Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 13
Framhald á næstu opnuhj ól ið m itt Hjólreiðar eru einn umhverfisvænsti fararmáti sem völ er á. Íslendingar virðast vera að vakna til vitundar um hve hentugt er að ferðast á hjóli þótt við stöndum nágrannaþjóðum okkar langt að baki. Gísli Marteinn Baldurs- son segir hér frá hugmyndum um bætta aðstöðu hjól- reiðafólks í Reykjavík. Í blaðinu er talað við nokkra hressa Íslend- inga sem eiga það sameiginlegt að nota hjólið sitt reglulega. Á baksíðu er talað við verslunarstjóra í Erninum auk þess sem þar má finna kort af því hve langt má hjóla innan Reykjavíkur á korteri. Gísli Marteinn Baldurs- son, formaður umhverf- isráðs í Reykjavík, segir að aðstaða hjólreiða- manna gæti verið betri. Hann bendir þó á að verið sé að undirbúa stór skref í þá átt að auðvelda hjólreiða- mönnum og gangandi vegfarendum að ferðast um borgina. VEÐRIÐ EKKI AFSÖKUN „Aðstaðan til hjólreiða í Reykjavík gæti verið betri. Við erum að vinna að því að gera hana betri, meðal annars með grænu skref- unum.“ Þetta segir Gísli Marteinn þegar hann er spurður um aðstöðu hjólreiðamanna í höf- uðborginni. „Einkennisorð áætlunarinnar eru Göngum meira, hjólum lengra, en hún miðar að því að gera aðstöðu þeirra sem ferðast um gangandi eða hjólandi betri meðal annars með því að aðskilja þessa tvo hópa. Í fyrsta skref- inu munum við meðal annars taka mest nýtta göngu- og hjólreiðastíg borgarinnar; Ægis- íðustíginn til gagngerrar endurskoðunar. Þar munum við aðskilja alveg gangandi og hjólandi umferð. Hann verður sums staðar upphitaður og upplýstur. Til lengri tíma litið þarf að huga að því að fjölga hjólreiðastígum meðfram um- ferðargötum, eins og gert hefur verið nýlega við Lönguhlíðina.“ Hjólaeign mikil Aðspurður segist Gísli ekki vera á þeirri skoðun að lækka þurfi reiðhjólaverð. „Rann- sóknir sýna að hjólaeign Reykvíkinga er mjög mikil. Vandamálið er þess vegna ekki hjólaeign borgarbúa. Vandamálið felst í því að fá fólk til að nota þau. Ég held að ástæðan fyrir því að fólk noti hjólin lítið sé meðal annars sú hve víðfeðm borgin okkar er. Ég er þess vegna talsmaður þess að byggja þéttar. Það gerir það að verkum að fleiri íbúar búi nálægt vinnustaðnum sínum og verði þess vegna líklegri til að líta á hjólið sem ákjósanlegan fararmáta til og frá vinnu.“ Hjólreiðafólk mæti seinna Gísli segir að fólk geti ekki notað veðrið sem afsökun fyrir því að hjóla ekki. „Á sumr- in gæti fólk til dæmis lagt bílnum og hjólað í góða veðrinu. Það væsti ekki beinlínis um hjólreiðafólk í Reykjavík í sumar. Fólk þarf bara að klæða sig eftir aðstæðum. Ég var í þessum töluðu orðum að hjóla heim úr minni vinnu. Það rigndi aðeins á mig en ég var við því bú- inn og tók með mér léttan frakka sem hrindir frá sér vatni. Ég held að margir geti auðveld- lega hugsað dæmið upp á nýtt og notað hjólið oftar.“ Gísli viðurkennir þó að vissulega geti fólk haft ýmsar ástæður fyrir því að fara á bíl í vinnuna. Hann segist þó vonast eftir hugarfars- breytingu. „Ég hef rætt það við stóra vinnuveit- endur sem láta byggja nýjar höfuðstöðvar að þeir geri ráð fyrir aðstöðu hjólreiðafólks; bæði innanhússreiðhjólageymslum og sturtuað- stöðu.“ Gísli segir fleiri möguleika í boði. „Í stað þess að greiða bensínpeninga gætu atvinnu- rekendur hvatt starfsfólk til þess að hjóla með því að leyfa því að mæta 15 mínútum seinna á morgnana. Þá gæfist tími til að fara í sturtu og fólk myndi mæta hressara í vinnuna fyrir vikið. Það er margt hægt að gera fyrir hjólreiðafólk og Reykjavíkurborg mun brátt verða fyrirtækjum og stofnunum fyrirmynd í þeim efnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.