Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 27
„Kitsune er franskt elektrónískt plötu- og tískufyrirtæki sem mun sjá um heljarinnar dansveislu á Gaukn- um á föstudaginn,“ segir Róbert Aron Magnússon, oftar en ekki kall- aður Robbi Chronic. „Kitsune hefur gert það gott með safndiskunum sín- um sem heita Kitsune Maison. Þar koma fram allir þeir heitustu í þess- ari frönsku elektrósenu sem hefur tröllriðið öllu undanfarið.“ Heitasta elektróið „Kitsune Music var stofnað árið 2002 en það er líka tískufatamerki. Það verður þó engin tískusýning á Gauknum heldur verður ferskasta tónlistin í fyrirrúmi,“ segir Róbert, en það eru félagarnir Gildas og Masaya sem sjá um tónlist kvöldsins. „Þeir eru eigendur Kitsunes og verða með alveg dúndur dj-sett,“ en þeir félag- ar hafa haldið slíkar samkomur um allan heim, við góðar undirtektir að sögn Róberts. Róbert fór á slíkt Kitsune-kvöld í London um daginn og var það ein- staklega vel heppnað að hans sögn. Það er nú einu sinni þannig að þessir toppar hjá þessum stóru útgáfufyrir- tækjum fá alla bestu tónlistina og því verður allt það besta á boðstólum á föstudaginn,“ segir Róbert og nefn- ir listamenn eins og Simian Mobile Disco, Digitalism, Boys Noize, Klax- ons og Alex Gopher sem hafa verið á snærum Kitsunes. „Þeir hafa líka gefið út efni fyr- ir vinsælar sveitir eins og Bloc Party og Hot Chip sem hafa verið gríðar- lega vinsælar undanfarið ár.“ Róbert segir að fatamerki Kitsunes sé einnig mjög stórt og hafi þeir meðal annars hannað fyrir listamenn eins og Air og Daft Punk. „Kitsune er einfaldlega eitt af aðalmerkjunum í þessari senu og frumkvöðlar á sínu sviði.“ Nýtt frá Steed Lord Auk þeirra Gildas og Masaya frá Kitsune munu íslensku plötusnúð- arnir Dj Casanova og Jack Shidt einnig koma fram. „Steed Lord verð- ur svo einnig með mínísett þarna þar sem hún frumflytur nýtt efni,“ en nýrrar plötu er að vænta frá sveit- inni. „Sveitin verður í hljóðveri allan september og sennilega verður nýja efnið almennilega frumflutt á Airwa- ves,“ en Róbert, sem er umboðsmað- ur sveitarinnar, býst einnig við stór- um útgáfutónleikum í vetur. „Húsið verður svo opnað á slag- inu 23.00 á laugardaginn og það kostar 1.500 krónur inn,“ segir Ró- bert að lokum, en engin forsala er á viðburðinn. asgeir@dv.is Í samninga- viðræðum Ben Affleck er í samningaviðræðum varðandi það hvort hann muni leika á móti Jennifer Aniston og Scarlett Johansson í kvikmynd- inni He‘s Just Not That Into You. Myndin er byggð á samnefndri metsölu- bók eftir Greg Behrendt og Lis Tuccillo sem inniheldur fjöldann allan af skemmtilegum sögum um nútímasambönd. Aðrir leikarar sem fara með hlutverk í myndinni eru Jennifer Connelly, Kevin Connolly, Bradley Cooper, Ginnifer Goodwin og Justin Long. Bond fær tvo á trýnið Elektróníska útgáfan Kitsune Music stendur fyrir gleðskap á Gauki á Stöng á föstu- daginn þar sem Steed Lord mun meðal annars frumflytja nýtt efni. fimmtudagur 30. ágúst 2007DV Bíó 27 frUMKvÖðLAr frÖnSKU ELEKtrÓSEnUnnAr Steed Lord á Global Gathering róbert aron ásamt a.C. Bananas og svölu Björgvins. Gildas og Masaya, eigendur Kitsune Music standa fyrir dansveislu á gauki á stöng á föstudag. Heimsótti Owen Samuel L. Jackson var einn af þeim sem lögðu leið sína á spítalann til að heilsa upp á félaga sinn Owen Wilson sem er um þess- ar mundir að jafna sig eftir sjálfsmorð- stilraun. Pulp Fiction- stjarnan var mjög skiljanlega í engu skapi til að spjalla við blaðamenn sem voru saman komnir fyrir utan Cedars Sinai-sjúkrahúsið í Los Angeles og öskraði reiður í átt að fjölmiðlum: „Ég kom til að heimsækja Owen. Hvað í andskot- anum eruð þið að gera hérna? Snautið í burtu!“ Hættir við Tropic Tveimur dögum eftir að hafa verið lagður inn á spítala fyrir tilraun til sjálfsvígs tók Owen Wilson ákvörðun um að hætta við að leika í grín- myndinni Tropic Thunder. Owen átti að leika á móti Ben Stiller í myndinni en Stiller hefur undan- farnar sex vikur verið við tökur á myndinni á Hawaii en auk hans mun Jack Black fara með hlutverk í myndinni. Óvíst er hvort endurráðið verði í hlutverk Owens eða hvort karakterinn sem hann átti að leika verði hreinlega þurrkaður út úr handritinu. Kletturinn í fjallamynd Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, er nú í samningaviðræðum við Disney um að leika aðalhlut- verkið í endur- gerð á klassísku kvik- mynd- inni Escape To Witch Moun- tain frá árinu 1975. Myndin fjallar um systkin með ofurnáttúrulega krafta sem leggja á flótta undan mönnum sem vilja eyðileggja krafta þeirra. Johnson myndi leika leigubílstjóra sem lendir í ævintýri lífs síns þegar hann tekur systkinin upp í. Arthúr www.fjandinn.com/arthur Steed Lord frumflytur nýtt efni á gauki á stöng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.