Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 77

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 77
ans J. G. Königs, sem ferðaðist hér á árunum 1764—65, og er König þessi því senni- lega fyrsti finnandi beggja staranna. Rctt er að geta hér stuttlega unt þrjár maríustakkstegundir,/4/c/iemi7/a subcre- nuta Bus. (Áskell Löve: Náttfr. 18 (1948), 23—26.) Alchemilla murbeckiana Bus. (I. Davíðsson: Náttfr. 21 (1951), 45—46.) Alchemilla glacialis Óskarss. (I. Óskarsson: Sv. Bot. Tidsskr. 47 (1953), 30—33.), en varla er hægt að leggja þessar tegundir maríustakksins að jöfnu við þær sem áður voru nefndar, ber rniklu lremur að skoða þær sem smátegundir (agamospecies) af safntegundinni Alchemilla vulgaris L. Enn er þess að minnast, þótt það falli utan við ramma þessarar greinar, að á árunum 1947 til 1948 gátu þau hjónin Áskell og Dóris Löve, um nokkrar nýjar teg- undir, sem þau fundu sumarið 1947. Af einhverjum ástæðum voru þessar tegundir ekki teknar með í Flóru ísl. 3. útg., enda þótt það hefði átt að vera hægðarleikur, því flóran var ekki prentuð fyrr en árið 1948. Tegundirnar eru þessar: Poa arctica R. Br., heimskautasveifgras (Áskell Löve: Náttfr. 17 (1947), 17—21.) og Eriophorum russeolum, Fr., rauðfífa (Á. Löve: Náttfr. 18 (1948), 97—112.), sem báðar fundust á Hornströndum, Draba fladnizensis Wulf, heiðavorblónt; Carex holostoma Drej., heiðastör; og liraya purpurascens (R. Br.) Bge., fjallakál (Á. og D. Löve: Náttfr. 17 (1947), 164—74.), sem allar fundust á Vaðlaheiði og vorblómið einnig á Heiðarfjalli við Öxnadal. (ísl. nöfnin búin til af finnendum.) Engin þessara tegunda mun hafa fundizt aftur, og eru því suntir vantrúaðir á tilveru þeirra hér. Við það bætist og, að engin eintök eru til af þessum fundum í söfnum hérlendis, en samkvæmt bréflegum ummælum Áskels Löve, munu eintökin vera til, sum í Sviþjóð og önnur í einkasafni hans. H.Hg. NÝJAR ATHUGANIR Á DEILDARTUNGUBURKNANUM. Sumarið 1876 safnaði danski grasafræðingurinn Christian Grönlund nokkrum eintökum af einkennilegum burkna, sem óx á litlu svæði í jarðhita við Deildar- tunguhver í Borgarfirði. Burkni þessi líktist skollakamb (Blechnum spicant) en var þó allur minni vexti, blöðin jarðlæg, og gróbæru blöðin lítið eða ekki frábrugðin venjulegum laufblöðum. Grönlund tók með sér nokkur lifandi eintök af burknanum, og tókst að koma þeim til Kaupmannahafnar, þar sem þau héldust í ræktun í nokkur ár. Gerði hann þar með fyrstur þá uppgötvun, sem ýmsir hafa síðan gert, að burkninn heldur sér- kennurn sínum að mestu, þrátt fyrir allt önnur skilyrði í ræktuninni, og var þar með útilokað, að liér væri urn að ræða staðbrigði skollakambs. (Hver sem er getur sannfært sig unt þetta með því að skoða plöntuna í Grasagarði Akureyrar.) Eintök Grönlunds komust síðan í hendur J. Lange prófessors, sent úrskurðaði þau afbrigði af skollakambi (var. fallax Lange), og birti myndir og lýsingar af burkn- anum undir því nafni í Flora Danica (Fasc. 50, no. 2983, fig. 2 og 3). Hefur svo stað- ið síðan, og burkninn frá Deildartungu jafnan verið talinn sem afbrigði skolla- kambs í íslenzkum flórubókum. í seinni tíð hafa þó farið að heyrast raddir um það, að ef til vill væri réttara TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.