Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 30
fimmtudagur 30. ágúst 200730 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Deilurnar á milli Arnþrúðar Karlsdóttur og Hildar Helgu Sigurðardóttur fara harðn- andi dag frá degi. Bloggarinn Jens Gud bendir á í bloggi sínu í gær að inn- hringjend- ur í síma- tíma Útvarps Sögu hafi rætt málin við Arnþrúði sem hafi sagt að til að fólk fái greitt fyrir vinnu þurfi það að mæta í hana og hafi svo bætt við: „Og þegar fólk mætir, þá þarf það að vera í þannig ásigkomulagi að það geti sinnt vinnunni.“ Það skyldi þó aldrei fara svo að málaferlin í héraðsdómi snúist brátt ekki lengur um vangreidd laun held- ur meiðyrði? n Að mörgu er hægt að hlæja á Youtube-síðunni. Nú hefur hins vegar bæst við myndband sem slær flest ef ekki allt annað út. Hér er átt við óborganlegt við- tal úr þættinum Dagsljósi, sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins um og upp úr miðjum tíunda áratugnum, þar sem rætt er við mann sem kallaður er Kiddi vídeófluga. Kiddi, sem bjó á Egilsstöðum þegar viðtalið var tekið og býr hugsanlega enn, fer á kostum þar sem segir frá vinnu sinni sem líkkistusmiður og eigandi vídeóleigu, auk þess að sauma út í frístundum og dansa einn heima á kvöldin. Þeir sem ekki hafa enn séð viðtalið - og dansana - ættu að kíkja á það hið snarasta á youtube.com/ watch?v=tlv_kgOgLwo. n Varla geta málin orðið dramat- ískari á landinu en þau að blogg- drottningar þjóðarinnar fari í hár saman. Ellý Ármanns, ofur- bloggari og þula, mun hafa stuð- að vinkonu sína Jónínu Benedikts- dóttur með pistli þar sem hún segir mann nokkurn segja alla vini sína fara til Póllands til að láta hreinsa á sér endaþarminn. Jónína bregst við bloggi Ellýjar og skrifar: „Ellý mín í Póllandi hreinsa all- ir sjálfir á sér endaþarminn... Það er hinsvegar ekki þekkt að bólginn ristill þrýsti á heilann! Það má samt vel vera þannig hjá sumum vinkonum þínum miðað við kynlífshryllinginn sem þær stunda.“ En Jónína er ekki reiðubúin að fórna vináttunni og skrifar: „Þrátt fyrir þetta vil ég helst áfram vera vinkona þín, elskulega fallega þulan mín.“ Hver er maðurinn? „Það er enginn dómari í eigin sök.“ Hvað ertu menntaður? „Lögfræðingur og doktor á sviði stjórnsýsluréttar. Doktorsritgerðin mín fjallaði um hæfnisreglur stjórn- sýslulaga.“ Hvað drífur þig áfram? „Gleðin yfir því að vera á lífi og fá að takast á við verkefni hvers dags.“ Hver eru áhugamál þín? „Lögfræði er bæði mín atvinna og mitt áhugamál. Auk hennar hef ég gaman af tónlist, matreiðslu og úti- veru.“ Eftirminnilegasta bókin? „1984, eftir George Orwell. Ég varð fyrir svo miklum áhrifum að ég sérhæfði mig í meðferð persónuupp- lýsinga og nú er ég stjórnarformaður Persónuverndar.“ Ferðast þú mikið innanlands? „Nei, ekki nóg. Ég hef ferðast meira utanlands.“ Hvað gerðir þú í sumarfríinu? „Ég fór til Spánar. Annars vegar til Kanaríeyja og hins vegar til Ali- cante.“ Hefur þú búið erlendis? „Já, ég bjó í Kaupmannahöfn í rúmt ár þegar ég var í framhalds- námi.“ Hver er þín sérviska? „Ég verð að svara hér eins og við fyrstu spurningu. Það verður einhver annar að svara þessu.“ Áttu eftir að sakna fyrrverandi vinnustaðar þíns, Háskóla Íslands? „Alveg örugglega. Háskóli Íslands er mjög góður vinnustaður. Það eru forréttindi að fá að vinna með ungu fólki og fylgjast með því uppgötva leyndardóma lögfræðinnar. Það hef- ur verið virkilega skemmtilegt og gef- andi.“ Hvað verður það fyrsta sem þú tekur þér fyrir hendur í nýju starfi? „Mitt fyrsta verk var í gær er ég mætti í réttinn og mátaði dómara- skikkjuna.“ Hverju viltu breyta? „Störf dómara fela ekki í sér byltingar og breytingar. Þeir þurfa að fylgja lögum landsins sem þingmenn einir hafa vald til að setja.“ Ef ekki doktor í lögfræði, hvað þá? „Ég hafði gaman af enskum bók- menntum í menntaskóla. Það hefði sjálfsagt líka komið til greina.“ Hvað er fram undan? „Það er vinna, eins og alltaf. Það er mikil törn hjá mér núna en ég er að afhenda öðrum þau verkefni sem ég hef unnið að við Háskóla Íslands og koma öðrum inn í starfið.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +9 4 +13 1 xx xx xx xxxx xx xx +11 4 xx xx +12 4 xx xx xx xx xx +114 +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx+104 xxxx xx xx +13 4 +14 4 +13 1 xx xx +11 4 +11 4 xx xx +10 4 +10 4 +7 7 xx +12 7 xx xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Fyrsta verk að máta dómaraskikkjuna Doktor Páll Hreinsson lagaprófessor hefur verið skipaður í embætti hæstaréttar- dómara frá 1. september. Páll verður þá yngstur hæstaréttar- dómara, 44 ára. 1árangur - Stelpurnar hér heima hafa sýnt að þær snúast bestu þjóðum heims fyllilega snúning. Þær hafa náð frá- bærum árangri í Evrópukeppn- um og með landslið- inu. Sýnum þeim stuðning í verki og mætum á leiki í deildinni, sem gæti innan nokkurra ára orðið ein sú sterkasta í Evrópu. 2 Bestu heima - Ólíkt því sem tíðkast í karlaboltan- um spila bestu ís- lensku stelpurnar í deildinni hér heima. Okkur gefst því kostur á að sjá nokkrar af efnilegustu og bestu knattspyrnukon- um í heimi hér á klakanum. 3markasúpa - Landsbankadeild kvenna er ein skemmtilegasta deildarkeppni landsins. Ekki er óalgengt að sami leik- maðurinn skori 4 til 5 mörk í leik og stundum eru skoruð á ann- an tug marka í einum leik. Það heyrir til algerrar undantekningar ef hvor- ugu liðinu tekst að skora og því eru leikirnir oft hin besta skemmtun. 4keppnisskap - Alltof sjaldan sér maður fólk sleppa fram af sér beislinu og tjá tilfinningar sínar. Á fótboltavellinum má oft á tíðum heyra orðbragð sem heyrist ekki nema í dýpstu fylgsnum Litla- Hrauns. Þar eru konurnar engir eft- irbátar karlanna. Ólíkt því sem gerist hjá föngunum eru allir vinir að leikslokum og takast í hendur. 5Fegurð - Íslendingar eru með fallegustu þjóðum heims. Við erum hvert öðru fallegra og kyn- þokkinn hreinlega lek- ur af okkur öllum. Rétt eins og í karladeildinni má í kvenna- deildinni sjá fallegt fólk á knattspyrnuvell- inum. Stelpurnar fara reyndar ekki úr að ofan þegar þær skora, enda væri það of gott til að vera satt. ástæður til að fara á kvenna- knattspyrnu- leik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.