Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 22
Loksins er sumarið búið. Sigyn finnst það vera erfiðasti tími ársins. Það fer einfaldlega allt úr skorðum. Börnin ganga laus- um hala og haga sér eins og þau vilja - það er að segja ef þau eru of ung til að geta unnið og of gömul til að vera í pöss- un. Eftirlitsleysi er engum til góðs. Það er heldur ekki nokkru barni í hag að fá að hanga og slæpast í tvo og hálfan mánuð. Það er bara þannig að þó svo að foreldrar séu allir af vilja gerðir til að halda einhverj- um (lágmarks)aga á börnunum sínum á sumrin er bara ógjörning- ur að sjá til þess að þau fari eftir því sem þeim er sagt. Foreldrarnir eru farnir út úr húsi milli klukkan átta og níu á hverjum morgni og komin heim á milli fimm og sex í besta falli. Hver á að sjá til þess að börnin fari á fæt- ur fyrir hádegi, borði hollan morgunmat, stundi passlega útiveru og hreyf- ingu, séu ekki of lengi í tölvunni, hangi ekki of lengi yfir sjónvarpinu og þar fram eftir götunum? Sigyn sér að minnsta kosti enga leið til þess að ala upp börn-in sín á sumrin. Að minnsta kosti ekki á meðan hún er í vinn- unni. Hún reynir að sjálfsögðu að yfirheyra þau þegar hún er komin heim: Hvernig var dag- urinn hjá þér? Hvað gerðirðu skemmti- legt? Hvenær vaknaðirðu? Hvað fékkstu þér í morgunmat, há- degismat, kaffinu? Við hvern lékstu? Og hún trúir því að börnin segi ekki blákalt ósatt. Hún getur ekki gert ráð fyrir öðru en að þau hagræði kannski sannleikan- um örlítið - svona til að forðast pex, eins og börn gera - en við því getur hún ekkert gert. Á sumrin mega börn á aldr-inum 12-16 vera úti til mið-nættis! Það þýðir að lög- um samkvæmt hafa þau rétt á að vera úti langt umfram þann tíma sem fullorðnu fólki, sem mæt- ir snemma í vinnu á morgnana, er eðlilegt að fara í háttinn. Það þýðir að það hefur ekkert upp á sig að skipa þeim að vera komin heim langt á undan leikfélögunum, því þau hafa lagabókstafinn sér til verndar. Og það truflar allan aga á heimilinu og svefntími barnanna færist aftur sem þessu nemur - sem og foreldranna, því ekki fer Sigyn að sofa áður en börnin eru komin heim! Hún er því dauð-fegin að skólinn er byrjaður. Nú er hægt að setja í gang vetrarreglurnar að nýju. Háttað á skikkanlegum tíma, vaknað fyrir allar aldir, hollusta í morgunverð og nesti í skólann. Heimalærdómur en ekki tölvuleik- ir og útivistartíminn styttist um tvo tíma. Og öllum líður betur. Ekki síst börnunum! Af hverju sendir enginn börnin sín í sveit lengur? fimmtudagur 30. ágúst 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjóri og ábyrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, áskriftarsími 512 7080, auglýsingar 512 70 40. AgAleysi sumArsins sigyn BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON FRÉTTASTJÓRi SkRiFAR. Þá þótti ekki ástæða til að tryggja að reglunum sem voru settar væri fylgt. Skúrkar og slugsarar Leiðari Það er hreint með ólíkindum hversu mörg-um virðist finnast allt í lagi að brjóta á út-lendingum. Okkur berast reglulega fréttir af fyrirtækjum sem ráða starfsmenn hingað til lands en hirða svo ekki um að sinna lögbundnum skyldum sínum, svo sem að skrá starfsfólk og tryggja réttindi þess. Því getur svo farið að starfsmenn- irnir standi uppi réttlausir komi eitthvað upp á. Þannig standa saklausir launþegar uppi með skað- ann. Skúrkarnir, vinnuveitendurnir sem sinna því ekki að fara að lögum og reglum, virðast hins vegar sleppa alltof oft. Nú berast okkur fréttir af því að Vinnumálastofn- un ætli í fyrsta sinn að beita þeim viðurlögum sem hún hefur. Í fyrsta skipti! Rúmu ári eftir að reglurnar tóku gildi. Nú skulum við ekki velkjast í vafa um að tilefnin hafa verið til staðar. DV hefur flutt fréttir af fyrirtækjum þar sem stjórnendur hafa brotið lög með því að skrá ekki starfs- menn sína, fá fyrir þá kennitölur og tryggja þeim allan þann rétt sem þeir eiga heimtingu á. Einhverjum málum hefur verið vísað til lögreglu til rannsóknar. Ekki vanþörf á. Vandinn er nú samt ekki endilega sá að Vinnumálastofnun hafi ekki staðið sig. Það liggur ljóst fyrir að stjórnvöld vönduðu eng- an veginn nógu vel undirbúninginn að því þegar höftin á atvinnufrelsi fólks frá austur-evrópsku ríkj- unum voru afnumin 1. maí 2006. Þau slugsuðu. Þá þótti ekki ástæða til að tryggja að reglunum sem voru settar væri fylgt. Stofnanir voru ekki undir- búnar fyrir breytingarnar og aukið hlutverk sitt. Þannig virtist sem þeir stjórnmálamenn sem réðu ferðinni á þessum tíma hafi litið svo á að þeir gætu lagt stóraukin verkefni á stofnanir eins og Vinnu- málastofnun án þess að gera ráð fyrir að það krefð- ist meiri mannskaps. Forystumenn verkalýðsfélaga gagnrýndu slakan undirbúning fyrir breytinguna. Þeir höfðu fram að þessum tíma gegnt mikilvægu eftirlitshlutverki sem var að mestu leyti tekið af þeim, þó svo þeir hefðu enn staðið vaktina og reynt að tryggja að farið væri að lögum og reglum, tryggja að fólk fengi það sem það á rétt á. Þrátt fyrir gagnrýnina brugð- ust stjórnmálamenn ekki við. Enda varð raunin sú að kerfið réði engan veginn við breytinguna. Síðasta ár mynduðust miklir stafl- ar af umsóknum um kennitölur sem ekki var hægt að afgreiða. Eftirlitið veiktist. Ábyrgðin var stjórnmálamannanna sem settu reglurnar. Kannski er ekki síður þörf á að láta fara fram úttekt á þeirra störfum en stofnana þeirra. DómstóLL götunnar Á að taka upp skólabúninga? „nei, mér finnst það vera tóm vitleysa. Ég held að það myndi ekki koma vel út og þeir yrðu sennilega bara ljótir. Ég hef litla trú á að það yrði vinsælt hjá krökkunum. Ég held að þeir yrðu illa hannaðir og ljótir.“ Guðmundur Hólmar Helgason, 15 ára nemi „mér finnst það allt í lagi í þessum yngstu bekkjum eins og 1. til 6. bekk. ef það yrði gert ætti þeir ekki að vera of formlegir heldur einfaldir í sniðum og þægilegir. Þá finnst mér að þeir ættu að geta valið um búninga þannig að allir væru ekki alveg eins. Þannig held ég að þetta myndi ganga vel upp.“ Eydís Þórunn Guðmundssdóttir, 22 ára starfsmaður á Keldum „mér finnst að það ætti að taka upp skólabúninga. Það myndi að öllum líkindum útrýma einelti gegn þeim sem hafa ekki efni á að kaupa sér dýr föt. að þessu leyti fyndist mér það allt í lagi en fötin mættu ekki vera of formleg. Bara eitthvað einfalt og þægilegt.“ Erla Guðrún Björnsdóttir, 18 ára nemi „já, mér finnst það allt í lagi og það myndi örugglega hjálpa. ef það yrði gert finnst mér að það ætti bara að vera til dæmis flíspeysa og jogging- buxur. Ég held að það yrði auðveldara fyrir börn og foreldra þeirra.“ Þóra Ívarsdóttir, 18 ára nemi sanDkorn n Björn Swift forritari hjá CCP virðist hafa slegið í gegn með heimasíðunni þar sem hann stelur útlitinu og hluta texta frá heima- síðu Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra. Þetta gerði hann eftir að hafa tryggt sér netfang- ið björn.is, Björn hefur bjorn.is. Meira að segja ávarpið er skuggalega líkt. „Ég fagna því að þú sért að skoða síðuna mína. Hér getur þú kynnst því sem á daga mína hefur drifið síðan...“ byrjar ávarpið á báðum síðum. n Ekki geta þeir félagar Björg- ólfur Guðmundsson og Egg- ert Magnússon verið ánægðir með gang mála hjá West Ham þessa dag- ana. Hver leikmaður- inn á fæt- ur öðrum meiðist. Reyndar virðist það svo að velflestir leikmenn sem hafa verið keyptir til liðsins síðan þeir tóku við valdataum- unum hafa meiðst. Síðastur var Kieron Dyer sem kom frá West Ham. Spurning hvort þeim fari ekki að finnast þeir alltaf kaupa köttinn í sekknum. n Dómarar landsins virðast ekki lifa neinu sældarlífi þessa dagana. Skammirnar höfðu vart þagnað eftir síðustu umferð í Ís- landsmóti karla þegar dómari í utandeild- inni mátti þola líkams- árás af hálfu leikmanns sem hann hafði rekið út af vellinum. Gagnrýni þjálfara á dómara fyrir slaka frammistöðu í síðustu umferð og nú ætlar aganefnd KSÍ að taka á vandanum, væntan- lega með því að sekta þjálfara og þeirra lið eins og venjan er þegar dómarar eru gagn- rýndir. n Björn Ingi Hrafnsson er fljótur að fagna góðum árangri af því að nú er ókeypis í strætó fyrir framhalds- og háskóla- nema. Talar þar um að hafa lesið í blaði að vagnarnir séu margir hverjir fullir í upphafi skólaveturs. Sjálfur fer hann hins vegar áfram sinna leiða í bíl og hugg- ar sig við að sennilega væru löngu og hægu bílaraðirnar enn lengri ef ekki væri fyrir átak borgarinnar. Hjá Strætó treysta menn sér hins vegar ekki til að staðfesta ár- angurinn svo snemma. miðvikudagur 29. ágúst 20076 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Fegruðu húsið Vatnsveituhús í eigu Ísafjarð- arbæjar var málað fagurhvítt af óþekktum íbúum bæjarins í skjóli nætur. Jóhann Birkir Helgason, yfir- maður tæknideildar Ísafjarðarbæj- ar, gerir ráð fyrir því að þarna hafi pirraðir nágrannar hússins verið á ferð, húsið var farið að láta á sjá og það hafði staðið til að mála húsið. Jóhann segist ekki hafa hugmynd um hver málaði húsið, en hann er mjög ánægður með framtak- ið. „Þetta var bara góðverk í þágu bæjarins, þeir hefðu kannski átt að hafa samband og þá hefði ég getað útvegað þeim málninguna.“ Íbúðin lögð í rúst Óprúttnir aðilar brutust inn í íbúð í Bæjargili í Garðabæ og höfðust þar við að því er virðist í nokkra daga. Að sögn Gunnars Hilmars- sonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, hafði fjölskyldan brugðið sér í frí til útlanda. Þegar ættingi fjölskyldunnar fór í íbúð- ina á sunnudagskvöldið til að athuga hvort allt væri í lagi blasti við honum ófögur sjón. Mikill sóðaskapur blasti við og lágu síg- arettustubbar á víð og dreif um íbúðina auk þess sem pilluglös og tól til fíkniefnaneyslu lágu á hér og þar. Töluverðu magni af verðmætum var einnig stolið úr íbúðinni. Húsráðendur komu til landsins í gærmorgun. Ung stúlka rændi gamla fólkið Þjófótt stúlka, sem lögreglan á Suðurnesjum varaði fólk við í síðustu viku, var handtekin fyrir hádegi í fyrradag. Hún reyndist 18 ára gömul og hefur að sögn varð- stjóra hjá lögreglunni komið við sögu lögreglu áður. Stúlkan bankaði í tvígang upp á hjá eldra fólki í Reykjanesbæ og falaðist eftir dóti á tombólu. Hún bað um að fá að fara á salernið í húsunum. Á meðan húsráðendur brugðu sér frá stal hún frá þeim en ekki liggur fyrir hversu mikið hún hafði upp úr krafsinu. Í kjöl- far nokkurra ábendinga handtók lögreglan stúlkuna og viðurkenndi hún verknaðinn. Lokað vegna sprengihættu Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu lokaði Reykjanes- brautinni til móts við IKEA í fyrrinótt. Eldur hafði kviknað í hitunartæki sem hitar vega- málningu sem verið var að vinna með. Gaskútur er not- aður til að hita málninguna og vegna sprengihættu var gripið til þess ráðs að loka götunni. Slökkviliðið á höfuðborgar- svæðinu var kallað á vettvang og voru gaskútarnir kældir og eldurinn slökktur. Umferð var hleypt í gegn á nýjan leik um hálftíma síðar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var einn- ig kallað á vettvang í Breið- holti í gær en þar hafði töluvert magn af bensíni lekið úr bíl. „Við kusum að láta okkur ekki gremjast þessar framkvæmdir og horfum ekki sérstaklega í þann kostnað sem við bárum af þess- um framkvæmdum,“ segir Kristinn Gústaf Bjarnason, markaðsstjóri hjá Toyota á Nýbýlavegi. Mikið umferðaröngþveiti hef- ur verið á Nýbýlavegi og nálægum götum undanfarna daga. Þar hef- ur stór rafstrengur verið fluttur um set vegna fyrirhugaðrar breikkun- ar vegarins. Toyota á Íslandi brá á það ráð að bjóða viðskiptavinum sínum í ratleik um Kópavog ásamt því sem fyrirtækið ákvað að greiða rafmagnasreikninga fyrir hluta viðskiptavina sinna. Kristinn segir þessar aðgerðir ekki frábrugðnar hverju öðru markaðsátaki. „Svona framkvæmdir geta leikandi pirrað fólk, en með þessu móti voru við- skiptavinirnir kátir.“ „Þessar breytingar hafa lengi staðið fyrir dyrum og það var nauð- synlegt að gera þetta. Þessi breikk- un er okkur í hag þegar til lengri tíma er litið og þess vegna var ein- falt mál fyrir okkur að horfa á þetta björtum augum,“ segir Kristinn. Hann segir að fullt hafi verið út úr dyrum á laugardag og margir hafi einnig komið á fimmtudag og föstudag. „Ég hef reyndar enn ekki lesið af teljaranum, en þetta var mikið af fólki,“ segir hann. Nýbýlavegur var opnaður við Sæbólsbraut í gær. Framkvæmdir við flutning rafstrengsins höfðu þá staðið yfir síðan á fimmtudag. Þeim átti að ljúka á laugardag en verklok töfðust um þrjá daga, með tilheyr- andi umferðartöfum. Jóhann Berg- mann, deildarstjóri hjá vegagerð- inni, sagði að verkið hefði reynst umfangsmeira en búist var við. Ekki mætti fara óvarlga við flutning á svo stórum rafstreng. Rafstreng- urinn lá norðan Nýbýlavegar en hefur nú verið færður suður fyrir veg. sigtryggur@dv.is Ákváðu að horfa ekki í kostnaðinn Tafir á Nýbýlavegi Framkvæmdir við Nýbýlaveg höfðu áhrif á viðskipti fyrirtækja. viðskiptavinir fjölmenntu í toyota-umboðið. Gissur Pétursson STARFSMANNALEIGUR UNDIR FÖLSKU FLAGGI „Við gerum skilyrðislausa kröfu um að stærri fyrirtæki sem flytja inn verkafólk haldi utan um það að skrá starfsmenn sína með löglegum hætti. Ef þau sinna þessu ekki bíða þeirra dagsektir,“ seg- ir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar. Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa undanfarna daga verið á vinnu- svæðinu við Kárahnjúka og athugað skráningu starfskrafta. „Við báðum um lista yfir alla sem þarna starfa. Á dag- inn kom að þessir listar voru ekki á lausu og því höfum við fulla ástæðu til þess að ætla að ekki sé allt með felldu í starfsmannahaldinu,“ segir hann. Starfsmannaleigur í dulargervi Í fyrradag upplýstist að tuttugu af þeim 29 pólsku og lettnesku verka- mönnum sem voru um borð í rútu sem endaði utan vegar á Fljótsdal á sunnudag voru ekki skráðir með lög- legum hætti. Mennirnir hafa verið við vinnu hjá verktakafyrirtækinu Arnar- felli í gegnum undirverktaka. „Við fengum afrit af þjónustusamn- ingnum og erum að fara yfir hann ein- mitt núna. Spurningin er hvort þetta er samningur um yfirtöku á verki eða leigu á starfsmönnum,“ segir Giss- ur. Hann segir ekki útilokað að sumir þeirra svokölluðu undirverktaka sem starfa við virkjunarframkvæmdirnar séu starfsmannaleigur í dulargervi. Starfsmennirnir unnu fyrir fyrir- tækin GT-verktaka, Spöng ehf. og þýska fyrirtækið Hunnbeck-Polska. Kæra verktakana Gissur bendir á að fyrirtæki séu misvel í stakk búin til þess að takast á við regluverk og skráningar. „Í sum- um tilvikum er um að ræða fyrirtæki þar sem eigandinn er úti með ham- arinn að slá upp mótum og menn eru kannski ekki einu sinni mjög tölvu- vanir,“ segir hann. Þá hafi Vinnumála- stofnun reynt að veita aðstoð og sýna umburðarlyndi. Hins vegar sé það alveg ljóst að skylt sé að skrá starfsfólk. Fyrirtækin muni ella sæta dagsektum. „Nokkur fyrirtæki munu á næstunni verða beitt dagsektum ef þau koma sínum málum ekki á hreint,“ segir Gissur. Hann seg- ir að næsta skref á eftir dagsektum sé að kæra viðkomandi fyrirtæki, enda sé um lögbrot að ræða. Kerfið í ólestri Eftirlit með því að erlendir starfs- kraftar séu rétt skráðir hefur reynst snúið. Gissur segir að næsta ómögu- legt sé að henda reiður á því hve marg- ir erlendir verkamenn séu við störf á hverjum tíma. „Þetta er þannig að verktakafyrir- tæki sem ætlar að ráða tuttugu manns sækir um kennitölur fyrir alla. Síðan getur það komið fyrir að aðeins tíu manns skila sér til landsins. Þá sitjum við uppi með það að hluti af þessum kennitölum er kominn af stað í kerfinu án þess að þeim tilheyri andlit,“ segir Gissur. Hann segir Vinnueftirlitið þegar hafa hafið rannsóknir á skráningum starfsmanna við Kárahnjúka. „Rútu- slysið varð til þess að þrýsta þessum málum upp á yfirborðið.“ SiGTryGGur Ari jóhANNSSoN blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Vinnubúðir við Kárahnjúka vinnumálastofnun bað um lista yfir alla erlenda starfsmenn á vegum verktaka við kárahnjúka. Þessir pappírar liggja ekki á lausu. Forstjóri Vinnumálastofnunar gissur Pétursson segir fyrirtæki sem ekki skrá starfsmenn sína með löglegum hætti verða beitt dagsektum og mögulega kærð. „Í sumum tilvikum er um að ræða fyrirtæki þar sem eigandinn er úti með hamarinn að slá upp mótum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.