Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Síða 20
Þriðjudagur 21 ágúst 200720 Skóladagar DV „Það bendir allt til þess að hlutfall leiðbein- enda verði hærra í vetur en í fyrra. Fyrir um 20 árum var hlutfall menntaðra kennara 75 pró- sent. Það hlutfall hefur sem betur fer aukist ár frá ári en svo virðist sem ákveðið bakslag sé að verða í þeim efnum í ár,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Ástæð- una segir Eiríkur þá að þegar atvinnuleysi sé jafnlítið og raun ber vitni nú, leiti kennarar ein- faldlega annað. „Atvinnuframboð á landinu er mikið um þessar mundir, sem sést best á því að atvinnuleysi er aðeins 1 prósent. Kennarar taka sér í síauknum mæli launalaus frí eða einfald- lega segja upp störfum þegar þeim býðst betur launuð vinna.“ Eiríkur segir höfuðborgarsvæð- ið koma verr út en landsbyggðin á þenslutím- um sem þessum. „Fólk á höfuðborgarsvæð- inu hefur meira val þegar kemur að atvinnu. Það þarf mun meira til að fólk sem býr á lands- byggðinni skipti um vinnu. Víða er atvinnuum- hverfið fábreytt og fólk gerir það ekki að gamni sínu að flytja milli landshorna. Þess vegna kemur þenslan sér ekki eins illa fyrir skóla á landsbyggðinni.“ Eiríkur bendir þó á að hlutfall leiðbeinenda sé hærra á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Gengur vel að manna í Reykjavík Hjá Reykjavíkurborg fengust þær upplýs- ingar að betur gengi að ráða kennara til starfa en útlit var fyrir í upphafi sumars. 10. ágúst var búið að ráða í um 96 prósent stöðugilda en allt stefnir í að hægt verði að manna um 98 prósent stöðugilda með menntuðum kennur- um. Restin verði mönnuð með leiðbeinend- um. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að óvenju margir kennarar séu í námsleyfi eða launalausu fríi; 87 talsins, og hafi það áhrif á stöðu starfsmannamála. Eiríkur segir eðlilegt og stundum nauðsynlegt að fólk sem unnið hafi lengi í sama starfinu taki sér hlé. „Oft er gott fyrir fólk sem hefur kennt lengi að breyta aðeins til. Þannig endist það lengur þegar fram í sækir. Það þarf að vera ákveðin endurnýjun í kennarastéttinni en hún má hvorki vera of mik- il né of lítil.“ Munum aldrei útrýma kennaraskorti Eiríkur segir að meðan kennarastarfið sé ekki betur borgað en raun ber vitni verði ekki hægt að útrýma skorti á kennurum. „Það eru gömul sannindi og ný að þegar fólki býðst betri vinna, skiptir það um starf. Það er sorglegt að þurfa að sjá á eftir fólki út úr skólunum sem lík- ar starfsumhverfið vel og vinnur gott starf inn- an skólanna. Það hættir einfaldlega vegna þess að það treystir sér ekki til að vinna á þeim laun- um sem í boði eru.“ Eiríkur segir einu lausnina við þessu vera þá að skólarnir geti boðið kenn- urum laun sem eru sambærileg við það sem gengur og gerist úti í atvinnulífinu. „Það er ekki nóg að vera samkeppnishæf þegar að þrengir. Til að ná stöðugleika í kennarastéttinni þurfa skólarnir líka að geta borgað samkeppnishæf laun á þensluskeiði eins og hér hefur verið undanfarin misseri. Það má ekki túlka orð mín þannig að mér finnist ekkert hafa áunnist síð- ustu ár. Það hefur mjög margt batnað í kjörum og vinnuaðstöðu kennara en það þarf einfald- lega að stíga fleiri og stærri skref.“ Samningar lausir næsta vor Næsta vor verða fyrstu samningar lausir á nýjan leik. Eiríkur segist vonast til að menn muni þá eftir stöðunni sem jafnan kemur upp á haustin þegar ráða á fólk til starfa. „Það er eng- in hætta á verkföllum eða öðrum átökum í vet- ur, nema ef ekki tækist að manna allar lausar stöður. Mín ósk er sú að þegar menn setjist að samningaborðinu muni menn viðurkenna að það þurfi að bæta töluverðu í launaumslögin til að gera kennarastarfið eftirsóknarvert. Og til að við getum haldið því góða fólki sem vinnur innan veggja skólanna.“ Eiríkur segir aðspurð- ur að við Íslendingar eigum nógu marga kenn- ara til að manna allar stöður sem þurfi. „Það er ekki skortur á kennaramenntuðu fólki, það er alveg klárt. Fólk skilar sér hins vegar ekki inn í skólana og við þurfum því að leita allra leiða til að fá fólk til starfa eftir að hafa lokið kennara- námi. Það hefur ýmislegt verið gert varðandi vinnuskyldu og aðstöðu kennara en ég vil sjá að í vor verði einblínt á krónur og aura frekar en aðra þætti. Auðvitað má betur gera á öllum sviðum en mín von er sú að launin sjálf verði hækkuð.“ Vandinn mestur í leikskólum Eiríkur segir að þótt vandi sé til staðar hjá grunnskólunum sé vandinn mun meiri hjá leikskólunum. „Innan við 40 prósent starfs- manna í leikskólum hafa menntun í uppeld- is- eða kennslufræðum. Það þarf að gera átak á þeim bænum til að brúa bilið. Vandamálin eru því nokkuð ólík. Í grunnskólunum þarf að reyna að fá fólkið sem menntar sig inn í skól- ana, en hvað leikskólana snertir er einfaldlega skortur á menntuðu fólki.“ BakSlaG í RáðninGuM GRunnSkólakennaRa Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir allt útlit fyrir að hlutfall menntaðra grunn- skólakennara verði lægra en í fyrra. Ástæðuna segir hann mikið atvinnuframboð, kennarar taki sér launalaus leyfi eða einfaldlega segi upp störfum til að komast í betur launaða vinnu. eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands segir ástandið verst í leikskólunum. MaðuR VaR SVolítið lítill oG óöRuGGuR Einar Már Guðmundsson rithöfundur Einar Már Guðmundsson gekk í Vogaskóla sem þá var fjölmennasti skóli landsins. Einar segist muna óljóst eft- ir fyrsta skóladeginum. „Mig minnir að ég hafi fest á mér hnéð í grindverkinu á skólalóðinni og ég man að mér þótti þetta of vandræðalegt til að biðja um hjálp. Maður var svolítið lítill og óörugg- ur. En annars eru fyrstu skóladagarnir bjartir í minningunni.“ Aðspurður seg- ist Einar hafa ekki verið til neinna alvar- legra vandræða í barnaskóla. „Ég þótti svolítið málglaður og ég hafði gaman af því að taka athyglina frá kennurunum, en þó aðeins með orðum. Ég hafði frá svo miklu að segja og seinna gerði ég það að minni vinnu að tala við sjálfan mig. Ég kynntist skólayfirvöldum svona ágætlega en kennararnir báru mér yfir- leitt vel söguna.“ Í skólatíð Einars tíðk- aðist það að skipta bekkjum eftir getu nemanda. „Ég var í einum af miðlungs- bekkjunum og svona eftir á að hyggja var það eiginlega besti bekkurinn. Þeir sem voru í tossabekkjunum voru brotn- ir niður og miklar kröfur voru gerðar til þeirra sem voru í bestu bekkjunum. Við miðlungsfólkið fengum að mótast í ról- egheitunum. En eftir því sem ég varð eldri sótti ég í mig veðrið og var orðinn fjandi góður í háskóla.“ Einar segist eiga margar góðar minningar úr barnaskóla og viðurkennir að hafa bætt nokkrum þeirra inn í skáldsögur sínar. „Ég vísa í skáldsöguna mína Bítlaávarpið þar sem ég greini frá því atviki er ég söng í ræðu- púlti skólastjórans. Það var nú ekki vel séð og ég sendur til skólastjórans sem las mér pistilinn.“ DV mynd Ásgeir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.