Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 88

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 88
Hér er áberandi hve margar tegundir eru bundnar við jarðvegsraka, og mun það einfaldlega vera skýringin á vöntun þeirra í þessari hæð við Eyjafjörð, að þar er votlendi sjaldgæft í þessari hæð eða ofar. Loks vil ég bæta hér við nokkrum fundum frá Stóragerði á Myrkárdal í Hörgár- dal, en eftirf. tegundir fundust þar í skálum og hvilftum í fjallinu (sumarið 1966): 1. Juniperus communis, cinir ............................ 630 550 2. Myosotis arvensis, gleym mér ey .................... 580 500 3. Gentiana aurea, gullvöndur............................ 630 ? 4. Chamaenerion anguslifolium, sigursk.................. 630 ? 5. Rubus saxatilis, hrútaber ............................ 600 ? H.Hg. Nýfundnir vaxtarstadir nokkurra islenzkra plöntutegunda. A ferðum mínum um landið undanfarin sumur hef ég fundið allmarga áður óþekkta vaxtarstaði ýmsra háplöntutegunda. — Hér verður gerð grein fyrir þeim helztu, sem ekki hafa verið birtir áður, og eru tegundirnar taldar í sömu röð og í Flóru íslands, 3. útgáfu, Akureyri 1948. Botrychium lanceolatum (S. G. Gmlin) Angström, lensutungljurt. Fundin í 200 m liæð yfir sjó á Kúahjalla í Norðfirði 14. ágúst 1961. Zannichellia palustris L., hnotsörvi. Fundinn á Grýtubakkaflæðum í Höfðahverfi 28. júlí 1963. Poa flexuosa Sm., lotsveifgras. Fundið í 100—1300 m hæð yfir sjó í Kverkfjöllum 21. júlí 1964 og í 630 m hæð sunnan í Skarðsheiði í Borgarfjarðarsýslu 28. júlí sama ár. Einn- in fundið ofan við 950 m hæð í suðvesturhlíðum Nýjadals við Tungnafellsjökul 7. ágúst 1967. Poa alpina L., fjallasveifgras. Fundið hæst í 1630 m hæð yfir sjó í Kverkfjöllum 21. júlí 1964. Phippsia algida (Sol.) R. Br., snœnarvagras. Fundið í 520 m hæð norðan undir Breiðadals- skarði við Skutulsfjörð 6. júlí 1966 og í 1270—1500 m hæð í norðausturhlíðum Nýja- dals við Tungnafellsjökul (þ. e. suðvesturhlíðum Tungnafellsjökuls). Fundið hæst á landinu í 1540 m hæð norðaustan í Snæfelli. Carex nardina Fr., finnungsstör. Fundin á svolitlu svæði í 760 m hæð á hálsinum vestan undir Laugafelli norðaustan Hofsjökuls 9. ágúst 1967. Finnungsstörin mun ekki hafa fundizt áður á öræfunum vestan Skjálfandafljóts. Carex capillaris L. ssp. porsildiana (Polunin) Böcher. Þessa deiltegund hárleggjastarar telja sumir grasafræðingar sérstaka tegund, Carex Krausei Boeck., vegna ýmissa ein- kenna, m. a. eru venjulega bæði kven- og karlblóm í endaaxinu, hulstrin eru minni og nefstyttri og plantan öll auk þess lægri og smágerðari en aðaltegundin. Auk þess- ara einkenna virðist inér blöð deiltegundarinnar oftast fagurgræn, eða jafnvel dökk- græn, en þau eru ljósgræn á aðaltegundinni, og deiltegundin myndar oft enn þéttari toppa (þúfur). Mætti því kalla hana toppastör á íslenzku. Þessa plöntu fann ég í 900 m hæð í Esjufjöllum í Vatnajökli 27. júlf 1961, í Herðubreiðarlindum 25. júlí 1963 og í 740 m hæð umhverfis Laugakofa við Laugafell norðaustan Hofsjökuls 9. ágúst 1967. Cerastium arcticum Lge., fjallafrcehyma (nefnd Cerastium Edmondstonii (Wats.) Murb. et Ostf., kirtilfræhyrna, í 3. útgáfu Flóru íslands). Fundin í 1000 m hæð í suðurhlíðum Skarðslieiðar í Borgarfjarðarsýslu 28. júlí 1964 og í 7—800 m hæð í suðurhlíðum Esju 10. september sama ár. 8G Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.