Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 12
Menning fimmtudagur 30. ágúst 200712 Menning DV Tengsl í norðri Út er komið ritið Vänner, patroner och klienter i Norden 900–1800 þar sem fjallað er um vináttu, óformleg samskipti og tengsl manna á milli á Norðurlöndum á fyrri öldum. Í bókinni eru tólf ritgerðir eftir norræna sagnfræðinga sem ræddu þetta viðfangsefni á norræna sagnfræðinga- þinginu sem haldið var í Reykjavík í ágúst. leiklist Dans Möguleikhúsið hefur tilkynnt verkefnaskrá vetrarins: Níu íslensk verk Möguleikhúsið er nú að hefja átj- ánda leikár sitt en frá upphafi hefur leikhúsið lagt áherslu á að bjóða upp á frumsamið íslenskt efni fyrir börn og unglinga. Þetta leikár verður eng- in undantekning frá þeirri reglu. Það verða níu íslensk verk á boð- stólum hjá Möguleikhús- inu í vetur, ein ný sýning, ein sem tekin er upp að nýju eftir nokkurra ára hlé, fjórar frá fyrra leikári og tvær gestasýningar. Allt eru þetta farandsýningar sem unnt er að koma með í skóla, auk þess sem hópum býðst að koma og sjá sýningarnar í sal Möguleikhúss- ins við Hlemm. Þær sýningar, sem í boði eru í vetur fyrir aldurshópinn 2 til 10 ára, eru Höll ævintýranna eftir Bjarna Ingvarsson í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar, Landið Vifra sem byggt er á barna- ljóðum Þórarins Eldjárn, Smiður jóla- sveinanna eftir Pétur Eggerz, Langafi prakkari eftir Pétur byggt á sögum Sig- rúnar Eldjárn, Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur og svo Sæmundur Fróði í leikgerð títtnefnds Péturs fyrir áhorf- endur á aldrinum 6 til 12 ára. Fyrir þá sem eru orðnir aðeins eldri, eða eru í eldri bekkjum grunn- skóla og framhaldsskóla, eru það svo Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í leikgerð og leikstjórn Öldu Arnar- dóttur, Gísli Súrsson í leikgerð Elf- ars Loga Hannessonar og Jóns Stef- áns Kristjánssonar en um er að ræða gestasýningu Kómedíuleikhússins sem heimsækir höfuðborgarsvæðið 1.–12. október og 25. febrúar–7. mars, og Skrímsli – einleikinn gamanleik- ur eftir Pétur Eggerz og Elfar Loga Hannesson. Þetta er einnig gestasýn- ing Kómedíuleikhússins sem sýnd verður á höfuðborgarsvæðinu 1.–12. október og 25. febrúar–7. mars. Nánari upplýsingar um sýning- arnar er að finna á moguleikhusid. is. „Öll atriðin voru valin gaum- gæfilega og það er hiklaust hægt að mæla með þeim öllum,“ segir Hild- ur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival, sem hefst í kvöld og stendur yfir alla helg- ina. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 og hefur verið haldin árlega síðan ef frá er talið eitt skipti. Að sögn Hildar hefur undirbúningur gengið vel. „Það er náttúrlega kom- in nokkur reynsla á þessa hátíð og danshöfundarnir og listamenn- irnir öllu vanir. Það hefur líka ver- ið mjög gaman fyrir mig, sem er hvorki dansari né telst sérstaklega listræn, að taka þátt í þessu verkefni með þeim,“ segir Hildur sem kemur að undirbúningi hátíðarinnar nú í fyrsta sinn. Stærri hátíð en áður Hún segir hátíðina í ár vera nokkuð stærri en fyrri ár. „Ekki síst huglægt séð þar sem við fær- um okkur aðeins nær almenningi. Við erum ekki lengur inni í lokuðu rými leikhússins heldur förum við út á götu, inn á kaffihúsin, út í búð- argluggana og til fólksins. Þetta er ekki síst vegna þess að við viljum gera almenningi kleift að nálgast nútímadansinn því fólk hefur svo- lítið veigrað sér við þessu listformi. Í staðinn fyrir að biðja það alltaf að koma til okkar ætlum við að fara til þess,“ segir Hildur. Boðið verður upp á göngur um miðborgina með leiðsögn þar sem horft verður á dansa víðs vegar um borgina. „Fólk hittist þá á Aust- urvelli og gengur með leiðsögu- manni um göturnar. Staldrað er við á óhefðbundnum stöðum og fylgst með danssýningu, til dæm- is við búðarglugga, og svo er meira að segja farið heim til eins dansar- ans á Grundarstígnum. Við erum því aðeins að færa nútímadansinn inn í hversdagsleikann,“ segir Hild- ur og bætir við að búið sé að fá leyfi frá tilteknum búðareigendum til að dansa í gluggunum hjá þeim. Bæði fyrir vana og óvana Hildur segir þó líka vera boð- ið upp á hefðbundið leikhús öll kvöldin sem hátíðin stendur yfir. „Þá verða þrjár danssýningar í Verinu sem er við hliðina á Loft- kastalanum. Þótt það sé ekki leik- hús er það í leikhúsformi sem við þekkjum. Við höfum búið til dansheim, eða black box studio svokallað, sem ég held að hafi ekki verið gert fyrr og er mjög skemmtilegt.“ Eins og áður sagði segist Hild- ur geta klárlega mælt með öllum sýningunum. „Það fer svolítið eft- ir smekk fólks hvað það vill upp- lifa. Þeim, sem hafa séð mikið af danssýningum, finnst kannski hressandi að fara í göngurnar og setja hann í nýtt samhengi. Þeir sem ekki hafa kynnt sér dans- inn vilja kannski byrja með hefð- bundnari hætti með því að kíkja á kvöldsýningu í Verinu.“ Hægt er að kaupa miða á midi. is, bæði á stakar sýningar og passa sem gildir á alla viðburði hátíðarinnar. kristjanh@dv.is Danshátíðin Reykjavík Dance Festival hefst í kvöld og stendur yfir fram á sunnudag. Fimmtán dansverk verða sýnd á hátíðinni og koma tugir dansara víðs vegar að fram á hátíðinni. Og það verður ekki bara dansað inni í húsum. Umkomulaus börn Sýningin Umkomulausu börn Afganistan verður opn- uð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Það er lista- maður að nafni Dante, sem býr og starfar í Reykjavík, sem tók myndirnar. Þær sýna börn í Afganistan í daglegu lífi sem einkennist af óróleika stríðs- rekstrar og óstöðugleika á svæðinu eins og alkunna er. Að sögn Dantes hafa börnin þurft að þola meira harðræði fyrir níu ára aldur en flest fólk kynn- ist á heilli mannsævi. Þrátt fyrir þetta skynjaði hann hjá þeim einlæga von og styrk til að tak- ast á við framtíðina. Sýningin stendur til 24. október. Merkismanna minnst Á dagskrá Kvikmyndasafns Íslands í haust verður minnst merkra manna sem féllu frá á árinu: leikstjóranna Ingmars Bergman og Michelangelo Ant- onioni, Baldvins Halldórssonar, leikara og leikstjóra, og Péturs Rögnvaldssonar kvikmynda- leikara. Haustdagskráin hefst með þremur kvikmyndum eftir Bergman: Sem í skugg- sjá (Såsom i ett spegel) sem sýnd verður 4. og 8. september, Kvöldverðargestirnir (Natvärds- gästerna), sýnd 11. og 15. sept- ember, og Þögnin (Tystnaden), sýnd 18. og 20. september. Að venju verða sýningar Kvik- myndasafnsins á þriðjudögum kl. 20 og laugardögum kl. 16. Yfirlitssýning á verkum Eggerts Listasafn Reykjavíkur og Landsbankinn hafa gert með sér samkomulag um samstarf vegna stórrar yfirlitssýningar á verkum Eggerts Pétursson- ar listmálara á Kjarvalsstöðum sem opnuð verður 8. septemb- er. Auk þess að styðja sýning- una með veglegu framlagi lánar Landsbankinn verk á sýninguna en bankinn á eitt stærsta ein- staka safn verka Eggerts. Eggert er kunnur fyrir einstök málverk sín af fínlegri og harðgerri nátt- úru landsins sem hann málar af mikilli nákvæmni. Verk Eggerts á sýningunni spanna feril hans frá upphafi til dagsins í dag og hafa sum hver aldrei komið fyrir sjónir almennings áður. Sýning- in stendur til 4. nóvember. Úr Höll ævintýranna möguleikhúsið við Hlemm er nú að hefja sitt átjánda leikár. DANSAÐ Í HEIMAHÚSUM OG BÚÐARGLUGGUM Dansað á Austurvelli dansarar komu saman á austurvelli í gær til að kynna hátíðina. DV myndir Stefán Hildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri reykjavík dance festival segir hátíðina þá stærstu hingað til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.