Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 19
DV Hjólið mitt fimmtudagur 30. ágúst 2007 19 Hvernig hjól átt þú? „Ég á þrjú fjallahjól. Tv ö eru frá Treck en annað þeirra n ota ég bara sem ferðahjól. Þriðja hj ólið er ódýrt Jamish-hjól sem ég no ta bara sem slydduhjól á veturna. Ég hjóla mjög mikið og vil eiga hjól se m henta að- stæðum hverju sinni. Sa ltið sem bor- ið er á götur á veturna fer illa með hjólin og því tími ég e kki að nota sparihjólið mitt á veturn a.“ Notar þú hjólið mikið? „Ég get nánast sagt að ég sé hætt- ur að nota bíl. Við fjöl skyldan eig- um bíl en ég hjóla allt se m ég þarf að fara innanbæjar. Þegar v ið fjölskyld- an förum í ferðir neyðist ég stundum til að nota bíl en að öðr u leyti hjóla ég allra minna ferða. Ég hjólaði mjög mikið þegar ég var ungu r en það var ekki fyrr en fyrir tveimu r árum sem ég byrjaði að hjóla á full u. Ég átti við bakmeiðsli að stríða og b yrjaði því að hjóla til að styrkja mig. Þ að vatt upp á sig og núna finnst mé r hjólið besti ferðamátinn.“ Er eitthvað sem hamlar þ ví að þú getir hjólað að vild? „Ég er eiginlega kom inn yfir að láta eitthvað í íslen skri menn- ingu stoppa mig. Ef é g er neydd- ur til að hjóla lengri lei ðina hika ég ekki við það. Það vanta r oft upp á að stígar séu hannaðir með tilliti til samgangna. Þeir stígar sem liggja í gegnum Elliðaárdalinn og með Æg- issíðunni eru fínir sem útivistarstíg- ar en þeir henta ekki sem samgöngu- æðar fyrir fólk sem hjóla r til vinnu. Á góðviðrisdögum er oft e rfitt um vik þegar hjólreiðamaður á 30 kílómetra hraða mætir gamalli kon u með hund í bandi. Þá geta skapas t hættulegar aðstæður.“ Finnst þér aðstaða til hjól reiða slæm í Reykjavík? „Það hefur margt gott v erið gert og hjólreiðamönnum h efur fjölgað samhliða því. Það van tar kannski helst að þeir sem hanni stígana séu sjálfir hjólreiðamenn. Þ að væri til dæmis mjög óheppileg t að maður sem ekki ferðast um á b íl hanni um- ferðargatnamót fyrir bíla . Það þarf að leggja hjólreiðabrautir í samvinnu við Landssamtök hjól reiðamanna og aðra hagsmunaðila. Það þarf að auðvelda fólki að ferðas t um á hjól- um, meðal annars með því að leggja hjólastíga við stofnbrau tir í umferð- inni.“ Pétur Þór Ragnarsson hjólreiðamaður Hvernig hjól átt þú? „Ég á tvær gerðir af hjólum; racer og fjallahjól en ég keppi af og til og það hef ég gert í tvö ár.“ Notar þú hjólið mikið? „Ég æfi einu sinni í viku og svo æfi ég mig reglulega sjálf.“ Hvenær notar þú hjólið helst? „Ég byrjaði að hjóla til að grennast og koma mér í form. En síðan hef ég óskap- lega gaman af þessu en bara til æfinga.“ Myndir þú vilja nota það meira? „Já, ef ég byggi í Þýskalandi eða Dan- mörku. Veðrið spilar þar inn í en mér þyk- ir ekki gaman að hjóla í vondu veðri. Ég hjóla því alltaf meira yfir sumartímann.“ Finnst þér aðstaða til hjólreiða góð? „Þar sem ég hjóla bara til æfinga, hjóla ég bara á þar til gerðum stígum og það er til fullt af góðum stígum hér í borg. En ætli að ég mundi ekki hjóla meira milli staða ef aðstaðan væri betri.“ Stefanie Gregersen flugmaður Hvernig hjól átt þú? „Ég á fjórar tegund ir; ferðahjól, keppn is- hjól, götuhjól og tv ímenningshjól og v el það sem hentar hverju sinni. Þetta er í ra uninni eins og að eiga mö rg pör af skóm. Ef f ólk fer í göngu notar það gö nguskó.“ Notar þú hjólið miki ð? „Ég hjóla hvert sem ég fer og í hvaða til- gangi sem er. Nem a kannski til þess a ð flytja flygil en annars fly t ég flest annað á h jólinu, með þar til gerðri k erru. Ég hef ferðas t mjög mikið á hjólinu og það má segja að líðandi sumar hafi verið áf anga sumar því ég kláraði landið. Ég er búinn að fara alla slóða á l andinu sem finnast á korti. Nú þegar því er loki ð liggur beinast við að herja á önnur lönd. “ Hefur þú alltaf hjóla ð mikið? „Ég hafði ekki rænu á því að taka bílpró f á sínum tíma, þess ve gna er ég laus við þá birgði sem bíllinn er. Ætli a ð það hafi ekki verið vegna þess að ég þurfti að leigja og hafði ekk i efni á að kaupa bíl. Ég fék k hjól í fermingargj öf og á því komst ég ferða m inna.“ Finnst þér aðstaða t il hjólreiða góð? „Nei, hún fer sífellt versnandi. Það má ekki rugla gangstéttum við hjólastíga í þess u sam- hengi. Þeir hjólast ígar sem í boði e ru, eru meira hugsaðir til útivistar. Bíllinn er alltaf fyrsti samgöngukos turinn. Ef fólk kvar tar yfir því að þurfa að bíð a of lengi á rauðu l jósi, þá eru gerð mislæg ga tnamót. Það þarf að hugsa um hjólin sem sam göngutæki. Það hef ur lyngt mikið í Reykjavík í kjölfar þess að trjá gróður hefur hækkað. Hjól in eru líka orðin svo góð að það er ekkert vand amál að byrja að h jóla. Ef allir væru til dæmis á bílum í Kaupman nahöfn væri óhugnalegt ás tand þar í borg. Því miður er ekkert sem bend ir til þess að yfirvöl d ætlu að gera nokkuð í þe ssum málum.“ Magnús Bergsson rafvirki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.