Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 78
Tunguburkni.
að kalla Tunguburknann sérstaka deilitegund eða jafnvel sérstaka tegund, og hafa
bent á hin skýru sérkenni lians og lítinn breytileika því máli til sönnunar. Það mun
og frekar hafa orðið til að ýta undir þessar hugmyndir, að unt síðustu aldamót
fannst skollakambsafbrigði á Spáni, sem einnig var einsblaða (homophyllous). og
hofur af sumum verið talin sérstök tegund. Sú hugmynd var að vísu skemmtileg, að
Tunguburkninn og Spánarburkninn væru sama afbrigði, en lítils háttar saman-
burður sýnir þó fljótt að á þcim er mikill raunur, og sameining jicirra ekki réttlæt-
anleg.
Nýlega hafa hjónin Askell og Doris Löve, sem lesendum Flóru eru að góðu
kunn, tekið bæði jressi afbrigði til rannsóknar, svo og skollakambinn sjálfan. Litn-
ingatala skollakambsins er 2n = 68, og reyndust bæði afbrigðin jiað spænska og Jtað
íslenzka (Tunguburkninn) hafa sömu litningatölu. Draga þau af jjví jrá ályktun, að
Tunguburkninn og Spánarburkninn séu aðeins afbrigði skollakambs, eins og hald-
ið hefur verið, og engin ástæða til að ætla að þau geti ekki æxlast við venjulegan
skolfakamb, enda sennilega til bastarðar af Spánarburkna og skollakamb. Astæðan
fyrir j)ví að engin millistig hafa fundizt hér, má liins vegar ætla að sé einangrun
Tunguburknans, en enginn skollakambur finnst jxir í næsta nágrenninu.
Þótt jietta megi líklega skoðast sem Salómonsdómur yfir Tunguburknanum,
verður hann eftir sem áður fróðlegt viðfangsefni fyrir grasafræðinga, og Jjá sem
kynnast vilja Jjróun plantnanna.
HEIMILDIR:
Askell Löve & Doris Löve: The Variation of Blechnum spicant. — Botanisk Tidsskrift
62 (1966): 186-196. H. Hg.
76 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði