Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Page 7
Kjötiðnaðarmenn hjá Norðlenska ehf., þeir Grettir Frímannsson og Jón Ágúst Knútsson, reka eig- in kjötvinnslu í bílskúr þess fyrr- nefnda. Um er að ræða ólöglega svarta atvinnustarfsemi þar sem þeir slátra fyrir bændur í nágrenn- inu og hreindýraveiðimenn. Sam- kvæmt heimildum DV eru þeir fé- lagar sagðir hafa selt afurðir til veitingahúsa á Akureyri en báðir þvertaka fyrir slíkt. Samkvæmt lögum er ekkert sem bannar að kaupa kjötskrokk og brytja hann niður í heimahúsi svo lengi sem afurðin er ætluð til eigin nota. Um leið og unnið er kjöt fyr- ir aðra, hvort sem fyrir þá vinnu er fengið greitt eður ei, líta lögin svo á að um vinnslu og dreifingu mat- væla sé að ræða. Þá þarf sérstakt starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti og til að fá slíkt leyfi þarf heilbrigðis- eftirlit að taka út starfsemina. Sé leyfi ekki til staðar er farið út fyrir ramma laganna. Ekki hefur fengist starfsleyfi fyrir kjötvinnslu í bílskúr Grettis þrátt fyrir að þeir félagar vinni kjöt fyrir aðra og fái fyrir það greitt. Tvísaga um samstarfið Í samtali við blaðamann þvertók Grettir fyrir kjötvinnslu í bílskúrnum hjá sér. Hann sagði þar enga sérút- búna aðstöðu til kjötvinnslu og sagð- ist iðulega geyma bílinn sinn í skúrn- um. Hann viðurkenndi að hafa þar einn hníf til skurðar sem hann notaði til að skera kjöt til eigin nota og fyrir vini sína. Hann neitar samstarfi við Jón Ágúst og sagði hann koma hvergi nærri kjötskurði í bílskúrnum. „Ég hef skorið hreindýr fyrir kunningja mína og úrbeinað fyrir menn, það er ekkert leyndarmál. Það er alrangt að ég reki þarna kjötvinnslu og ég veit ekki til þess að Jón Ágúst hafi skorið í skúrn- um,“ segir Grettir. Jón Ágúst staðfestir aftur á móti samstarf þeirra félaga og sagði þá vinna í sameiningu við kjötskurð í bílskúrnum. Hann sagði skurðinn fyrir þá sjálfa, vini, hreindýraveiði- menn og bændur í nágrenninu. „Við höfum verið að verka saman félag- arnir og erum þarna með sameigin- lega aðstöðu til að skera. Þetta er ekki það skemmtilegt að maður nenni að hanga í þessu einn. Við höfum skorið fyrir hreindýraveiðimenn sem koma við hjá okkur og eina og eina belju fyrir bændur í nágrenninu. Fyrir vinn- una tökum við hóflegt gjald. Ég held alveg örugglega ekki að unnið hafi verið fyrir veitingahús þó svo ég geti ekki svarið fyrir það. Þetta er bara smá þjónusta sem við erum með, svona aukabúgrein,“ segir Jón Ágúst. Lögin eru skýr Valdimar Brynjólfsson, heilbrigð- isfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norður- lands, segir reglurnar mjög skýrar. Hann staðfestir að umrædd aðstaða hafi ekki hlotið starfsleyfi til kjöt- vinnslu og því sé um lögreglumál að ræða. „Það er í lagi að gera þetta til eigin nota en annars ekki. Ef verið er að vinna kjöt fyrir aðra er það tal- ið sem vinnsla og dreifing matvæla. Þá þurfa menn beinlínis starfsleyfi frá okkur og um slíkt hefur ekki verið sótt. Þessi starfsemi er því ekki með okkar vitund og því er þetta ólög- legt,“ segir Valdimar. „Ég tel eðlileg- ast að lögreglan kanni þetta mál. Ef menn eru með kjötvinnslu án leyfis er þetta ekkert annað en lögreglu- mál. Við lítum þetta mjög alvarleg- um augum því brot á reglunum geta verið hættuleg. Þar sem þetta eru kjötiðnaðarmenn reikna ég svo sem með því að þeir kunni að meðhöndla kjötið en þeir eiga þá líka að kunna lögin um þessa hluti.“ Alfreð Schiöth, dýralæknir hjá heilbrigðiseftirliti Norðurlands, tek- ur í sama streng. Hann segir ljóst að félagarnir starfi utan laga ef vinnslan er ekki aðeins til einkanota. „Fyrsta spurningin er hvort viðkomandi sé að vinna alfarið fyrir sjálfan sig eða aðra. Ef viðkomandi er að vinna fyrir aðra og kjötið fer í almenna dreifingu þarf viðkomandi að hafa starfsleyfi. Ef ekki liggur fyrir leyfi eru menn utan við lög og rétt,“ segir Alfreð. „Til að stunda kjötvinnslu þarf að huga vel að aðbúnaði og staðháttum til að gæta fyllsta öryggis og hreinlætis.“ DV Fréttir þriðjuagur 21. ágúst 2007 7 REKA ÓLÖGLEGA KJÖT- VINNSLU Í BÍLSKÚRNUM TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Við höfum verið að verka saman félagarn- ir og erum þarna með sameiginlega aðstöðu til að skera.“ skýrar reglur Félagarnir staðfesta báðir vinnslu kjötafurða fyrir aðra en sjálfa sig en hafa ekki tilskilin leyfi frá heilbrigðis- eftirliti. samkvæmt heimildum DV hafa þeir selt afurðir á veitingastaði á akureyri en báðir þvertaka þeir fyrir slíkt. VEGGJAKROTSFARALDUR Í GRAFARVOGI ekkert heilagt undanfarið hefur verið úðað á bíla, hús og skilti í grafarvogi. af ummerkjum má greina að sömu aðilar standa að baki auknu veggjakroti í hverfinu. ur allt verið hreint og fínt og skyndi- lega þurfum við að hafa áhyggjur af þessu. Fyrst og fremst finnst mér þetta sorglegt því þetta er orðið dá- lítið gróft. Ég vona að þetta sé bara einhver bóla og treysti því að brúsinn fari að klárast,“ segir Aðalheiður. Landsbankinn við Gullinbrú úðað hefur verið á nokkrar hliðar útibús Landbankans við gullinbrú. á öllum veggjum og skiltum í nágrenninu má sjá svipuð ummerki. Tveir félagar á Akureyri reka svarta atvinnustarfsemi heima hjá öðrum þeirra. Þar skera þeir kjötskrokka fyrir veiðimenn og bændur í nágrenninu gegn gjaldi. Valdimar Brynj- ólfsson, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands, segir þetta skýrt lögbrot. Kjötskrokkar Félagarnir hafa komið sér upp sameiginlegri aðstöðu í bílskúrnum þar sem þeir vinna kjötið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.