Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Qupperneq 88
Hér er áberandi hve margar tegundir eru bundnar við jarðvegsraka, og mun
það einfaldlega vera skýringin á vöntun þeirra í þessari hæð við Eyjafjörð, að þar
er votlendi sjaldgæft í þessari hæð eða ofar.
Loks vil ég bæta hér við nokkrum fundum frá Stóragerði á Myrkárdal í Hörgár-
dal, en eftirf. tegundir fundust þar í skálum og hvilftum í fjallinu (sumarið 1966):
1. Juniperus communis, cinir ............................ 630 550
2. Myosotis arvensis, gleym mér ey .................... 580 500
3. Gentiana aurea, gullvöndur............................ 630 ?
4. Chamaenerion anguslifolium, sigursk.................. 630 ?
5. Rubus saxatilis, hrútaber ............................ 600 ?
H.Hg.
Nýfundnir vaxtarstadir nokkurra islenzkra plöntutegunda.
A ferðum mínum um landið undanfarin sumur hef ég fundið allmarga áður
óþekkta vaxtarstaði ýmsra háplöntutegunda. — Hér verður gerð grein fyrir þeim
helztu, sem ekki hafa verið birtir áður, og eru tegundirnar taldar í sömu röð og í
Flóru íslands, 3. útgáfu, Akureyri 1948.
Botrychium lanceolatum (S. G. Gmlin) Angström, lensutungljurt. Fundin í 200 m liæð
yfir sjó á Kúahjalla í Norðfirði 14. ágúst 1961.
Zannichellia palustris L., hnotsörvi. Fundinn á Grýtubakkaflæðum í Höfðahverfi 28. júlí
1963.
Poa flexuosa Sm., lotsveifgras. Fundið í 100—1300 m hæð yfir sjó í Kverkfjöllum 21. júlí
1964 og í 630 m hæð sunnan í Skarðsheiði í Borgarfjarðarsýslu 28. júlí sama ár. Einn-
in fundið ofan við 950 m hæð í suðvesturhlíðum Nýjadals við Tungnafellsjökul 7.
ágúst 1967.
Poa alpina L., fjallasveifgras. Fundið hæst í 1630 m hæð yfir sjó í Kverkfjöllum 21. júlí
1964.
Phippsia algida (Sol.) R. Br., snœnarvagras. Fundið í 520 m hæð norðan undir Breiðadals-
skarði við Skutulsfjörð 6. júlí 1966 og í 1270—1500 m hæð í norðausturhlíðum Nýja-
dals við Tungnafellsjökul (þ. e. suðvesturhlíðum Tungnafellsjökuls). Fundið hæst á
landinu í 1540 m hæð norðaustan í Snæfelli.
Carex nardina Fr., finnungsstör. Fundin á svolitlu svæði í 760 m hæð á hálsinum vestan
undir Laugafelli norðaustan Hofsjökuls 9. ágúst 1967. Finnungsstörin mun ekki hafa
fundizt áður á öræfunum vestan Skjálfandafljóts.
Carex capillaris L. ssp. porsildiana (Polunin) Böcher. Þessa deiltegund hárleggjastarar
telja sumir grasafræðingar sérstaka tegund, Carex Krausei Boeck., vegna ýmissa ein-
kenna, m. a. eru venjulega bæði kven- og karlblóm í endaaxinu, hulstrin eru minni
og nefstyttri og plantan öll auk þess lægri og smágerðari en aðaltegundin. Auk þess-
ara einkenna virðist inér blöð deiltegundarinnar oftast fagurgræn, eða jafnvel dökk-
græn, en þau eru ljósgræn á aðaltegundinni, og deiltegundin myndar oft enn þéttari
toppa (þúfur). Mætti því kalla hana toppastör á íslenzku. Þessa plöntu fann ég í 900
m hæð í Esjufjöllum í Vatnajökli 27. júlf 1961, í Herðubreiðarlindum 25. júlí 1963
og í 740 m hæð umhverfis Laugakofa við Laugafell norðaustan Hofsjökuls 9. ágúst
1967.
Cerastium arcticum Lge., fjallafrcehyma (nefnd Cerastium Edmondstonii (Wats.) Murb. et
Ostf., kirtilfræhyrna, í 3. útgáfu Flóru íslands). Fundin í 1000 m hæð í suðurhlíðum
Skarðslieiðar í Borgarfjarðarsýslu 28. júlí 1964 og í 7—800 m hæð í suðurhlíðum Esju
10. september sama ár.
8G Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði