Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 4
fimmtudagur 30. ágúst 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, kannast ekki við trúnaðarbrest innan meirihlutasamstarfs Seltjarnarnesbæjar. Heimildir DV herma að verið sé að ræða uppsögn bæjarstjórans eftir að lykilstarfsmenn bæjarins hafi kvartað undan fjarveru hans. Sjálfur segist hann hafa nýtt sér lögbundinn orlofsrétt og telur að engin mál hafi tafist í afgreiðslu vegna fjarveru hans. „Ég er alveg furðu lostinn yfir þessu. Að um trúnaðarbrest sé að ræða í meirihlutasamstarfinu eru algjörar fréttir fyrir mér og í raun er það al- veg þvert á móti. Hér geta menn rætt í fullri einurð um hlutina og um það er ekkert meira að segja,“ segja Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Heimildir DV innan bæjarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna herma að meirihluti bæjarstjórnar íhugi að segja Jónmundi upp störfum sem bæj- arstjóri. Síðustu daga hefur verið fundað vegna kvartana lyk- ilstarfsmanna bæj- arins um fjarveru bæjarstjórans á sum- armánuðum og trún- aðarbrestur er sagður ríkja innan meirihlut- ans. Jónmundur var ráð- inn til starfans af bæjar- stjórn og henni er heimilt að segja honum upp störf- um vegna vanrækslu. Hann segist ekk- ert kannast við um- ræðu þess efnis að uppsögn sé yfir- vofandi og veit ekki til þess að trún- aðarbrestur ríki meðal meirihlutans í bæjarstjórn. Slíkt stangast á við heimildir DV úr innsta hring sjálf- stæðismanna á Seltjarnarnesi. Engar tafir Lykilstarfsmenn Seltjarnarnes- bæjar eru sagðir hafa kvartað und- an fjarveru Jónmundar síðustu þrjá mánuði. Sjálfur vísar hann því al- farið á bug að hafa ekki sinnt störf- um sínum sem bæjarstjóri. „Ég hef verið í sumarleyfi í 27 daga sem er algjörlega innan míns orlofsréttar sem starfsmaður bæj- arins. Aðra daga hef ég verið við störf og fullyrð- ingar um ann- að eru algjör- lega úr lausu lofti gripnar. Vegna míns sumarleyfis hafa engin málefni bæjar- ins tafist,“ segir Jón- mundur. „Ég kann- ast ekki við neinar kvartanir lykilstarfs- manna. Að minnsta kosti hef ég ekki séð slíkar formlegar kvartanir til bæjar- stjórnar.“ Ekki á förum Heimildarmaður DV segir Jónmund hafa fjárfest í lóð í Mosfells- bæ en þangað hyggist hann flytjast búferlum. Því hafnar Jónmundur alfarið og kannast held- ur ekki við að kæra hafi borist bæn- um vegna tafa á framkvæmdum við Hrólfsskálamela. „Það er algjörlega rangt að til bæjarins hafi borist kæra frá ÍAV og fyrirtækið hefur ekki orð- ið fyrir neinum töfum vegna minnar fjarveru. ÍAV hefur gert athugasemd- ir vegna skipulagsmála sem eru í ferli en þau mál hafa ekki tafist vitund og eru óháð minni fjarveru,“ segir Jón- mundur. „Það er fullkomið ranghermi að ég hafi keypt mér lóð í Mosfellsbæ. Ég á ekki og hef ekki keypt lóð þar og það stendur ekki til að flytja þangað. Öll mál hjá bænum eru í eðlilegum far- vegi og tómt mál að tala um að þau hafi tafist af mínum völdum eða ann- arra. Þetta eru allt alvarlegar ávirð- ingar sem standast engan veginn.“ trausti@dv.is TrausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is VERÐ ÁFRAM BÆJARSTJÓRI Jónmundur Guðmarsson Bæjarstjórinn neitar því að lögbundin fjarvera hans hafi valdið töfum á málefnum bæjarins. Trúnaðarbrestur? Heimildir dV innan raða sjálfstæðismanna í bæjarstjórn seltjarnar- nesbæjar stangast á við orð bæjarstjórans. Hann kannast ekki við trúnaðarbrest og hefur ekki heyrt af yfirvofandi uppsögn. Vann alþjóðlega ræðukeppni Sigrún Guðmundsdóttir sigr- aði í alþjóðlegri ræðukeppni sem haldin var á heimsþingi samtak- anna Powertalk International í Brisbane í Ástralíu í júlí. Sigrún er fyrsti Íslendingurinn sem nær svo langt í þessari keppni, sem haldin er á ensku. Ræða Sigrúnar fjallaði um það að njóta nútímans og augna- bliksins, án þess að hafa of miklar áhyggjur. Sigrún gegndi embætti forseta íslensku ITC- samtakanna á síðasta ári. Power- talk-hreyfingin á Íslandi ber nafnið Málfreyjur. Mikil byggð á Hólmsheiði Fyrirtæki geta reist allt að 700 þúsund fermetra hús á Hólmsheiði verði ný tillaga að deiliskipulagi að veruleika og byggt verður eins mikið og heimilt er. Skipulagsráð Reykjavík- ur samþykkti í gær að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Þar er gert ráð fyrir athafnasvæði á 170 hekturum lands, þar af fara um hundrað hektarar undir lóðir. Byggja má hús upp á eina til sex hæðir á svæðinu sem verður tengt við Suður- landsveg með vegum. Harður árekstur á Dalvegi Harður árekstur varð á gatna- mótum Nýbýlavegar og Dalveg- ar þegar tveir bílar rákust saman í gærmorgun um tíuleytið. Að sögn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu var áreksturinn mjög harður og var ökumaður annars bílsins, kona á fertugsaldri, flutt- ur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Slökkviliðið þurfti að beita klipp- um til að ná henni út og mynd- uðust miklar tafir í kjölfarið. Að sögn lögreglu eru tildrög slyssins óljós. Ekki fengust upp- lýsingar um líðan konunnar sem missti meðvitund. Konan var með lítið barn með sér og slapp það nánast ómeitt. Skotleyfi á starra Meindýraeyðar geta fengið undanþágu frá banni við því að skjóta starra. Guðmundur Óli Scheving, formaður Félags mein- dýraeyða, telur minnst tvo nú hafa slíkt leyfi. Í DV í gær var haft eftir tveimur meindýraeyðum að ólöglegt væri að skjóta starra. Guðmundur seg- ir greinilegt að viðkomandi séu ekki meðlimir félagsins þar sem þeir vissu annars af undanþág- unni. Í fyrirtækjum þar sem loft- hæð er mikil þurfi að grípa til þess örþrifaráðs að skjóta fuglana. Skjöl um íslenska starfsmenn Varnarliðsins sem störfuðu á Kefla- víkurflugvelli á þeim tíma sem her- stöðinni var lokað verða vistuð hér á landi til ársins 2016, þegar þau verða send til Bandaríkjanna í vörslu yfir- valda. Upphaflega stóð til að flytja þau strax úr landi en slíkt var talið óheppilegt starfsmannanna vegna. DV sendi utanríkisráðuneyt- inu fyrirspurn um hvort ráðuneytið myndi rannsaka hvort Varnarliðið hefði haft undir höndum gögn sem það hafði ekki heimild til að hafa. Tilefnið er fréttaflutningur DV af því að Varnarliðið hafði undir höndum sjúkraskýrslur frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og upplýsingar frá lög- reglu um fyrrverandi starfsmann. Í svari ráðuneytisins segir: „Utanríkis- ráðuneytinu er ekki kunnugt um að varnarliðið hafi haft undir höndum neinar viðkvæmar persónuupplýs- ingar og önnur gögn um starfsmenn sína sem það hafði ekki heimild til að hafa. Hins vegar getur ráðuneytið staðfest það að varnarliðiðinu var sem vinnu- veitanda heimilt að hafa undir und- ir höndum tilteknar viðkvæmar per- sónuuplýsingar um starfsmenn sína svo sem launaseðla, þar sem fram koma upplýsingar um stéttarfélags- aðild og upplýsingar um heilsuhagi svo sem læknisvottorð vegna fjar- vista og þess háttar.“ Þá segir í svari utanríkisráðu- neytisins að það varðveiti skjalasafn starfsmannahalds Varnarliðsins á grundvelli sérstaks samkomulags við Bandaríkin, í safninu er að finna gögn sem varða vinnuréttarsamband milli einstakra starfsmanna og Varnarliðs- ins. Þá segir jafnframt: „Með vísan til umfjöllunar DV varðandi mál- efni tiltekins fyrrverandi starfsmanns varnarliðsins vill ráðuneytið upplýsa að með bréfi ráðuneytisins, dags. 30. mars 2007, voru viðkomandi aðila afhent þau gögn sem hann bað með þeim takmörkunum sem leiða af ríkari einkahagsmunum annarra starfsmanna varnar- liðsins. Rétt er að taka fram að utanríkisráðuneytið hefur um margra ára skeið afgreitt erindi frá þeim aðila sem hér um ræðir og kappkostað að vanda sem mest afgreiðslu þessara erinda sem oft á tíðum hafa verið umfangsmikil og tímafrek.“ valgeir@dv.is Skjölin árið 2016 til Pentagon Skjöl um íslenska starfsmenn Varnarliðsins verða hér á landi í 10 ár: skjöl Verða geymd í 10 ár hér á landi þar til Pentagon fær þau til vörslu árið 2016.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.