Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Side 16
þriðjudagur 21. ágúst 200716 Sport DV enski boltinn Makelele fraMlengir Claude Makelele miðjumaður Chelsea hefur ákveðið að lengja dvöl sína hjá klúbbnum um eitt ár. Hann skrifaði undir samning við félagið í gær og mun því verða hjá félaginu til ársins 2009 ef að líkum lætur. Makelele er þrjátíu og fjög- urra ára og áður en hann skrifaði undir framleng- ingu á samningi stóð til að samningur- inn myndi klárast næsta vor. Hann kom til Chelsea frá real Madrid árið 2003 og hefur tvisvar sigrað enska meistaratitil- inn, tvisvar enska deildarbikarinn og einu sinni ensku bikarkeppnina. Derby kaupir derby keypti Eddie Lewis frá Leeds fyrir ótilgreinda upphæð í gær. Lewis er bandarískur kantmaður og skrifaði undir tveggja ára samning við derby. Hann er þrjátíu og þriggja ára gamall og spilaði hjá Prest- on þegar Billy davies fram- kvæmdastjóri derby var þar þjálfari. davies hefur verið hrifinn af Lewis síðan þá og mun hann koma inn í hópinn í næstu viku þegar derby spilar gegn Birming- ham. Lewis kemur með mikla reynslu inn í lið derby en hann hefur meðal annars spilað tvívegis í heimsmeistara- keppninni. Hann er sjötti leikmaðurinn sem derby kaupir fyrir tímabilið. Diouf vill fara El Hadji diouf leikmaður Bolton gaf í gær út þá yfirlýsingu að hann vilji fara frá Bolton til liðs sem hefur meiri metnað og spilar í Meistaradeild Evrópu. Bolton er sem stendur neðst í deildinni og það finnst diouf óásættanlegt. talið er að Bolton vilji fá 10 milljónir punda fyrir framherjann. „það eru fimm félög á eftir mér en ég vill ekki fara til að fara, ég vill fara til liðs þar sem ég verð ánægður. Mig langar að spila í Meistaradeildinni eða í liði sem verður þar á næsta tímabili,“ segir diouf. tottenham, Celtic og Lyon eru meðal félaga sem vilja leikmanninn. Jol tekur gagnrýni illa Martin jol vísar því á bug að hans sé undir þrýstingu af hálfu stjórnarinnar að enda í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. þegar hafa komið upp sögusagnir um að jol sé að missa stöðu sína vegna slælegs gengis í upphafi móts, en tottenham svaraði fyrir sig með því að leggja derby af velli 4-0 um helgina. Hann segir að hann viti af þessum röddum. „það eru alltaf einhverjar raddir sem vilja mann í burtu. Ég er útlendingur sem þarf að sanna mig fyrir öllum í Englandi. Ég er hins vegar líkur mörgum öðrum með það að ég tek gagnrýni afar illa. stjórnin sagði aldrei við mig að ég þyrfti að enda í einum af fjórum efstu sætunum og því er þetta tal allt komið frá fólki sem gerði miklar væntingar til okkar fyrir tímabilið,“ segir Martin jol. upson var fyrirliði, ekki noble þau mistök áttu sér í dV sport í gær að ranglega var farið með staðreyndir í umfjöllun um leik Birmingham og West Ham. þar stóð að Mark Noble hafi verið fyrirliði West Ham í leiknum og að hann hafi verið að mæta sínum gömlu félögum í þeim leik. Hið rétta er að Matthew upson var fyrirliði West Ham í leiknum og var að mæta sínum fyrrverandi samherjum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. steRkUstU leik- Menn kAnADA Kanadíska landsliðið er á hraðri uppleið á FIFA-listanum. Hér má sjá þrjá öflugustu leikmenn liðsins en íslenska landsliðið mun spila við það kanadíska á miðvikudag. Landsliðsþjálfari Kanada, Dale Mitchell, valdi 17 leikmenn víðs veg- ar um Evrópu fyrir landsleik liðsins gegn Íslandi sem fram fer á miðviku- dag. Nokkrir sterkir leikmenn spila með liðinu sem hefur klifið hratt upp styrkleikalista FIFA og er nú í 52. sæti. paul staltieri Spilar með Tottenham á Englandi og er traustur bakvörður sem gerir sjaldan mistök. Hans helsti veikleiki er sóknarleikur og hefur hann ver- ið inn og út úr liðinu hjá Tottenham undanfarin ár. Hann hefur spilað 59 landsleiki fyrir þjóð sína og er 29 ára. Hann gekk til liðs við Tottenham frá Werder Bremen árið 2004 á frjálsri sölu. Með Bremen í Þýskalandi vann hann þýsku deildina einu sinni og báðar bikarkeppnirnar árin 2003– 2004. Staltieri hefur spilað í Meist- aradeildinni með Werder Bremen og var í liðinu sem var slegið út af Lyon í 16 liða úrslitum árið 2004 en hann spilaði átta sinnum í keppninni það ár. Hann spilaði 35 leiki fyrir Totten- ham tímabilið 2004–2005 en lenti í meiðslum á síðasta tímabili auk þess sem Pascal Chimbonda var keyptur í bakvarðarstöðuna hjá Tottenham í hans stað. Hann gerði eitt mark fyrir Tottenham í 4–3 sigurleik gegn West Ham á Upton Park í fyrra. thomas radzinski Vakti fyrst athygli með Anderlect í Meistaradeild Evrópu árið 2001 þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Manchester United. Á sama tímabili varð hann markahæsti leikmaður deildarinnar þegar Anderlecht varð Belgíumeistari. Hann fór til enska knattspyrnuliðsins Everton fyrir 4,5 milljónir punda árið 2001 og spilaði með liðinu til 2004. Þá fór hann til Fulham í London en losnaði undan samningi eftir síð- asta tímabil og er ekki í félagi í dag. Radzinski fæddist í Póllandi árið 1973 en flutti til Þýskalands þrett- án ára. Þar dvaldi hann þar til hann fór til Kanada tvítugur að aldri og bjó þar til 1997 þegar hann fór til Ekerane. Ári síðar fór hann til Ander- lecht. Hann gat valið um þrjú lands- lið til þess að spila með. Það pólska, þýska og kanadíska sem hann valdi. Hann er 33 ára og hefur spilað 33 landsleiki. Julian de guzmán Er helsta stjarna Kanada nú um stundir. Hann spilar með Deportivo La Coruna á Spáni. Hann vakti fyrst athygli með Hannover 96 í þýsku Bundeslígunni árið 2002. Þar spilaði hann í þrjú ár. Hann hefur spilað 245 leiki fyrir Kanada og var valinn besti leikmaður Norður-Ameríkukeppn- innar þar sem Kanada endaði í fjórða sæti. Hann spilaði vel fyrir De- portivo La Coruna á síðasta tímabili eftir að hafa verið í vandræðum með að komast í lið tímabilið á undan. Þar á hann í harðri samkeppni við góða leikmenn á borð við Aldo Du- cher sem hefur lengi verið í fremstu röð. Julian er einungis 168 sentímetr- ar á hæð en er afar hvikur leikmaður sem liggur til baka á miðjunni. Hann á yngri bróður að nafni Jonathan De Guzmán sem spilar með Feyenord í Hollandi og getur spilað með hol- lenska landsliðinu sem hann hefur verið orðaður við. vidar@dv.is Jónas guðni sævarsson fyrirliði Keflavíkur tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu: Fyrirliðinn hljóp 10 kílómetra Jónas Guðni Sævarsson fyrirliði Keflavíkur í Landsbankadeild karla hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmar- aþoni Glitnis á laugardag. Unnusta Jónasar vinnur hjá Glitni og hlupu þau saman. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur gaf frí frá æfing- um um helgina en fyrirliðinn sýndi gott fordæmi og hljóp heila tíu kíló- metra. Tíminn var reyndar ekkert til að hrópa húrra yfir. „Ég tók því bara rólega. Var að hlaupa með konunni og var klukku- tíma og tíu mínútur. Þetta var bara endurheimt,“ sagði hinn geðþekki Jónas. Hann sagði einnig að þrátt fyrir gengi sinna manna væri mann- skapurinn hress og kátur. „Það hefur gengið skelfilega að undanförnu hjá okkur. Við tókum góða fríhelgi á þetta til að ná áttum og pústa aftur.“ Keflavík á næst leik í Landsbankadeildinni á sunnudag gegn Val en liðið hefur ekki unnið síðan 27. júní þegar það vann Fylki 1-0. „Við töpuðum niður tveimur mörk- um gegn Val í fyrri umferðinni þannig að við vitum hvernig þeir spila. En þeir hafa ekki verið með neitt svaka gengi að undanförnu, eru ekki búnir að vinna síðustu tvo leiki þannig að við ætlum bara að bæta fyrir okkar lé- lega gengi að undanförnu.“ Hallgrímur Jónasson og Nicolai Jörgensen léku á ný með Keflavík á móti HK eftir að hafa meiðst í Evr- ópuleiknum gegn Midtjylland. Jónas segir að það hafi verið mikill styrkur að fá þá aftur inn í liðið en Keflvíking- ar hafa verið óheppnir með meiðsli. „Ég held að þetta sé svona áber- andi hjá okkur út af því að við erum með svo lítinn hóp. Þegar tveir eru meiddir, þá er liðið vængbrotið og lít- ið hægt að skipta inn á. Við erum með unga stráka á bekknum og eins og á móti Breiðabliki erum við ekki einu sinni með fullmannað lið á skýrslu. Við vorum með tvo markmenn á bekknum. Ástæðan fyrir meiðslun- um er kannski bara óheppni. Hall- grímur höfuðkúpubrotnaði og Nic- olai nefbrotnaði, það eru meiðsli sem er ekki hægt að koma í veg fyr- ir,“ sagði hinn smái en knái Jónas Guðni. benni@dv.is Hljóp tíu kílómetra jónas guðni sævarsson hljóp í reykjavíkurmaraþoni glitnis. paul staltieri Er traustur bakvörður sem spilar í tottenham. thomas radzinski Hefur spilað með Everton og Fulham í ensku deildinni. Julian De guzman Er miðjumaður sem spilar með deportivo La Coruna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.