Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Síða 64
verandi nafn stafi frá búðum, er reistar hafi verið við höfnina, enda
var þar kaupstefna í fornöld, eins og lesa má í Eyrbyggju.
Hinn fyrsti, er fræðir oss um gróðurinn í Búðahrauni, er vor nafn-
frægi landi Eggerl Ólafsson. Hann rannsakaði hraunið 1757 og ritar
um það í hinni alkunnu ferðabók sinni. Lýsing hans á gróðri hrauns-
ins er stutt en þó sést á henni, að þar hefur verið kjarr, eins og fyr er
ritað, og lynggróður og jurtastóð í glufum og hraunbollum. Þorvaldur
Thoroddsen rannsakaði hraunið 1890 og skýrir frá því yfirleitt frá jarð-
fræðislegu sjónarmiði, en þó er bersýnilegt af lýsingu hans, að hann
hefir haft vakandi auga á hinum merkilega gróðri hraunsins. Árið
1897 ferðaðist ég um Snæfellsness- og Dalasýslu til gróðrarrannsókna
og athugaði þá ítarlega gróðurinn í Búðahrauni, eins og fyrr er getið.
Þá snúum vér oss að gróðri Búðahrauns, og tökum gróðrarstigin í
eðlilegri röð. Þá er fyrst að geta þess, að á hinum efstu nibbum og
hraunsnösum er gróður, sem í öllum aðalatriðum svarar til hins fyrsta
gróðrarstigs, sem lýst er hér á undan. Er sá gróður yfirleitt samsettur
af fléttutegundum og smáum mosaþúfum. Á einstaka stað í hraun-
snösunum liefir þó safnazt svo mikið jarðryk í smáholurnar, að ein-
staka blómsturplanta, t. a. m. fjalladúnurt, liefir náð að festa þar ræt-
ur. Víða gefur gróður þessi klettunum einkennilegan blæ, því að grá-
ar, gular og grænar fléttur vaxa þar á ruglingi innan um breytilegar
smáþúfur af mosategundum. Þannig er gróðurinn á hinum hæstu
hraunklettum. Nokkru lægra kemur mosaþemban, sem fyr var talað
um, er leggur sig yfir hraunið eins og dúnþak. Jafnvel í gjánum má
sjá mosahengjur af mismunandi stærð, er teygjast lengra og lengra nið-
ur á við, og liafa alla viðleitni á að klæða nakið bergið. Óðara fetar
lyngið í spor mosans og birkið og reynirinn og víðirinn kemur á eftir
og gægist niður í glufurnar, finst gott að vera þar í skjólinu, og tekur
sér þar fastan bústað. Lyngið fylkir sér og óðum um hinar lægri mosa-
breiður og berin blána þar „börnum og hröfnum að leik“, en birkið
og reynirinn og víðirinn koma á hælana á því og birkið hreykir sér
hátt og þykist hafa þar einveldi, og svo mundi og vera ef það hefði
ekki verið tætt upp undir pottinn eða í árefti. Sem stendur er aðeins
ofurlítið smákjarr í hrauninu, og einstakar reynihríslur má sjá hér og
Iivar í gjánum, en efalaust hefir þar verið miklu meiri skógur fyrrurn.
Það er hvorki mosinn né lyngið og ekki heldur kjanið, sem frægð
Búðahrauns hefir við að styðjast, en það er jurtastóðið. Allar hinar
grynnri gjár eru fullar af burknastóði, er vex mjög þétt og er yfir 3
fet á hæð. Þar er stórburkni, dílaburkni og fjöllaufungur hvað innan
nm annað, og fjórlaufasmárinn skipar sér milli þeirra og gerir burkna-
62 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði