Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 95

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Page 95
UM 1967 Tímaritinu Flóru var strax í upphafi mörkuð sú stefna, að það maetti verða samkeppnishæft á alþjóða vettvangi í grasafræðilegum efnum, enda var svo til ætlast, að það yrði kynnt erlendum grasafræðistofnunum og þeim öðrum, sem áhuga hefðu á íslenzkri náttúrufræði, og leitað eftir að koma á ritaskiftum við þessar stofnanir. Væntum við, sem að ritinu stóðum, að þannig gæti orðið til vísir að náttúru- fræðilegu, og þá einkum grasafræðilegu bókasafni hér á staðnum og myndi okkar verða hagnaðurinn. Allt hefur þetta gengið svo eftir, sem efni stóðu til. Þrátt fyrir þá staðreynd, að Flóra hefur nær eingöngu birt greinar á íslenzku, því máli, sem flestum útlend- ingum reynist erfitt til skilnings, hefur næstum hver einasta stofnun, sem kynnzt hefur ritinu verið fús til að koma á slíkum ritaskiftum, og sumar stofnanir láta okkur mun meira í té, en við getum endurgoldið. Þannig hafa Pólverjar sent mik- inn hluta af flóru Póllands (Flora Polska), og Finnar hafa sent okkur mjög mörg rit. Þess má geta, að sumar stofnanir kjósa heldur að gerast áskrifendur að ritinu, og höfum við auðvitað ekkert við það að athuga, og loks eru nokkrar, sem engin sérstök bókasöfn hafa í sinni vörzlu, og geta því ekki skift. Á það einkum við um félög, sem eru útgefendur að ritum. Þess þarf naumast að geta, að innlendar stofnanir hafa einnig verið fúsar til ritaskifta, og fáum við þannig flest íslenzk náttúrufræðirit. í desember 1967 voru skiftisambönd innanlands 17, á Norðurlöndum líka 17 og í öðrum löndum Evrópu og Ameríku 19, eða alls 53. Enginn vafi er á því, að þessi skiftisambönd gætu verið mun fleiri, ef fleiri stofnanir hefðu kynnzt ritinu, enda má búast við að þeim fjölgi mikið á næstu ár- um. Eins og þegar hefur verið getið í Flóru (formálar 1962 og 1966), verða rit þau sem fást í skiftum fyrir Flóru framvegis geymd í bókasafni Náttúrugripasafnsins á Akureyri, enda veitir safnið Flóru nú árlegan styrk í þessum tilgngi. Er því eðli- legast að líta á safnið sem annan aðila skiftisambandsins og eiganda þessara rita. Hér verður nú birt skrá yfir stofnanir sem skifta á ritum við Náttúrugripa- safnið á Akureyri, og eru titlar ritanna í svigum fyrir aftan heiti og heimilisfang viðkomandi stofnunar. SKRA SKIPTISAMBÖND NORÐURLÖND. Noregur. 1. Tromsö Museum, Biblioteket, Tromsö, Norge. (Acta borealia, I. Scientia og Aarsberetn- ing)- 2. Det Kongelige Norske Videnskabernes Selskab, Biblioteket, Trondheim, Norge. (Trond- iieitn Museum Aarbok). TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.