Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2007, Page 22
Þjóðin virðist vera að fara á taugum og það einungis vegna einnar ferju, sem reynd- ar er ekki ferja en á að verða ferja. Hvers lags er þetta eiginlega? Hvað máttu ráðherrarn- ir ekki kaupa ferju, þótt engin ferja sé, án þess að öll smámenni þjóðarinnar fari gjörsamlega á taugum? Það var rétt hjá Sturlu að kaupa ferju, það vantaði ferju og það er ekkert að því þótt ferjan hafi ekki verið nákvæmlega eins og Gríms- eyingar vildu. Þá var ekkert annað að gera en breyta ferjunni. Það lét Sturla gera, auðvitað, til þess eru jú ráðherrar. Þeir sem hafa aldrei verið ráð-herrar og verða blessunarlega aldrei ráðherrar geta bullað og þvælt eins og þeir vilja. Það hefur ekkert að segja, sem betur fer. Þeir sem hafa verið ráðherrar eða eru ráðherrar eru menn- irnir. Hinir ekki. Ráðherrar allra tíma skilja strax að ef það vantar ferju, kaupa þeir ferju. Til þess eru ráðherrar. Svo halda litlu karlarnir að ráðherrarnir eigi að bera ábyrgð þótt ferja sem átti að vera ferja sé í raun engin ferja. Er þetta ekki full- langsótt? Það er ekki erfitt að taka undir með ráðherrunum þegar þeir segja, sem svo sannarlega er rétt, að þeir geti ekki borið ábyrgð. Þeir hafa bara annað að gera. Það er mikið rétt og blessunarlega hafa ráðherrarn- ir engan tíma fyrir svona vitleysu, það er að vera taka ábyrgð á hinu og þessu. Það gengi bara aldrei. Ráðherrar eru ekki til þess, er það skilið? Svo eru alls kyns efa-semdarmenn, menn sem skilja ekk- ert, viljandi eða óvilj- andi. Óþolandi menn. Datt einhverj- um í hug að það sé ekki í lagi að selja gamla Baldur, þá annars ágætu ferju, úr landi fyrir 100 milljónum króna minna en Grímseyjarferjan kostaði, fyrir breytingar. Það er ekki sama að kaupa og selja. Það er eitt að kaupa ferju sem er ekki ferja og breyta í ferju og borga meira en hundrað milljónir fyrir og að selja ferju sem sannarlega er ferja og hefur verið ferja í áraraðir fyrir brotabrot af því sem ferjan sem var svo engin ferja kostaði. Það er útúrsnúningur að bera þetta saman, sölu og kaup. Hvað sem við segjum, segja ráðherrarnir að ódýrasti kost- urinn hafi verið valinn, þegar keypt var ferja sem er ekki ferja en verður ferja og þegar seld var ferja sem var ferja. Sturla hefur rétt fyrir sér, hann er forseti, hann er aðal. Hann er maðurinn og hann var maðurinn. Hann lét kaupa ferju sem var engin ferja og verður von- andi ferja á endanum. Hann lét líka selju ferju sem var ferja og verður alltaf ferja. Þannig eru ráðherrar og þannig var Sturla. Nú er Sturla ekki lengur ráðherra. Hann er forseti og forsetar tala ekki um dægurmál og dægurþras. Þannig er það og það verður fólkið í landinu að skilja. Forsetar tala ekki um ferj- ur sem eru ekki ferjur en verða kannski ferjur og ekki um ferjur sem eru ferjur og voru ferjur og verða ferjur. Þannig tala ekki ráð- herrar og alls ekki forsetar. þriðjuDagur 21. ágúst 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar birgisson Umbrot: DV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúMer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsíMi 512 7080, auglýsingar 512 70 40. ENDALAUST FJAS OG NÖLDUr Daggeisli Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Kristján Möller, þið stjórnmálamenn berið ábyrgðina. Að taka menn af lífi leiðari Kristján Möller samgönguráðherra hefur gengið of langt. Það var of mik-ið sagt þegar hann færði alla ábyrgð á vitavonlausum ákvörðunum um kaup og endurgerð Grímseyjarferjunnar á ráð- gjafann Einar Hermannsson. Einar gaf ráð, þeim var ekki fylgt og þegar í óefni var kom- ið afréð ráðherrann að freista þess að hlífa stjórnmálamönnum og embættismönnum og flaggaði ráðgjafanum Einari og bar á hann alla ábyrgð og tilkynnti þjóðinni að við hann yrði ekki skipt meira. Þar með hélt ráðherrann að hann væri laus allra mála. En það er hann ekki og má ekki. Ráðherrann getur ekki svipt mann ær- unni og trúverðugleika án þess að það dragi dilk á eftir sér. Þó Kristján Möller samgönguráðherra hafi gert allt sem hann getur til að kippa lífsviðurværinu undan Einari Hermannssyni og reynt að svipta hann bæði æru og sóma skal hann gera sér grein fyrir að hann kemst ekki upp með þess konar vinnubrgöð. Ekkert hefur kom- ið fram sem sannar orð ráðherrans. Þvert á móti hefur Einar Her- mannsson sagt að það sem hann hafi sagt og það sem hann hafi var- að við hafi allt gengið eftir. Honum er trúað enda ber að trúa honum. Það kann að breytast, það er að segja ef eitthvað kemur fram um að Einar beri ábyrgðina, en það hefur ekki gerst. Það var ómaklegt og ósanngjarnt hjá Kristjáni Möller að tala og haga sér eins og hann gerði. Ábyrgðin er stjórnmálamanna, embættis- manna í samgönguráðuneytinu og stjórn- enda Vegagerðarinnar. Hafi Einar Hermanns- son gefið vond ráð er það á ábyrgð þeirra sem þáðu ráðin. Þeirra sem eiga að gæta hags þjóðarinnar og almannafjár. Fólk vill ekki að stjórnmálamenn hagi sér eins og Sturla Böðv- arsson gerði og gerir núna með því litla sem hann hefur sagt og ekki heldur eins og núverandi samgönguráð- herra hefur gert. Það er lítilmannlegt af Kristjáni Möller að nota Einar Hermannsson sem skjöld fyrir bæði stjórnmálamenn og embættismenn. Óskandi er að Kristján Möller hafi ekki með frumhlaupi sínu skaðað Einar Hermannsson til langframa. Vonandi metur fólk orð Einars meira en orð Kristjáns. Það skal endurtekið að ekk- ert hefur komið fram sem styður stórkarlalegar yfirlýsingar sam- gönguráðherra. Hins vegar hefur enginn hrakið orð Einars Her- mannssonar um að hann hafi eitthvað lagt til, því hafi verið fylgt eftir og hann hafi varað við öðru og á það hafi ekki verið hlust- að. Kristján Möller, þið stjórnmálamenn berið ábyrgðina. Dómstóll götunnar Hvernig fannst þér takast til á Menningarnótt? „Ég er ein af þeim sem voru ekki í bænum. Ég var í Borgarfirðinum og það var alveg frábært. Mér sýnist hins vegar af fréttum að þetta hafi verið vel heppnað.“ Berglind Sigurðardóttir, húsmóðir, 29 ára „Ég náði að fara vítt og breitt og mér þótti þetta vera alveg yndisleg hamingja. Ég fór og skoðaði Darra í austurbæjarskóla, þaðan á sýningu á kjarvalsstöðum. svo sá ég hljómsveitir í alls kyns skúmaskotum áður en ég fór á tónleikana á Miklatúni. frábært.“ Ólafur Ólafsson, myndlistarmaður, 34 ára „Ég var mikið að vinna um helgina en ég reyndi að komast á nokkra viðburði. Ég var ánægður að sjá hvað var mikið um lögreglu og gæslufólk í borginni. Ég fór líka á tónleikana í laugardal. stuðmenn voru ekki nógu góðir.“ Draupnir Rúnar Draupnisson, flugþjónn, 31 árs „Ég var mjög ánægð með Menningar- nóttina. Ég rölti um bæinn og skoðaði allt það helsta, sérstaklega flugelda- sýninguna, sem var glæsileg.“ Lilja Dögg Þorbjörnsdóttir, afgreiðslumær, 21 árs sanDkorn n Þrátt fyrir að ekki sé óumdeilt að 50 þúsund manns hafi mætt á afmælistónleika Kaupþings sem haldnir voru á Laug- ardalsvelli á föstudags- kvöld eru flestir samt sammála um að mikil og góð stemning hafi verið á þeim. Tónleikagestir höfðu orð á því hve þétt og skemmtileg Todmobile var - enda eðaltón- listarmenn þar á ferð. Þá var Eyþór Arnalds í svaka stuði og góðu formi - enda tekið sig verulega á í lifnaðarháttum og lítur út fyrir að vera tíu árum yngri nú en fyrir tveimur árum. Andrea Gylfa var án efa díva kvöldsins og sló Nylonstúlkum ref fyrir rass í sviðsframkomu og karisma. n Bubbi vakti mikinn fögnuð meðal áhorfenda - enda kóngur íslenskrar tónlistarsögu fyrr og síðar. Hann sannaði það í eitt skipti fyrir öll að hann fær þjóðar- hjartað til að slá í takt. Fólk reis úr sætum og fagnaði hon- um gríðar- lega þegar hann kvaddi eftir að hafa sungið hvern slagarann á fætur öðrum við miklar og góðar undirtektir. Sá kann að skemmta fjöldan- um sem leið eins og hann væri á einni, stórri árshátíð. Hann gleymdi heldur ekki gamla bylt- ingarmanninum í sér - þó svo að hann væri að syngja á vegum auðjöfra - og skammaðist út í ráðamenn þjóðarinnar, klædd- ur í Kastróbúning, fyrir að fara reglulega fram úr fjárlögum. n Stemningin datt þó alger- lega niður þegar síðasta atriði kvöldsins hófst. Stuðmenn voru ekki alveg með á nótunum og voru í einhvers konar einka- flippi að því er virtist. Þegar þeir tóku fyrsta lagið kom nánast hik á fjöldann. Margir tóku að tínast burt en flestir ákváðu greini- lega að gefa gömlu stuðboltun- um séns og hinkruðu þar til lag tvö byrjaði. Ekki tók þar betra við og var hljómsveit- in í engum tengslum við áhorf- endur ólíkt þeim sem á undan höfðu verið. Það var næstum vandræðalegt að sjá hvernig leikvangurinn og stúkan nánast tæmdust í einni svipan - undir undirleik fyrrverandi uppá- haldshljómsveitar landsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.