Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 75

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 75
Sumar nafnbreytingar stafa af því að íslenzk eintök viðkomandi tegunda hafa verið endurgreind, og síðan talin til annarar tegundar, en önnur af því, að við- komandi tegund hefur breytt um nafn. Nýjar skilgreiningar á tegundum eru einnig margar, og oftast þýðir það, að við- komandi tegundum hefur verið skipt í tvær eða fleiri. Þarf því að kanna livort þessar nýju skiptitegundir finnast hér báðar (allar) eða aðeins ein þeirra. Endurskoða þarf tegundaskiptingu nokkurra vandgreindra kynja og tegunda- hópa, sem vanrækt hefur verið að gera í sambandi við fyrri útgáfur (t. d. Draba, Salix, C. fusca, Cardaminopsis). Hér hefur verið bent á fáein meginatriði, í sambandi við endurskoðun flór- unnar. Því miður hefur lítið verið unnið í kerfisfræði íslenzku flórunnar, og því cr margt ógert. Um nafnbreytingar og nýjar skilgreiningar á tegundum íslenzku háplöntuflór- unnar, vísast til yfirlitsgreinar eftir Áskel Löve í tímaritinu Webbia í Bandaríkjun- um, 1963. (Áskell Löve: Taxonomic Botany in Iceland since 1945. — Webbia, vol. XVIII, 1964, bls. 277—301). Er þar getið allra helztu nýjunga, sem fram hafa komið í íslenzkri kerfis-grasafræði á tímabilinu 1945—63, og fylgir ritgerðinni ýtarlegur listi um heimildarrit. Hér skal nú getið helztu tegundanna, sem bæzt hafa við íslenzku háplöntuflór- una síðan 1948, þ. e. síðan Flóra íslands 3. útg. kom út. Er þá sleppt öllum klofn- ingstegundum, enda naumast tímabært, að gefa yfirlit um þær ennþá, þar sem enn vantar mikið á, að fullkunnugt sé um tilveru þeirra allra hér á landi. Svo einkennilega vill til, að allar þessar tegundir, sem hér eru kallaðar nýjar fyrir flóruna (að einni undanskilinni), eru kunnar úr gömlum flórulistum frá ís- landi, en þar sem þær höfðu ekki endurfundizt á því tímabili, sem liðið er síðan Stefán Stefánsson hóf grasafræðirannsóknir, þ. e. síðan um 1880, og engin eintök af þeirn voru til í söfnum, hefur ekki þótt rétt að taka þær upp í fyrri útgáfur Flóru. Geta má þess, að enn er eftir fjöldi slíkra tegunda, sent ekki hefur endur- fundizt, og eftir þessari reynslu að dæma, væri það engan veginn ólíklegt, að ein- hverjar þeirra ættu eftir að koma í leitirnar. Visast í því efni til upptalningar Gröntveds í Botany of Iceland (J. Gröntved: The Pteridophyta and Spermatophyta of Iceland. — Bot. of Iceland, Vol IV, p. I. Kaupmannah. og London 1942), en Jjar eru allar þessar gömlu tegundir taldar upp og getið um heimildarmenn þeirra. Ef til vill væri rétt að taka einhverjar þessara tegunda upp í nýja flóruútgáfu, og mætti Jtá auðkenna Jsær með smærra letri. Myndi J)að ef til vill auðvelda endur- l'und þeirra. 1. Asplenium septentrionale L., Skeggburkni. — Þennan burkna fann Valgarð- ur Egilsson, Hléskógum í Höfðahverfi, árið 1960, í dálitlum kletti rétt ofan við tún- ið á Hléskógum. Steindór Steindórsson nafngreindi burknann og gaf honum ís- lenzkt nafn, og birti grein um fundinn í Náttúrufræðingnum 1961. (Steindór Stein- dórsson: Ný burknategund. — Náttúrufr., 31 (1961), 39—40.) Þessi burknategund hefur enn ekki fundizt annars staðar hér á landi, og virðist því vera með allra sjald- gæfustu háplöntutegundum landsins. Burknans er getið í lista Miillers, 1770, án fundarstaðar en í síðari listum (Ba- bington) er hans getið frá Þingvöllum. 2. Asplenium trichomanes L., Svartburkni. — Fyrst fundinn á Skaftafelli 1 Ör- æfum, af Hálfdáni Björnssyni Kvískerjum í sömu sveit. Áður hafði Hálfdán fundið Jjarna frænda hans, Aspl. viride, klettaburkna, og var það nógu snemma til að hann TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.