Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 92

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 92
Ingólfur Davíðsson: Tlie Inunigration and Naturalization of Flowering Plants in Ice- land since 1900. — Grcinar. IV, 3, 1967, bls. 1-35. Ingólfur Davíðsson grasafræðingur, hefur um alllangt skeið lagt sig sérstaklega eftir rannsóknum á slæðingsplöntum þeim sem borizt hafa til landsins á undanförnum ára- tugum. Nú hefur Ingólfur sent frá sér niðurstöð- ur rannsókna sinna, í fróðlegri ritgerð í tímariti Vísindafélags íslendinga, Greinum. Af innihaldi ritgerðarinnar má nefna skrá um slæðinga sem hingað bárust á árunum 1900—1948, og getið er í hinum ýmsu útgáf- um Flóru íslands. Þá er listi um tegundir sem komið hafa á árunum 1948—1966. Tel- ur hann um 66 tegundir, cn fæstar þeirra munu þó liafa ílenzt hér fyrir alvöru. Alls telja báðir listarnir 183 tegundir, og af þeirri tölu telur Ingólfur að um 26 tcgundir hafi raunverulega ílenzt hér, en þær eru þessar: 1. Alopecurus pratensis 2. Avetia pubescens 3. Bromus inermis 4. Dactylis glomerata 5. Holcus lanatus 6. Lolium perenne 7. Sieglinga decumbens 8. Allium oleracium 9. Rumex crispus 10. Cerastium glomeratum 11. Stellaria graminea 12. Barbarea vulgaris 13. Rorippa silvestris 14. Trifolium pratense 15. Aegopodium podagraria 16. Anthriscus silvestris 17. Myrrhis odorata 18. Myosotis palustris 19. Lamium amplexicaule 20. Lamium purpureum 21. Lamium album 22. Veronica chamaedrys 23. Achillea ptarmica 24. Tussilago farjara 25. Chrystanthemum leucanthemum 26. Matricaria matricarioides. I>á er kafli, þar sem dreifing sjö þessara 26 legunda er rakin nánar, sögulega og land- fræðilega. Að lokum eru svo nokkrar töfl- ur, sem sýna útbreiðslu slæðinganna á ýms- um slöðum landsins. Nokkur útbreiðslu- kort fylgja ritgerðinni og sýna dreifingu nokkurra slæðingstegunda. Slæðingarnir eru merkur kapítuli í gróð- ursögu landsins, og nauðsynlegt að fylgjast með þeim sem bezt. H. Hg. Ivar Jörstad: Icelandic parasitic Fungi apart from Uredinales. — Skrifter utgitt av Det Norske Videnskabs-Akademi i Oslo. I. Math. Naturv. Klassc. Ny Serie. No. 10. Oslo 1962. (72 bls.) Höfundur, sem var norskur grasafræðing- ur, lézt á síðastliðnu ári. Sumurin 1937 og 1939 ferðaðist hann um landið, ásamt grasa- fræðingunum J. Lid. og B. Lynge, og safn- aði þá miklu efni af alls konar smásvepp- um, aðallega sníkjusveppum. Árið 1951 kom út rit eftir Jörstad um íslenzka ryðsveppi (Jörstad: The Uredinales of Iceland. — Skr. utg. af d. Norskc Vidensk.-Akad. i Oslo. I. Math. - Naturv. Kl. 1951. No. 2. - Oslo 1951, 87 bls.). I>ar telur bann alls 51 teg- und.og eru 13 þeirra nýjar fyrir flóru lands- ins. Ritgerð sú sem hér er um fjallað, má skoðast sem beint framhald af ritgerðinni um ryðsveppina. Eru þar teknir til meðferð- ar ýmsir sveppaflokkar, af þörungasvepp- um, asksveppum og ófullkomnum sveppum, alls um 140 tegundir en um 50 þeirra virð- ast vera nýjar fyrir íslenzku flóruna. Einni nýrri tegund er frumlýst, Ramularia island- ica á Erigeron boreale (jakobsfífli). Höf- undur hefur ekki farið í gegnum söfn sem til cru af íslenzkum sníkjusveppum, nema ryðsveppum, og því er þess ekki að vænta, að hann hafi allar íslenzkar tegundir í bók sinni, enda nefnir hann þar aðeins fjórar tegundir, scin hann hefur ekki fundið sjálf- ur. Um íslenzka sníkjusveppi var áður fjallað af Dönunum E. Rostrup (1903) og 1>. Lar- sen (1932), sem aðallega rannsökuðu sveppi á þurrkuðum plöntum í grasasöfnum. Jör- stad beitir hér allt annarri aðferð, semsé að safna sveppunum, eða plöntuhlutum með þeim, sérstaklega, enda er þess að vænta að niðurstaðan verði þá önnur. Útbreiðsla teg- undanna kemur liér t. d. inun betur í ljós, en hjá áðurnefndum höfundum. 90 Flúra - tímarit um íslenzka grasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.