Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 7
DV Fréttir fimmtudagur 30. ágúst 2007 7 hafa verið kúgaðar til að þegja um meðferðina. „Ég veit að tvær stúlkur þurftu að leita læknisaðstoðar vegna ofbeldis forstöðumannsins. Eng- in kæra var lögð fram því stelpurn- ar voru skíthræddar og foreldrarnir í mörgum tilvikum illa fyrirkallaðir. Hann kúgar stelpurnar algjörlega og passar virkilega upp á að engin kjafti frá eða kærur skili sér,“ sagði faðirinn og bætti við: „Börnin voru niðurlægð í tali, les- ið upp úr einkadagbókum þeirra fyrir aðra og þau beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjalds. Við tókum dóttur okk- ar þaðan í burtu þrátt fyrir viðvaranir Ingjalds og Barnaverndarstofu. Þeg- ar við bárum upp á forstöðumann- inn andlegt og líkamlegt ofbeldi var brugðist hart við og litið á kvartanir okkar sem vesen. Viðbrögðin voru þau að ef við hættum ekki þessu ves- eni fengjum við enga aðstoð fyrir dóttur okkar.“ Vona að þetta sé ekki rétt Ingibjörgu Guðmundsdóttur, móður eins af núverandi skjólstæð- ingum Meðferðarheimilisins að Laugalandi, varð hverft við að lesa ásakanir á hendur forstöðumanni meðferðarheimilisins. Hún segir hann hafa hlotið meðmæli barna- verndaryfirvalda og vonar að ásak- anirnar reynist ekki á rökum reistar. „Mér brá við að lesa þessar ásakanir því dóttir mín býr á heimilinu. Hún hefur verið ánægð í þá daga sem hún hefur verið þarna en hún hefur ver- ið mjög stutt. Það er áfall að heyra ásakanirnar en ég hef ekki orðið vör við neitt ofbeldi. Ég myndi vilja að þetta yrði skoðað nánar því þetta er mjög óþægilegt fyrir foreldrana og stelpurnar sem eiga heima þarna. Ég vona að ekkert af þessu sé satt,“ segir Ingibjörg. Aðspurður undraðist faðirinn hvítþvott Barnaverndarstofu sem hann segir að eigi fyrst og fremst að gæta hagsmuna barna. Hann bend- ir á fjölda vitnisburða fyrrverandi skjólstæðinga sem staðfesti ofbeldi forstöðumannsins. „Margar af stelp- unum höfðu engan stuðning frá ætt- ingjum og voru ofurseldar meðferð- araðilunum. Málið var rannsakað vel þar sem margar aðrar stúlkur, sem voru samtímis okkar dóttur á Laugalandi, komu í viðtöl og studdu framburð hennar og sögðu frá sinni reynslu af andlegu og líkamlegu of- beldi Ingjalds. Í stuttu máli sagt hvít- þvoði Barnavarndarstofa Ingjald í hvínandi hvelli og lýsti starfseminni þar sem einhvers konar míníútgáfu af Paradís.“ „Í stuttu máli sagt hvítþvoði Barna- varndarstofa Ingj- ald í hvínandi hvelli og lýsti starfseminni þar sem einhvers konar míníútgáfu af Paradís.“ „Ég vissi að það væri vafasamt að dæma þarna en mig óraði ekki fyrir því að þetta væri eitthvað í þessa veru. Það er náttúrlega hrikalegt að lenda í þessu og alveg klárt mál að þarna dæmi ég ekki aftur,“ segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari. Davíð Smári Helenarson, mark- vörður Dynamo Gym 80, réðst á Val eftir leik við Vatnaliljurnar í Utan- deildinni í fyrrakvöld. Valur hafði þeg- ar skammt var til leiksloka vísað leik- manninum af velli með rautt spjald fyrir ósæmilega framkomu innan vall- ar. Er Valur flautaði leikinn af skömmu síðar réðst Davíð Smári að honum og sparkaði honum harkalega í jörðina. Farið var með Val á slysavarðstofu þar sem hugað var að meiðslum hans. Þrjú rifbein hans brotnuðu í árásinni og hann liggur nú fyrir samkvæmt læknisráði. Ekkert fordæmi Stjórn Utandeildarinnar kom sam- an í gær og fór yfir atvikið. Ekkert for- dæmi er fyrir slíkri líkamsárás í langri sögu deildarinnar og þær upplýsing- ar fengust hjá stjórninni að setja þurfi skýrt fordæmi fyrir því að svona hegð- un líðist ekki. Á fundinum var rætt hversu langt keppnisbann leikmað- urinn ætti að hljóta í Utandeildinni. Niðurstaðan varð sú að hann verður í banni út næsta keppnistímabil. Davíð Smári hefur nú þegar sett sig í samband við stjórn deildarinnar og beðist afsökunar á hegðun sinni. Þar lýsti hann því yfir að hann iðrist gjörða sinna og að hann hygðist setja sig í samband við fórnarlambið. Dauðsér eftir dómgæslunni Aðspurður stefnir Valur á að kæra árásina til lögreglu á næstunni og hefur í höndum lögregluskýrslu og áverka- vottorð. Hann segist ekki hafa dæmt marga leiki í Utandeildinni og segir þennan leik þann síðasta sem hann dæmi þar. „Ég hef það alls ekki nógu gott eftir þessa hræðilegu uppákomu. Fyrir utan líkamsárásina viðhafði leik- maðurinn hræðilegar hótanir í minn garð, þá réðst hann aftan að mér og sparkaði mig niður. Ég held að það sé ekki annað hægt en að kæra svona lag- að,“ segir Valur. „Þetta á ekki að gerast í fótbolta. Það eru ekki margir dómarar sem vilja dæma í þessari deild vegna vandræða oft á tíðum. Á löngum dóm- araferli hef ég aldrei lent í neinum vandræðum og ég dauðsé eftir að hafa tekið að mér að dæma þennan leik.“ trausti@dv.is Knattspyrnudómari varð fyrir líkamsárás eftir að hafa vísað leikmanni utandeildarliðs af leikvelli. Í árásinni brotnuðu þrjú rifbein og dómarinn þurfti að leita aðstoðar á slysa- varðstofu. Stjórn deildarinnar fundaði í gær og úrskurðaði árásarmanninn í leikbann út þetta keppnistímabil og það næsta. MARKVÖRÐURINN GEKK Í SKROKK Á DÓMARANUM Allur lurkum laminn Valur liggur sárkvalinn heima fyrir með þrjú brotin rifbein. Hann óraði ekki fyrir því að geta lent í líkamsárás fyrir dómgæslu í fótbolta. „Á löngum dómara- ferli hef ég aldrei lent í neinum vandræðum og ég dauðsé eftir að hafa tekið að mér að dæma þennan leik.“ TrAusTi hAfsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Bræðurnir, sem lögreglan í Borg- arnesi handtók á sunnudagsmorg- un ásamt tveimur stúlkum, eru þekkt- ir glæpamenn og hafa komið við sögu lögreglu áður. Þeir eru þekktir í undir- heimunum og hafa stundað fíkniefna- sölu í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík staðfesti það að þeir ættu sakaferil að baki, meðal annars fyrir fíkniefnamis- ferli og ofbeldisbrot. Samkvæmt upplýsingum DV hafa þeir ekið um á hvítri Grand Cherokee- bifreið með krómfelgum. Lögreglan í Borgarnesi staðfesti það að þeir hefðu ekið um á hvítum bíl en vildu ekki gefa nánar upp um tegundina. Mennirn- ir verða að líkindum ákærðir fyrir lík- amsárás, umferðarlagabrot og fíkni- efnamisferli en þeir óku aftan á bifreið tveggja manna um sjöleytið á sunnu- dagsmorgun og gengu í skrokk á far- þega bifreiðarinnar. Málavextir eru þeir að bræðurnir héldu frá Reykjavík í átt að sumarbú- stað í Hvalfirði þar sem fórnarlamb- ið var statt ásamt félaga sínum aðfara- nótt sunnudagsins. Bræðurnir töldu sig eiga óuppgerð mál við fórnarlambið en með þeim í för voru tvær stúlkur um tvítugt. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi, fundu bræðurnir ekki sumarbústaðinn og brugðu því á það ráð að hringja í fórn- arlambið og lokkuðu það til sín. Mað- urinn fór út úr bústaðnum með félaga sínum og fór sem leið liggur niður á veginn til að hitta bræðurna. Þegar þeir sáu hvað verða vildi forðuðu þeir sér á bílnum og hringdu og óskuðu eftir að- stoð frá lögreglu. Bræðurnir héldu þá á eftir þeim og brugðu á það ráð að keyra aftan á bíl þeirra til að ná honum út af veginum. Bræðrunum tókst ætlunar- verk sitt og endaði bíllinn utan vegar mikið skemmdur eftir aftanákeyrsluna. Ökumaðurinn forðaði sér út úr bílnum en farþeginn læsti að sér en hann var sá sem mennirnir voru á eftir. Bræðurn- ir hoppuðu þá á þaki bílsins og brutu rúður til að draga manninn út þar sem höggin voru látin dynja á honum. Bræðurnir eru fæddir árið 1973 og 1981 en talið er að þeir hafi verið und- ir áhrifum kókaíns. Lögreglan í Borg- arnesi og á Akranesi var kvödd á vett- vang og handtók ódæðismennina en neysluskammtar af kókaíni fundust í bifreið þeirra. Lokkuðu fórnarlambið til sín Mennirnir sem voru handteknir á sunnudaginn eru þekktir úr undirheimum borgarinnar: Lögreglan Ódæðismennirnir eru þekktir bræður úr undir- heimastarfsemi reykjavíkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.