Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 10
þriðjuagur 21. ágúst 200710 Fréttir DV
Einar Hermannsson skipaverkfræðingur segir orð Kristjáns Möllers samgönguráðherra, um að ráðgjöf Ein-
ars hafi verið upphafið að þeim ógöngum sem mál Grímseyjarferju rataði í, hafa skapað fyrirtæki hans mik-
inn vanda. Einar sagði í fyrstu skýrslu sinni að írska skipið sem keypt var hafi verið í hörmulegu ástandi.
Ekki hafi verið farið að þeim ráðleggingum sem hann gaf. Hann ritar nú fjárlaganefnd bréf um málið.
BANNAR VEGAGERÐINNI
AÐ EIGA VIÐSKIPTI VIÐ MIG
Einar Hermannsson skipaverkfræð-
ingur ritar nú bréf til fjárlaganefnd-
ar þar sem hann útskýrir aðkomu
sína að endurnýjun Grímseyjarferju.
„Þetta er einn af þeim fáu möguleik-
um sem ég hef til þess að kynna mína
hlið á málinu,“ segir Einar. Fjárlaga-
nefnd fundar um málið á fimmtudag.
Einar segir að yfirlýsing Kristjáns
Möllers samgönguráðherra, um að
hann væri ábyrgur fyrir þeim ógöng-
um sem menn hefðu ratað í við end-
yrnýjun ferjunnar, hafi haft mik-
il áhrif á rekstur sinn. „Það segir sig
sjálft. Ég hef mikið unnið fyrir Vega-
gerðina og því hefur þetta sín áhrif.
Sem betur fer hafa mínir núverandi
viðskiptavinir lýst yfir stuðningi við
mig og forundran á þessari fram-
komu ráðherrans,“ segir Einar.
Hörmulegt ástand skipsins
Einar fór út til Írlands ásamt starfs-
manni Samskipa, sem er rekstraraðili
ferjunnar, og gerði á henni úttekt. „Í
þeirri skýrslu sem við skiluðum inn
drógum við enga dul á stöðu mála og
kölluðum ástand skipsins hörmulegt,“
segir Einar. Í sömu skýrslu sagði Ein-
ar að ferjan gæti hentað til siglinga til
Grímseyjar að uppfylltum fjórum skil-
yrðum.
„Sú fyrsta var að skipið uppfyllti
ákveðnar reglur, sem það vissulega
gerði. Í öðru lagi að skipið fengist keypt
fyrir helmingi lægra verð en farið var
fram á í upphafi. Þriðja skilyrðið var að
skipið yrði gert upp án þess að því yrði
breytt og að lokum að skipið yrði gert
upp í viðgerðarstöð í Austur-Evrópu, á
því verði sem þar gildir,“ segir hann.
Fóru ekki að ráðleggingum
Einar segir að af þessum fjórum
skilyrðum hafi embættismenn og
ráðherrar kollsteypt öllum nema því
fyrsta. Farið hafi verið út í breytingar
á skipinu sem aldrei hafi verið talin
þörf fyrir. „Þetta eru breytingar fyrir
tvö hundruð milljónir sem enginn
kannast við að hafa fyrirskipað. Þetta
eru hins vegar ákvarðanir
embættismanna og stjórn-
málamanna,“ segir hann.
Einari þykir súrt í broti að
Kristján Möller skuli kenna
honum um ákvarðanir sem
teknar voru af embættis- og
stjórnmálamönnum. „Ég get
hins vegar ekki sest í dómara-
sætið. Ég hef fengið nóg af því
að vera dæmdur sjálfur. Svona er
þetta þegar veist er að einkaaðila
sem ekki hefur marga möguleika til
þess að bera hönd fyrir höfuð sér.“
Ráðherra fann ráðgjafa
Kristján Möller samgöngu-
ráðherra sagði með skýrum
hætti að Einar Hermannsson
bæri ábyrgð á því hvernig kom-
ið væri fyrir nýju Grímseyjar-
ferjunni, eftir að hann kynnti
svarta skýrslu Ríkisendurskoð-
unar fyrir ríkisstjórn á þriðju-
daginn í síðustu viku.
„Ég hef gefið Vegagerðinni
fyrirmæli um það, í tilefni af
þessari svörtu skýrslu, að hún
skipti um ráðgjafa hvað þetta
varðar,“ sagði Kristján Möller í
viðtali við DV við það tækifæri.
„Ég les það út að ráðgjöfin hafi
verið slæm. Ráðgjafinn heitir
Einar Hermannsson og er skipa-
verkfræðingur. Hann hefur verið
sjálfstætt starfandi verkfræðing-
ur og unnið fyrir Vegagerðina
við þetta verk. Þar er byrjunin,“
sagði Kristján Möller.
„Hann hreinlega bannaði
Vegagerðinni berum orðum í
fjölmiðlum að eiga frekari sam-
skipti við mig,“ segir Einar.
„Sem betur fer hafa
mínir núverandi við-
skiptavinir lýst yfir
stuðningi við mig og
forundran á þessari
framkomu ráðherr-
ans.“
SigtRygguR ARi jóHAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
D
V
m
yn
di
r s
te
fá
n
/ K
ar
l
unnið að frágangi
Nú er unnið að
frágangi á innrétting-
um í stjórnklefum og
vistarverum grímseyj-
arferjunnar nýju. Einar
Hermannsson
skipaverkfræðingur
ráðlagði í upphafi að
engar breytingar yrðu
gerðar á skipinu. Engu
að síður var lagt út í
gagngerar breytingar
sem kostuðu mikið fé.
Samgönguráðherra Kristján Möller
sagði Einar Hermannsson hafa gefið
Vegagerðinni vonda ráðgjöf.
Blaða·maður KK • starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - Íslensk orðabók
„Ég heiti Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Mér finnst skipta máli að vinna á fjölmiðli sem
þorir að sigla á móti straumnum og taka á mál-
efnum sem samfélaginu er nauðsynlegt að fjallað
sé um. DV er fjölmiðill sem veitir nauðsynlegt
aðhald. Ég tala þínu máli.“
Talar þínu máli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A