Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 63

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 63
Reykjanesskaganum og sand- eða öskufylt hraun eru á stórum svæðum fyrir vestan Heklu og norðan. Þannig eru stór svæði kringum Skarðs- fjall á Landi gömul hraun fyllt af sandi og ösku og t. a. m. bærinn Fells- múli stendur á þess háttar hrauni. Af hraununum norðan við Heklu má geta Sölvahrauns. II. BÚÐAHRAUN. Gróðurinn þróast ekki jafnsnemma alstaðar um hraunið, eins og ofureðlilegt er, þegar gætt er að, hverja lögun yfirborð hraunsins hef- ir. Þótt gróðurinn sé víða kominn á hin síðustu stig, eru stórar spildur ekki komnar lengra en á fyrstu stigin. í gömlu hrauni má þannig glögt deila öll gróðrarstigin, er talað var um hér á undan, og meira að segja fjölda millibilsstiga. Til frekari skýringar set ég hér lýsingu á gróðri í gömlu hrauni, eins og hann lítur út nú á dögum. Svo mætti ætla, að vandi væri að velja hraun til þessarar lýsingar, en það er öðru nær; Búðahraun er sjálfkjörið, því að það er merkilegast allra hrauna á ís- landi að því er gróður snertir, enda hefur það um langan aldur haft mikið orð á sér fyrir gróðursæld, að minsta kosti um Vesturland. Þar við bætist, og að ég rannsakaði gróður þess ítarlega 1897. Búðahraun er, eins og alkunnugt er, við Faxaflóa, á Snæfellsnesi sunnanverðu. Það er allstórt ummáls og skagar langt út í sjó. Meginið af Búðahrauni er helluhraun, en stórar kringlóttar spildur hafa fallið niður og takmarkast spildur þessar umhverfis af gjám eða glufum mis- munandi djúpum. Gjárnar eru auðvitað sár þau, er urðu þegar hraun- spildan féll. Samfastar hellur má þó finna að minnsta kosti yfir þvert hraunið, þar sem þjóðvegurinn liggur. Er það bezti vegur og mun vera ævagamall, Jdví götuslóði hefur troðizt víða í bergið. Einkennilega glymur í hellunum, er riðið er um þær, einkum ef hart er riðið, því holt er víðast hvar undir. Þar sem hraunið skagar lengst út í sjóinn er það alt öðruvísi útlits. Yfirborðið er jafnara, en við storknunina hef- ur það stokkið sundur og molast niður. Líkist yfirborðið hér að nokkru smágrýtisurðum. Sumstaðar hefur sjáfarsandur borizt í hraunið utan- vert og var þar nokkur sandgróður. Gígurinn, sem Búðahraun hefir runnið úr, er í miðju hrauninu og heitir Búðaklettur; Jrar er og hinn nafnkunni Búðahellir. Að fornu er oss mjög lítið kunnugt um Búðahraun, og eigi er þess getið að öðru í sögum vorum, að því er mér er kunnugt, en að höfnin var kend við það og kölluð Hraunhöfn. Líklega má telja, að hið nú- TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra f)l
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.