Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 6
Útsmognir veggjakrotarar hafa geng- ið berserksgang í Grafarvogi undan- farið og úðað á nánast allt sem fyrir þeim verður. Úðað hefur verið á um- ferðarskilti, mannvirki Reykjavíkur- borgar, húsnæði einkafyrirtækja og bifreiðar í hverfinu. Þannig hefur til dæmis verið úðað á bensínstöð Olís við Gullinbrú og útibú Landsbank- ans þar við hliðina á. Ljóst er af um- merkjum að sömu aðilarnir hafa staðið að baki ódæðunum. Grafarholtsbúar hafa ekki held- ur farið varhluta af veggjakroti. Jón Pétursson, eigandi Grillhallarinn- ar, hefur tvívegis orðið fyrir barðinu á veggjakroturum og stefnir á að- gerðir. „Það var á föstudagskvöld- inu fyrir rúmri viku sem hvítur bíll keyrði fram hjá húsinu. Eftir stutta stund kom hann til baka og út stukku nokkrir grímuklæddir menn sem úðuðu alla framhliðina. Að svo búnu flýttu þeir sér inn í bílinn og óku á brott. Viku síðar gerðist nákvæmlega það sama aftur,“ segir Jón. „Þetta er alveg ótrúleg skemmdarfýsn. Ég er að vinna í því að koma fyrir mynda- vélum utan á húsinu og á bílaplan- inu svo þeir munu ekki komast upp með þetta lengi.“ Ekkert heilagt lengur Gísli Friðjónsson, rekstrarfulltrúi hverfamiðstöðvar Grafarvogs, segir að aukin harka sé farin að færast í þá aðila sem stundi veggjakrot í hverf- inu. Hann bendir á að fjöldi starfs- manna frá borginni starfi við það eitt að fjarlægja veggjakrot. „Það hef- ur verið sprengja hjá okkur. Við höf- um fundið fyrir gífurlegri aukningu síðustu daga og það er hörmung að horfa upp á þetta. Þetta er ekkert heilagt lengur því undanfarið hefur verið úðað á umferðarskilti, hús og bíla í miklum mæli. Þetta eru algjör- ir gangsterar sem svífast einskis. Þeir eru komnir í hefndaraðgerðir gegn flokknum sem hreinsar upp eftir þá. Um daginn var brotist inn á lokað svæði hjá okkur og vinnubíll flokks- ins allur úðaður,“ segir Gísli. Aðalheiði Óladóttur, íbúa í Graf- arvogi og stöðvarstjóra Olís við Gull- inbrú, finnst sorglegt að horfa upp á mikla aukningu veggjakrots í hverf- inu. Hún vonast til að ástandið sé ekki varanlegt. „Við erum ákaflega sorgmædd yfir þessu. Það er búið að úða hér úti um allt og þessi þróun er alveg ný fyrir okkur. Við höfum ekki þurft að kljást við veggjakrot fram til þessa og bara núna á síðustu dög- um sem sprautað hefur verið á sjálft húsið. Í fyrrinótt var meira að segja úðaður bíll frá Húsasmiðjunni sem stóð á planinu hjá okkur,“ segir Að- alheiður. Vonandi er brúsinn búinn Gísla blöskrar tíminn og pening- arnir sem fara í að fjarlægja veggja- krotið. Honum finnst kominn tími á róttækar aðgerðir. „Þetta er orðinn harður bransi. Það sem ég skil ekki er hvar fá þessi gangsterar alla þessa málningu sem til þarf. Það þarf að stoppa þetta og setja einhver bönn á þetta. Úðinn er til í massavís í hillum verslana og aðgengið er allt of auð- velt. Ég held að það þurfi að koma upp skráningarkerfi í þessu og beita almennilegum sektum,“ segir Gísli. „Ég hef heyrt að lögreglan viti hverjir þetta eru og ég get ekki skilið hvers vegna aðilarnir eru ekki stoppað- ir af. Mér finnst ólíðandi að starfa í þessu umhverfi og ómögulegt að þetta skuli líðast. Staðan er orðin það skelfileg að nú þarf að beita róttæk- um aðgerðum gegn þessu.“ Aðspurð vonast Aðalheiður til þess að þetta sé einhver bóla en ekki varandlegt ástand. Hún vill ekki trúa því að sú þróun geti átt sér stað í Grafarvogi. „Það er svo gott fólk sem býr í Grafarvoginum og ég trúi því ekki að þetta verði varanlegt. Við skiljum ekki alveg hvað er að gerast. Hér hef- þriðjuagur 21. ágúst 20076 Fréttir DV „Þeir eru komnir í hefndaraðgerðir gegn flokknum sem hreinsar upp eftir þá. Um daginn var brotist inn á lokað svæði hjá okkur og vinnubíll flokksins allur úðaður.“ VEGGJAKROTSFARALDUR Í GRAFARVOGI TrausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Síðustu daga hefur veggjakrot orðið mjög áberandi í Grafarvogi þar sem úðað hefur verið á skilti, hús og bíla í hverfinu. Vandinn er það mikill að settur hefur verið á laggirnar sérstakur hópur sem starfar alla daga við að fjarlægja veggjakrot. Gísli friðjónsson, rekstrarfulltrúi hverfamiðstöðvar Grafarvogs, kallar eftir sértækum aðgerðum til að útrýma veggjakroti. Vel merktur þessi póstkassi hefur ekki sloppið við krotarana. Heill flokkur starfsmanna vinnur við það allan daginn að hreinsa veggjakrot í borginni. allt úðað Bensínstöð Olís við gullinbrú er eitt þeirra mörgu húsa í grafarvogin- um sem hafa orðið fyrir barðinu á veggjakroti undanfarna daga. stöðvar- stjórinn er sorgmæddur yfir þessum nýlega vanda sem blasir við. Á veggi og bíla Veggjakrotararnir nota hvern flöt til að úða á og má sjá ummerkin mjög víða í grafarvoginum. úðað var á bíl Húsasmiðjunnar sem stóð á bílaplani bensínstöðvar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.