Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 20
fimmtudagur 30. ágúst 200720 Hjólið mitt DV Ragnar Þór Ingólfsson, verslun- arstjóri í Erninum, segir hvert met- ið á eftir öðru vera slegið í hjólasölu. „Ég man þegar ég byrjaði að vinna í hjólabransanum í kringum 1990, þá stóð ég vaktina í nánast mann- lausri búð, þrjá til fjóra mánuði á ári. Núna er óslitin sala allan árs- ins hring.“ Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þessa aukningu á hjól- reiðanotkun landsmanna að mati Ragnars. „Mildara veðurfar hefur vissulega sitt að segja. Hjólin eru líka orðin svo góð og úrvalið af þeim hefur aukist svo um munar. Hvatn- ingarátakið sem Íþrótta- og ólymp- íusamband Íslands hrinti af stað fyrir fimm árum, Hjólað í vinnuna, hefur líka komið mjög vel út.“ Hjól við allra hæfi „Fyrir fimm til tíu árum seldust aðallega fjallahjól með flötu stýri en núna erum við með fimmtán mismunandi tegundir. Það er mis- jafnt eftir aldri og kyni hvað er vin- sælast. Unglingarnir velja marg- ir freestyle-hjól eða BMX, en það eru svona stökkhjól,“ segir Ragn- ar. „Eldra fólk velur mikið svo- kölluð Comfort-hjól sem eru með breitt sæti og hátt stýri. Þessi hjól eru ætluð til frístundahjólreiða. Svo eru Cruserar líka vinsæl hjól. Það eru svona töffarahjól sem þjóna litlum öðrum tilgangi en að sýna sig og sjá aðra.“ Ragnar seg- ir að það færist mikið í aukana að fólk keppi í hjólreiðum en slík hjól þurfi að vera ansi vel búin. „Þetta eru svona Tour de France-hjól og þau kosta á bilinu sex hundruð til sjö hundruð þúsund krónur.“ Hjólaferðir á erlendri grundu Sjálfur fer Ragnar mikið í hjól- reiðaferðir og finnur fyrir aukn- um áhuga hjá fólki fyrir slíkum ferðum. „Ég hef hjólað um Kúbu auk þess sem ég hef hjólað frá Taí- landi til Kambódíu. Svona ferðir eru að verða mjög vinsælar. Sum- ir kjósa erfiðari ferðir upp um fjöll og firnindi en aðrir kjósa rauðvíns- ferðir í kringum Gardavatn. Þetta er virkilega góður ferðamáti. Þú upplifir landið og stemninguna mun betur heldur en í gegnum bílrúðu.“ Ragnar segir svona ferðir vera mun einfaldari en fólk heldur. Aðspurður segir Ragnar Reykjavík ekki vera hjólavæna borg. „Það er nú samt búið að gera mjög mikið til þess að bæta samgöngur gangandi fólks og hjólreiðamanna. En það er ekki nóg. Það virðist ríkja ákveðin meinloka í að koma hjólreiðastíg- um inn í skipulagða gatnagerð.“ RJÚKANDI SALA Á REIÐHJÓLUM Ragnar Þór Ingólfs-son, verslunarstjóri í Erninum. KORTERSKORT Ráðlagður dagskammtur hreyfingar er 30 mínútur samkvæmt erlendum rann- sóknum. Með því að hjóla tvisvar á dag í korter má uppfylla daglega hreyfiþörf. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar lét útbúa þetta kort sem sýnir þá vegalengd sem meðalhjólreiðamaður ferðast á aðal- stígum borgarinnar á 15 mínútum út frá þungamiðju. TILRAUNAÁSKRIFT 2 FYRIR 1 ::: Þú færð Helgarblað DV og Mánudagsblaðið sent heim að dyrum ::: Þú færð fyrstu tvo mánuðina á sérstöku tilboði ::: Þú færð annan mánuðinn frítt, hinn á aðeins 1.990 kr. Hringdu í síma 512 7000, farðu inn á dv.is, sendu póst á askrift@dv.is eða sendu okkur sms skilaboðin „dv ja“ í síma 821 5521 og við hringjum í þig til að ganga frá tilraunaáskriftinni. Eftir þessa tvo mánuði berst þér blaðið áfram en hafir þú ekki áhuga á að fá blaðið lengur, hringir þú í síma 512 7000. HELGARÁSKRIFT 2fyrir1 D Y N A M O R E Y K JA V ÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.