Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 4
þriðjuDagur 21. ágúst 20074 Fréttir DV Fleiri skjálftar í Upptyppingum Skjálftavirkni við Upptyppinga austan Öskjufjalla kemur í hrin- um þessa dagana. Nokkuð var um jarðskjálfta á sunnudag en rólegra í gær. Bergþóra Þorbjarnardótt- ir, jarðeðlisfræðingur á Veður- stofu Íslands, segir nokkuð snarpa skjálftahrinu hafa átt sér stað á miðvikudag í síðustu viku. Skjálftarnir eru sama eðlis og fyrr, gjarnan um tveir á Richter- skala og á um sextán kílómetra dýpi. Jarðskjálftarnir þykja ekki gefa vísbendingar um framhaldið, en svæðið verður vaktað áfram. Danskir dagar fóru vel fram Nokkur þúsund gestir mættu í Stykkishólm um helg- ina og tóku þátt í fjölskyldu- hátíðinni Dönskum dögum, sem haldin var um helgina. Þetta er í fjórtánda skipti sem hátíðin er haldin. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi fór hátíðin vel fram og því kom ekki til þess að lögreglumenn þyrftu að hafa sig mikið í frammi. Skipulögð dagskrá var nær alla helgina og á laugardags- kvöldið var haldið bryggju- ball trillukarla. Nokkur ölvun var á ballinu án þess að nein stórmál kæmu upp. Fanga- geymslur lögreglunnar voru tómar alla helgina. Reykjavíkurborg komin í samkeppni við Gámaþjónustuna um að bjóða bláar tunnur: Borgin sleppur við skattinn Umhverfissvið Reykjavíkurborg- ar hefur undanfarið boðið upp á nýj- an kost í sorphirðu borgarbúa. Þar er um að ræða bláar tunnur sérstaklega ætlaðar fyrir pappírsúrgang. Guð- mundur B. Friðriksson hjá umhverf- issviði Reykjavíkurborgar segir þetta lið í að uppfylla skyldur sveitarfé- lagsins við íbúana. Elíasi Ólafssyni, stjórnarformanni hjá Gámaþjónustunni, þykir skjóta skökku við að Reykjavíkurborg komi með þessum hætti að þessari þjón- ustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins og telur um óeðlilega samkeppni að ræða. Gámaþjónustan býður upp á tunnur fyrir efni til endurvinnslu og þær má nýta undir fleiri flokka en bláu tunnurnar sem Reykjavíkur- borg býður upp á. Elías Ólafsson seg- ist ekkert hafa á móti samkeppni, en hún verði að vera á jafnræðisgrund- velli. Elías setur einna helst formerki við að enginn virðisaukaskattur er lagður á þessa þjónustu og einnig að innheimt er fyrir hana samhliða fast- eignagjöldum. Starfsemi sveitarfé- laganna er ekki virðisaukaskattskyld að sögn Guðmundar B. Friðriksson- ar og hann segir að í því sé á engan hátt gengið á svig við lög þar að lút- andi, auk þess segir hann að sveitar- félögum sé skylt að sjá um sorphirðu. Hvað varðar innheimtuna segir Guð- mundur að til að spara innheimtu- kostnað sé þessi þjónusta innheimt samhliða fasteignagjöldum. Á álagn- ingarseðli vegna fasteignagjalda séu sorphirðugjöld tilgreind sérstaklega sem sérliður og því ljóst að ekki er verið að reyna fela þau. Þungt haldinn Rannsókn stendur enn yfir á máli karlmanns sem fannst rænulaus við söluturn í Austur- bergi um verslunarmannahelg- ina. Grunur leikur á að ekið hafi verið yfir manninn. Lögregla hefur ekki yfirheyrt manninn sem liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu hefur fjöldi vitna verið yfir- heyrður, en niðurstöður sérfræð- inga eru væntanlegar. Enginn liggur undir grun. Ekki í fyrsta sinn Bergvin Oddsson, formaður Ung-blind, segir það ekki eins- dæmi að sjóndaprir og andlega fatl- aðir einstakl- ingar séu misnotaðir af óprúttnum sölumönn- um, líkt og gerðist í máli ungrar stúlku sem keypti snyrtivörur í bás í Kringlunni fyrir rúmlega hundrað þúsund krónur um liðna helgi. Bergvin segir blinda þó sjald- an verða fyrir barðinu á óprúttn- um aðilum, heldur frekar þá sem eiga við andlega fötlun að stríða. Bergvin bendir á að sambærilegt mál hafi komið upp í Vestmanna- eyjum fyrir nokkrum árum og Blindrafélagið hafi fjallað um það. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Dóra Bryndís Ársælsdóttir og Guðlaug Magnúsdóttir, átta ára dóttir hennar, gengu fram á sprautunálar og önnur tól til eiturlyfjaneyslu þegar þ�r voru á göngu í fjörunni í Keflavík. Þegar hún óskaði eftir aðstoð lögreglu var hún sjálf beðin að hreinsa upp og koma með leifarnar á lögreglustöðina. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lög- reglunnar á Suðurnesjum, segir það venju lögreglunnar að koma á staðinn. LÖGGAN NEITAÐI AÐ SÆKJA SPRAUTUNÁLAR „Ætli löggan hafi nokkuð nennt út úr húsi eða bara legið við Reykjanes- brautina við hraðaeftirlit. Mér finnst mjög skrítið að löggan hafi ekki kom- ið til að fjarlægja leifarnar heldur ég beðin um að koma með þetta sjálf,“ segir Dóra Bryndís Ársælsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ. Dóra Bryndís var á gangi með 8 ára gamalli dóttur sinni, Guðlaugu Magnúsdóttur, meðfram sjónum í Keflavík er þær mæðgur gengu fram á sprautunálar og aukahluti ætlaða til eiturlyfjaneyslu falda undir steini í fjörunni. Hún hringdi samstund- is í lögregluna á Suðurnesjum til að tilkynna fundinn og reiknaði með því að lögreglumenn yrðu sendir á vettvang til að fjarlægja sprauturnar. Þess í stað var Dóra Bryndís beðin um að tína sjálf upp dótið og koma því á lögreglustöðina. Nóg að gera Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á Suð- urnesjum, segir algengt að leifar eftir eiturlyfjaneyslu finnist víða í bænum. Hann segir annir hjá lög- reglunni líklegustu skýringu þess að lögreglumenn voru ekki send- ir á vettvang. „Það gerist alltaf öðru hverju að okkur er bent á tól og leif- ar eftir eiturlyfjaneyslu. Þetta finnst í görðum og nokkuð víða. Ég man ekki eftir því að á þessum stað hafi fund- ist leifar áður,“ segir Skúli. „Yfirleitt er þetta þannig að lögregla kemur á staðinn þegar tilkynning berst. Venj- an er að sjálfsögðu sú. Í þessu tilviki hefur líklega verið mikið að gera hjá okkur og við metið það þannig að heppilegra hafi verið að hún myndi fjarlægja þetta strax af vettvangi svo að óvitar kæmust ekki í þetta. Þessu er jafnan hent úr bílum og því finnst þetta hér og þar. Ég var nú bara í golfi á Korpuvelli fyrir helgi og á 8. braut lá hasslón á miðri brautinni.“ Stóð ekki á sama Aðspurð segir Dóra Bryndís þetta slæma upplifun þar sem henni hafi liðið illa að eiga við sprauturnar. Henni finnst lögreglan þurfa að auka eftirlit á svæðinu því það sé allt fljót- andi í eiturlyfjum í bænum. „Dóttur minni var mjög brugðið við þetta og mér ekki síður. Þetta eru slæm tíð- indi því það er hópur af fólki sem labbar um þetta svæði, til dæmis skólakrakkar, og það var virkilega óþægilegt að finna sprauturnar. Mér finnst í raun alveg ótrúlegt að þurfa sjálf að hreinsa þetta upp því ég hélt að þetta væri í verkahring lögregl- unnar að koma á staðinn. Í staðinn þurfti ég að ómaka mig við þennan óþverra,“ segir Dóra Bryndís. „Mér stóð heldur ekki á sama að þurfa sjálf að taka sprauturnar upp og fara með þetta á lögreglustöðina. Mér leið mjög illa við að taka upp spraut- urnar. Sem betur fer var ég með poka á mér og það bjargaði mér. Fyr- ir ómakið fékk dóttir mín svo endur- skinsmerki.“ „Mér leið mjög illa við að taka upp sprauturn- ar. Sem betur fer var ég með poka á mér og það bjargaði mér.“ TrauSTi hafSTeiNSSoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Bláar tunnur reykjavíkurborg býður borgurunum bláar tunnur undir blaðapappír. Menn hjá gámaþjónustunni eru ósáttir við ójafna samkeppni. Guðlaug þar sem sprauturnar fundust Í fjörunni fundu mæðgurnar guðlaug og Dóra Bryndís notaðar sprautur, nálar og umbúðir sem greinilega voru eftir eiturlyfjanotkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.