó sagt, að hraunin þurfa rnargar, margar aldir til að gróa upp.
Vér gátum þess þegar í byrjun, að jarðvegurinn kæmi með ýmsu
móti í hraunin, en tíðast væri að plöntugróðurinn hefði mest að segja
í því efni. Nú höfum vér skýrt frá, hvernig plönturnar gera jarðveg-
inn og vér gátum þess og, að þær þyrftu margar aldir til þess starfa,
en stundum getur jarðvegur komið í hraunin á tiltölulega stuttum
tíma; á það sér einkum stað þar sem sandfok er eða öskufok. Vindur-
inn feykir sandi, jarðryki og ösku í hraunið, smám saman fara glufur,
gjótur og hraunbollar að fyllast og að lokunum hverfa jafnvel hæstu
hraunstrýturnar í sandinn. Þá fara plöntur smám saman að taka sér
bústað í sandinum, og víða grær hann upp að lokum. Á þann hátt geta
meðal annars komið upp rýrar graslendur eða lynggróður. Sandfyltu
hraunin eiga í aðalatriðunum sömu gróðrarsögu og venjuleg sandjörð
og skal því ekki farið frekara út í hana hér. Sandfylt hraun má finna á
60 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði