Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 17
DV Sport fimmtudagur 30. ágúst 2007 17 enski boltinn What a Waste of money stuðningsmenn Leeds kalla ekki allt ömmu sína. Þegar dadid Nugent skoraði sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth sungu stuðningsmenn Leeds „What a waste of money!“ framtíð Nugents hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið þrátt fyrir að hafa komið til Portsmouth fyrir tveimur mánuðum. Hann er nú orðaður við derby þar sem Billy davis er stjóri en hann var stjóri Prestons þegar Nugent skapaði sér nafn. „Það er ekkert leyndarmál að derby vill fá Nugent. Ef fólk er óánægt á vinnustað verður maður að sleppa takinu,“ sagði Harry redknapp, stjóri Portsmouths. „Þetta er allt í hans höndum. Ég mun setjast niður með honum og fara yfir hans mál í rólegheit- um,“ bætti redknapp við. Kanu, John utaka og Benjani eru allir á undan Nugent í framlínu Portsmouths en sá síðastnefndi hefur virkað frekar utangátta í leikjum liðsins. „Við erum að leita að framherja. Ef ég kaupi verður það mjög góður framherji. Ég ætla ekki að kaupa bara einhvern, bara til þess að kaupa. Ég efast um að það verði anelka. mér líkar vel við hann en ég efast um að hann vilji koma. Ég þarf samt mann sem skorar 15- 20 mörk og það eru ekki margir sem geta það. til að það geti gerst þarf ég að fórna einum eða tveimur góðum leikmönnum. Hins vegar gæti ég fengið heimsklassam- ann í staðinn.“ myndum elska ef Ronaldinho kæmi fyrirliði Chelsea, John terry, býst ekki við því að ronaldinho komi til liðsins en myndi elska það ef hann kæmi. miklar vangaveltur hafa verið um framtíð ronaldinhos hjá Barcelona en eigandi Chelsea er að sögn tilbúinn að borga hvaða upphæð sem er til að fá leikmanninn. „Hann yrði frábær viðbót við leikmannahópinn. Ég hef spilað á móti honum og séð hvað hann er góður. Hann er mun betri en sést í sjónvarpinu. Það yrði ekki bara frábært fyrir Chelsea ef hann kæmi heldur einnig fyrir deildina. Það getur ekki verið slæmt að geta sagt að ronaldinho spili í ensku deildinni,“ sagði landsliðsfyrirliðinn. Barcelona hefur alltaf þvertekið fyrir það að selja sína stærstu stjörnu og hann er að sögn við það að skrifa undir nýjan samning. „Hann myndi passa í okkar lið, við erum með kantmenn sem eiga að sækja en líka að verjast. Við höfum séð það að Jose mourinho hefur stundum tekið Joe Cole eða shaun Wright- Phillips út af vegna þess að þeir verjast ekki nægilega vel.“ eveRton ekki hætt Everton fer mikinn á leikmannamarkaðin- um þessa dagana. stephen appiah, leik- maður fenerbache, er undir smásjánni hjá david moyes, stjóra Everton, sem lengi hefur hrifist af leikmanninum. fjöldi liða var á eftir kappanum í sumar en fen- erbache hafnaði tvívegis tilboðum í hann á þeim tima. appiah er ganamaður og spilaði áður fyrir Juventus en vitað er af áhuga nokkurra liða í ensku knattspyrnunni á honum og oft hefur West Ham verið nefnt á nafn þegar hugsanleg kaup á kappanum eru nefnd. tvisvaR hjaRtastopp hjá ClaRke Hjarta Clives Clarke stöðvaðist tvívegis í hálfleik og eftir leik Notthingaham forrest og Leicester í enska deildarbikarnum. Clarke hneig niður í hálfleik á leiknum og var leiknum hætt í kjölfarið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala og er líðan hans stöðug. umboðsmaður Clarkes, gary mellor, sagði í samtali við BBC-útvarpsstöð- ina að hann væri allur að braggast og gæti talað við fjölskyldu sína og vini. „Blástursað- ferðin virkaði ekki og því var hann lífgaður við með rafstuði,“ segir mellor. antonio puerta er borinn til grafar í dag: ÞÚSUNDIR VOTTUÐU PUERTA VIRÐINGU SÍNA Þúsundir knattspyrnuáhugamanna umkringdu Sanchez Pizjuan, heima� völl Sevilla, í gær og vottuðu Antonio Puerta virðingu sína. Þegar mest lét er talið að um tíu þúsund manns hafi verið fyrir utan völlinn. Puerta lést á þriðjudaginn, þrem� ur dögum eftir að hafa fengið hjarta� áfall í leik Sevilla og Getafe. Farið var með líkkistu Puerta á völlinn en kistan var umlukin fána Sevilla og þjóðfána Spánar. Þar gat fólk vottað virðingu sína og stuðningsmenn Sevilla sungu „Puerta amigo, Sevilla esta contigo!“ (Puerta vinur, Sevilla er með þér). Margir stuðningsmanna Real Betis, erkifjenda Sevilla, voru einnig mættir til að votta Puerta virðingu sína en Pu� erta fæddist í verkamannahverfi borg� arinnar. Leikmenn Sevilla komu beint af flugvellinum, en þeir snéru aftur til Sevilla eftir að leik þeirra við AEK Aþenu í undankeppni Meistaradeild� ar Evrópu var frestað. Leikmennirnir voru hjá fjölskyldu Puerta og báru kist� una út. Mar, eiginkona Puerta, gengur með barn þeirra hjóna og á von á sér í október. „Dagurinn í dag er einn sá sorgleg� asti í sögu félagsins. Vinstri fótur hans var demantur sem nú hefur yfirgefið okkur, vinstri fótur sem breytti lífi okk� ar hefur nú yfirgefið okkur,“ sagði Jose Maria del Nero, forseti Sevilla, þegar ljóst var að Puerta væri látinn. Joaquin Caparros, þjálfari Athletic Bilbao og fyrrverandi þjálfari Puerta hjá Sevilla, sagði að Puerta hefði átt bjarta framtíð fyrir sér. „Mér líður eins og öllum í fótboltanum líður, nema hvað að ég var svo heppinn að þekkja hann betur. Hann var frábær leikmað� ur og jafnvel enn betri manneskja, full� ur manngæsku og átti sér bjarta fram� tíð,“ sagði Caparros. dagur@dv.is harmi slegnir Leikmenn sevilla báru líkkistu Puerta út af heimavelli félagsins, þar sem fólk gat vottað hinum látna virðingu sína. Arsenal vann auðveldan sigur á tékkneska liðinu Sparta Prag í gær 3�0. Leikurinn var síðari leikur lið� anna í undankeppni Meistaradeild� ar Evrópu. Arsenal vann fyrri leik� inn 2�0. Arsenal er þar með komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið verður í riðlakeppnina í dag. Arsenal náði strax undirtökun� um í leiknum og Tomas Rosicky kom liðinu yfir með marki eftir aðeins sjö mínútna leik. Rosicky lék áður með Sparta og var því að skora gegn sín� um gömlu félögum. Sparta Prag reyndi hvað það gat til að laga stöðuna en sóknarloturnar voru máttlitlar og Arsenal átti í litlum vandræðum með að verjast þeim. Leikmenn Arsenal virtust taka lífinu með ró, enda með öruggt forskot. Fátt markvert gerðist í leiknum þar til Arsenal skipti þeim Cesc Fa� bregas og Emmanuel Adebayor inn á. Við það lifnaði yfir leiknum og Fa� bregas kom Arsenal í 2�0 á 82. mín� útu. Þar með voru úrslitin endanlega ráðin. Arsenal átti þó eftir að skora eitt mark til viðbótar. Þar var að verki brasilíski Króatinn Eduardo Da Silva, mínútu fyrir leikslok. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Arsenal. „Við viljum fara alla leið, líkt og við gerðum fyrir tveimur árum en vinna að þessu sinni. Meistaradeildin er ein skemmtilegasta deildin, ásamt ensku deildinni og það verður okkar markmið að vinna þær báðar. Mér fannst mjög mikilvægt að skora fyrsta markið snemma og losa um pressuna og það er gaman að sjá miðjumann skora, líkt og Tomas gerði,“ sagði Cesc Fabregas eftir leik� inn. tvö skosk lið áfram Skosku meistararnir í Glasgow Celtic lentu í vandræðum með rúss� neska liðið Spartak Moskva. Scott McDonald kom Celtic yfir á 27. mín� útu, mínútu eftir að Roman Pavlu� chenko hafði klúðrað vítaspyrnu fyr� ir Spartak. Pavluchenko lét það ekki á sig fá og jafnaði metin skömmu áður en flautað var til leikhlés. Fyrri leikur liðanna fór 1�1 og því þurfti að fram� lengja. Í framlengingunni fékk Celt� ic kjörið tækifæri til að vinna leikinn þegar dæmd var vítaspyrna á Spar� tak. Hollendingurinn Jan Vennegoor of Hesselink tók spyrnuna en mis� tókst að skora. Leikurinn fór því í vítaspyrnu� keppni þar sem Celtic skoraði úr fjórum spyrnum en Spartak aðeins úr þremur. Artur Buruc, markvörður Celtic, var hetja liðsins þar sem hann varði tvær spyrnur rússneska liðs� ins og tryggði Celtic áframhaldandi þátttöku. „Ég vissi að þetta yrði opinn og skemmtilegur leikur en ég vissi ekki að hann yrði svona opinn. Þvílíkur leikur! Við höfum séð nokkra frábæra leiki hér en þessi var stórkostlegur. Andlegur styrkur okkar var mik� ill og þeir léku vel í fyrri hálfleik. Mér fannst eins og við myndum vinna. Mér fannst þetta vera okkar tími. Við vorum sterkari andlega og það hjálp� aði okkur líkamlega,“ sagði Gordon Strachan, stjóri Celtic, eftir leikinn. Skotar eiga tvö lið í Meistaradeildinni þar sem Rangers tryggði sér einnig sæti í riðlakeppninni í vikunni. Portúgalska liðið Benfica tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeild� ar Evrópu með því að leggja FC Köb� enhavn að velli 1�0, í Kaupmanna� höfn. Fyrri leikurinn endaði 2�1 fyrir Benfica og því vann portúgalska liðið 3�1 samanlagt. Grikkinn Kostas Katsouran� is skoraði eina mark leiksins í gær á 17. mínútu. Rui Costa tók þá auka� spyrnu, boltinn barst til Katsouranis sem skoraði með skoti framhjá Jesper Christiansen, markverði danska liðs� ins. Markið kom gegn gangi leiksins, því FC Köbenhavn fékk góð mark� tækifæri á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. daguR sveinn dagbjaRtsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is fyrsta markið Emmanuel adebayor fagnar félaga sínum Eduardo da silva, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir arsenal í gær. Arsenal er komið í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Sparta Prag. eduardo da silva skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal. lÉtt oG lÖÐUR- MAnnleGt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.