Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 2
fimmtudagur 30. ágúst 20072 Fréttir DV Jafnræði til náms „Þetta er tækifæri til að efla jafnræði til náms, óháð efna- hag,“ segir Ragnar Þorsteins- son, fræðslustjóri Reykjavíkur. Í gær var kynntur samningur milli Menntasviðs Reykjavíkur og Fjölbrautaskólans við Ármúla um ókeypis fjarnám fyrir grunn- skólanema. Ragnar bendir á að hingað til hafi þurft að greiða um 10 til 15 þúsund krónur fyrir hvern áfanga. Á síðasta skólaári voru 173 grunnskólanemar í fjarnámi við FÁ á haustönn en 125 á vorönn. Fjarnám við FÁ hefur verið starf- rækt frá 2002. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Snjóflóðahætta í höfuðborginni Snjóflóða- og skriðuhætta er í fyrirhuguðum byggingarlöndum Reykjavíkurborgar við Esjuræt- ur og Úlfarsfell. „Við gerðum of- anflóðahættumat fyrir alla staði þar sem hættan er fyrir hendi. Í ljós kom að flóð hafa fallið, bæði snjóflóð og aurskriður, á þess- um stöðum á síðastliðnum tvö hundruð árum,“ segir Hörður Þór Sigurðsson verkfræðingur á Veð- urstofu Íslands. Í skýrslu Veðurstofunnar um ofanflóðahættu frá í fyrrahaust kemur fram að fjöldi flóða hefur fallið úr Esjunni. Sum þeirra hafa valdið nokkrum skaða. Tekinn á 166 kílómetra hraða Karlmaður á fertugsaldri var stöðvaður af lögreglunni á Blönduósi á 166 kílómetra hraða í fyrrakvöld. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Blönduósi var maðurinn sviptur ökuréttindum á staðnum, hann átti leið um Holta- vörðuheiðina. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hvers vegna maðurinn flýtti sér svona mikið en það mun kosta hann skildinginn. Hann fær vænt- anlega 150 þúsund króna sekt auk þess að missa ökuréttindi í þrjá mánuði. Hann fær einnig fjóra punkta í ökuferilskrá. Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir stjórnsýsluúttekt á Vinnumálastofnun: Óprúttnir verktakar brjóta á ódýru vinnuafli Félagsmálaráðuneytið hefur ósk- að eftir stjórnsýsluúttekt á Vinnu- málastofnun. Hrannar Björn Arn- arsson segir engin neikvæð skilaboð felast í þessu. „Það er skylda ráðu- neytanna að fylgjast með þróun mála innan sinna stofnana,“ segir hann. Hrannar segir ástæður úttektar- innar fyrst og fremst vera þær að að- stæður á vinnumarkaði hafi breyst mikið í seinni tíð, einkum með til- komu erlendra launþega á Íslandi. „Lagaumhverfið hefur einnig breyst talsvert og þetta þýðir að allar þær forsendur sem lagt var upp með þeg- ar stofnuninni var komið á fót eru breyttar,“ segir Hrannar. Hann seg- ir úttektina ekki vera í tengslum við fréttir af óskráðu verkafólki við Kára- hnjúka. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskaði í gær eftir því að félags- og tryggingamálanefnd Al- þingis yrði kölluð saman hið snar- asta, í ljósi fréttaflutnings um að hér á landi sé verkafólk í stórum stíl án þeirra réttinda sem því ber. Hann tel- ur að hugsanlega séu hér alvarlegar brotalamir á eftirliti með skráningu verkafólks. „Það er að koma fram í dagsljós- ið að hér eru framin stórfelld brot á kostnað verkamanna. Alþingi hef- ur sett lög sem eiga að tryggja öllu launafólki á Íslandi ákveðin lág- marksréttindi og eftir þessum lögum er ekki farið,“ segir Ögmundur. Hann vill að nefndin fari í saumana á mál- inu. Vinnumálastofnun ber ábyrgð á þessu eftirliti. „Þess ber samt að geta að hvað sem eftirlitinu líður, má aldrei missa sjónar á því að hér eru óprúttnir verktakar sem brjóta samninga og lög. Við megum ekki gleyma ábyrgð þessara aðila. Það eru sjálfir verkamenn- irnir sem eru fórnarlömb- in. Hið ódýra vinnuafl, sem svo er kallað,“ segir Ögmundur. sigtryggur@dv.is Ögmundur Jónasson segir brotalamir vera á eftirliti með erlendu vinnuafli. Hrannar Björn Arnarsson félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir stjórnsýsluúttekt á Vinnumálastofnun. Ógnarmat fyrir Ísland Unnið er að gerð ógnar- mats fyrir Ísland innan utan- ríkisráðuneytisins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur utanrík- isráðherra á ráðstefnunni Kapphlaup til Norðurskauts- ins í gær. „Ég hef nýtt tímann frá því að ný ríkisstjórn tók við til að undirbúa gerð vand- aðs, faglegs ógnarmats fyrir Ísland,“ sagði Ingibjörg Sól- rún og sagði slíkt mat löngu orðið tímabært. Hún sagði allar áætlanir um viðbúnað ófullnægjandi án þeirrar und- irstöðu sem ógnarmat gæfi. Hún sagði ljóst að útfæra þyrfti lýðræðislegri vinnubrögð en hingað til hafa tíðkast þegar kemur að þjóðaröryggi. „Ég er mjög undrandi yfir þessu og börnin mín hafa verið mjög sorg- mædd undanfarið,“ segir Steinberg Arnarson, eigandi hundsins Neo sem lögreglan á Selfossi lét lóga fyrir litlar sakir. Steinberg, sem er þriggja barna faðir, er harmi sleginn yfir missinum en Neo var fjögurra ára gamall bor- der collie-hundur. Skildi eftir skilaboð „Hann týndist seinni partinn á föstudeginum 17. ágúst. Ég fór um- svifalaust að leita að honum úti um allan bæ en mér tókst ekki að finna hann,“ segir Steinberg, sem er bú- settur í Hveragerði ásamt fjölskyldu sinni. Steinberg segir að hann hafi ekki getað haldið leitinni áfram á föstudagskvöldið þar sem eiginkona hans hafi farið á fæðingardeildina í Reykjavík þar sem hún átti barn sunnudaginn 19. ágúst. „Það gerðist ekkert hjá henni á föstudagskvöldið þannig að ég fór aftur í Hveragerði til að halda áfram leitinni,“ segir Steinberg en um ell- efuleytið á föstudagskvöldið hafði hann fyrst samband við lögregluna á Selfossi. „Ég sagði við þá að ég hefði týnt hundinum og spurði þá hvort þeir hefðu fundið hann. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki fengið neina ábendingu um lausan hund. Ég skildi þá eftir nafn og símanúmer þar sem ég bað þá um að hafa samband ef hann fyndist.“ Lóguðu hundinum Steinberg hélt leitinni áfram um nóttina en hún bar engan árangur. Hann skildi útidyrnar eftir opnar um nóttina í von um að hann skilaði sér. Það gerðist hins vegar ekki. Stein- berg gafst ekki upp heldur hélt áfram að leita á laugardeginum en án ár- angurs. „Ég hafði þá aftur samband við lögregluna á Selfossi seinni partinn á laugardeginum og spyr hvort þeir hefðu fundið hundinn sem ég aug- lýsti eftir kvöldið áður. Þá spurði kon- an sem ég talaði við hvernig hann liti út. Ég lýsti honum ítarlega fyrir henni og þá gefur hún mér þau svör að lögreglan hafi farið og látið lóga sams konar hundi um morguninn. Ég fór á stöðina þar sem þeir sýndu mér mynd af honum og ég fékk stað- festingu á að þetta var Neo.“ Klóraði konu Steinberg segist hafa fengið þá skýringu frá lögreglunni að hann hafi ráðist á konu daginn áður. „Hann hefur aldrei ógnað neinum og aldrei sýnt tennurnar. Ég fékk þá skýringu að hann hafi labbað á eftir einhverri tík inn í garð hjá einhverri konu. Kon- an reyndi að koma ól á Neo sem gekk ekki. Hún hefur sennilega tekið utan um hann og hann hefur reynt að sleppa úr arminum á henni. Þannig fékk konan klór á höndina á sér og hringdi á lögregluna.“ Steinberg segir að lögreglan hafi verið með hundinn í gæslu föstu- dagsnóttina og farið með hann til dýralæknis daginn eftir og skipað honum að lóga hundinum. Hann furðar sig á því að ekki hafi verið haft samband við hann. Ekki löglegt Steinberg segir að þessi aðför lög- reglunnar standist ekki lög. „Ég er búinn að tala við lögfræðing sem hef- ur skoðað málið. Lögin um hunda- hald kveða á um að ef hundur bíti mann sé réttlætanlegt að lóga hon- um. Neo beit engan og hefði aldrei gert það. Það var konan sem beitti hann upphaflega valdi. Það eru all- ir mjög hneykslaðir á þessu. Ég geri alveg eins ráð fyrir því að kæra þetta því það var ekki heldur talað við eig- endur. Ég talaði við dýralækninn sem lógaði honum og hann sagði mér að þetta hafi verið besta grey. Hann hafi bara fengið skipun frá sýslumanni um að lóga hundinum. Hann taldi þennan hund ekki ógna einu né neinu,“ segir Steinberg, sár yfir missinum. Ekki náðist í Þorgrím Óla Sigurðs- son, yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á Selfossi, við vinnslu fréttarinnar. EinAr Þór SigurðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is Lögreglan á Selfossi lét aflífa hundinn neo sem slapp frá eigendum sínum. Stein- berg Arnarson, eigandi hundsins, segir að Neo hafi aldrei gert neinum neitt og verið góður hundur. Börnin hans hafa verið sorgmædd enda missirinn mikill. Hann er forviða á ákvörðun lögreglunnar að láta lóga hundinum fyrir svo litlar sakir. „ég lýsti honum ítar- lega fyrir henni og þá gaf hún mér svör um að lögreglan hefði farið og látið lóga sams konar hundi um morguninn.“ HARMI SLEGIN EFTIR AÐ LÖGGAN LÉT AFLÍFA NEO Harmi slegnir feðgar steinberg arnarson og Pétur Orri ingvarsson syrgja hundinn Neo. Pétur Orri fékk hundinn á jólunum fyrir nokkrum árum. Hundurinn neo Lögreglan lét lóga hundinum án þess að láta eigendur vita, þrátt fyrir að þeir hefðu spurt eftir honum hjá lögreglunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.