Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 18
fimmtudagur 30. ágúst 200718 Sport DV Kieron Dyer varð fyrir því óláni að fótbrotna í leik West Ham og Bristol Rovers. Það er því ljóst að fjórir af fimm leikmönnum sem West Ham keypti í sumar eru meiddir. 2,8 milljarðar á sjúkralista Engu er líkara en að bölvun hvíli á nýjum leikmönnum Íslendingaliðs- ins West Ham. Kieron Dyer fótbrotn- aði í leik West Ham og Bristol Rovers í enska deildarbikarnum á þriðjudag- inn. Hann er fjórði nýi leikmaður fé- lagsins sem meiðist skömmu eftir að ganga í raðir West Ham. Hinir eru Julien Faubert, Freddie Ljungberg og Scott Parker. Julien Faubert var keyptur til West Ham frá Bordeaux í sumar fyrir 6,1 milljón punda, um 790 milljónir króna. Hann skaddaði hásin í æfinga- leik gegn tékkneska liðinu Sigma Olo- mouc og verður frá keppni fram í jan- úar, hið minnsta. West Ham keypti Freddie Ljung- berg frá Arsenal í júlí fyrir þrjár millj- ónir punda, um 388 milljónir króna. Ljungberg lék fyrsta leik West Ham á tímabilinu. Skömmu síðar tognaði hann í kálfa og hefur ekki getað leikið síðan. Scott Parker kom til West Ham frá Newcastle fyrir sjö milljónir punda, um 907 milljónir króna. Hann meidd- ist á hné á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert leikið með West Ham það sem af er tímabilsins. Það styttist þó óðum í að hann nái sér af meiðsl- unum. Kieron Dyer lék sinn fyrsta leik með West Ham gegn Birmingham eft- ir að West Ham keypti hann frá New- castle fyrir sex milljónir punda, um 777 milljónir króna. Dyer varð hins vegar fyrir því óláni í leik West Ham og Bristol Rovers á þriðjudaginn að fót- brotna. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað Dyer verður lengi frá keppni. Kærulaus tækling „Félagið getur staðfest að Kieron Dyer er með tvær sprungur í leggnum. Það kom í ljós á röntgenmynd sem tek- in var í gær. Það er of snemmt að segja til um á þessari stundu hve lengi leik- maðurinn verður frá keppni. Það kem- ur í ljós þegar fyrsta aðgerðin verður gerð,“ segir í yfirlýsingu sem West Ham sendi frá sér í gær. Alan Curbishley, stjóri West Ham, segir að Joe Jacobson, leikmaður Bris- tol Rovers sem braut á Dyer, hafi verið kærulaus í tæklingu sinni. „Leikmenn Bristol Rovers hljóta að vera mjög ósáttir við tæklingu hans. Eins og ég sá þetta þá sparkaði hann í Dyer eftir að hafa misst boltann og hitti á slæm- an stað. Yrðir þú ekki reiður? Það sáu allir að hann að sparkaði í hann,“ segir Curbishley. Hann segir einnig að svo geti far- ið að félagið verði að kaupa fleiri leik- menn til að mæta meiðslum þess- ara manna. „Á þessari stundu finnst mér eins og að lukkan sé á móti mér. Við erum með leikmenn að verðmæti meira en 20 milljónir punda meidda. Það er mjög svekkjandi en við verð- um að halda áfram og til þess erum við með leikmannahóp. Ég verð að meta stöðuna og okkur vantar mann á hægri kantinn. En hver vill koma og spila fyrir okkur eftir það sem á undan er gengið?“ segir Curbishley. Hann segist miður sín yfir meiðsl- um Dyers. „Ég er auðvitað ánægður með að vera kominn áfram í deildar- bikarnum en leikurinn var aukaatriði eftir að Kieron meiddist. Ég er mjög miður mín því hann var að spila vel í sinni uppáhaldsstöðu, á miðjunni,“ segir Curbishley. Paul Trollope, stjóri Bristol Rovers, er ósammála Curbishley og segir að þetta hafi verið slys. „Joe er heiðarleg- ur strákur og hann gerði tilraun til að sparka í boltann. Þetta var einfaldlega óheppilegt slys,“ segir Trollope. Finnum allir til með honum Dyer hefur verið óheppinn með meiðsli á ferlinum og hefur meðal annars glímt við þunglyndi vegna allra meiðslanna. Liðsfélagar Dyers hjá West Ham virðast slegnir yfir fótbrotinu og hafa reynt sitt til að hughreysta kappann. „Ég hef spilað með honum áður og ég veit hvernig hann spil- ar. Mér fannst hann spila vel gegn Birmingham og á laugardaginn gegn Wigan. Vonandi verður hann klár fyrr en síðar,“ segir Lee Bowy- er, sem spilaði með Dyer hjá New- castle. Þeir félagar lentu í slagsmál- um í miðjum leik með Newcastle á sínum tíma og skömmu síðar var Bowyer seldur. Lucas Neill, fyrirliði West Ham, meiddist skömmu eftir að hann var keyptur til félagsins í janúar. Hann sagði að mikilvægt væri að leik- menn West Ham stæðu við bakið á Dyer. „Við finnum allir til með hon- um. Við munum fara og heimsækja hann og óska honum skjóts bata. Þetta er leiðinlegur tími fyrir fót- boltamann og enginn vill lenda í þessu,“ segir Neill. dagur@dv.is meistaradeild evrópu Dynamo Kyiv - FK Sarajevo 3-0 dynamo Kyiv vann samtals 4-0. S. Donetsk - Red Bull Salzburg 3-1 shakhtar donetsk vann samtals 3-2. Besiktas - FC Zurich 2-0 Besiktas vann samtals 3-1. Steaua Bucuresti - BATE 2-0 steaua Bucuresti vann samtals 4-2. D. Zagreb - Werder Bremen 2-3 Bremen vann samtals 5-3. Slavia Prag - Ajax 2-1 slavia Prag vann samtals 3-1. Anderlecht - Fenerbahce 0-2 fenerbahce vann samtals 3-0. Celtic - Spartak Moskva 1-1 Celtic vann í 4-3 vítaspyrnukeppni og 6-5 samanlagt. Elfsborg - Valencia 1-2 Valencia vann samtals 5-1. FC Köbenhavn - Benfica 0-1 Benfica vann samtals 3-1. Rosenborg - Tampere 2-0 rosenborg vann samtals 5-0. Arsenal - Sparta Prag 3-0 arsenal vann samtals 5-0. enski deildarbikarinn Bristol City - Man. City 1-2 Middlesbrough - Northampton 2-0 Newcastle - Barnsley 2-0 franska úrvalsdeildin Marseille - Nice 0-2 Auxerre - Rennes 0-2 Le Mans - PSG 0-2 Lille - Monaco 0-1 Metz - Bordeaux 0-1 St. Etienne - Strasbourg 2-0 Sochaux - Lyon 1-2 Staðan Lið L u J t m st 1. monaco 6 4 1 1 11:4 13 2. Nancy 5 4 1 0 11:4 13 3. Valencie. 6 4 1 1 12:7 13 4. Bordeaux 6 3 2 1 7:4 11 5. rennes 6 3 2 1 6:3 11 6. Lorient 6 3 2 1 10:8 11 7. strasbo. 6 3 1 2 8:5 10 8. Le mans 6 3 1 2 8:8 10 9. st.Etienne 6 2 2 2 6:4 8 10. Nice 6 2 2 2 6:5 8 11. Lille 6 1 4 1 5:5 7 12. Psg 6 1 4 1 4:4 7 13. Lyon 4 2 0 2 4:3 6 14. marseille 6 1 3 2 5:7 6 15. toulouse 4 1 1 2 4:7 4 16. Caen 4 1 0 3 2:4 3 17. auxerre 6 1 0 5 2:13 3 18. Lens 4 0 2 2 1:3 2 19. sochaux 5 0 2 3 3:10 2 20. metz 6 0 1 5 1:8 1 úrslit í gær íÞrÓttamOlar FriðriK léK leiK númer 100 miðherjinn friðrik stefánsson lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd í gærkvöld þegar Ísland tók á móti georgíu í Evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll. friðrik fékk afhent gullúr frá KKÍ fyrir áfangann. guðmundur Bragason hefur leikið flesta leiki fyrir Ísland eða 169. í Dag 19:00 ensKu mörKin 20:00 Premier league WorlD Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. 20:30 Premier league ClassiC BEstu LEiKir úrVaLsdEiLdariNNar 21:00 Premier league ClassiC BEstu LEiKir úrVaLsdEiLdariNNar 21:30 season HigligHt 22:30 4-4-2 23:50 CoCa Cola mörKin 2007-2008 farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. enn og aftur meiddur Kieron dyer hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á ferlinum og varð fyrir því að fótbrotna á þriðjudaginn. Dagur sveinn Dagbjartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is Newcastle komst auðveldlega í þriðju umferð deildarbikarsins: Owen á skotskónum Michael Owen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle á tímabil- inu þegar liðið lagði Barnsley 2–0. Owen skoraði eftir 12 mínútna leik og endaði þar með 20 mánaða bið Newcastle eftir marki frá þessum mikla markvarðarhrelli. Markið kom eftir 57 mínútna leik og kom eftir sendingu frá Shola Ameobi. Fram að markinu var Newcastle búið að vera mun sterkara í leikn- um en tókst ekki að nýta færin. Hins vegar fengu gestirnir í Barns- ley tvö ágæt færi en Dwayne Matt- is og Martin Devaney skutu báð- ir framhjá. Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði Obafemi Martins síðara mark Newcastle í leiknum eftir að hafa komið inn á sem vara- maður með föstu skoti. Rolando Bianchi, sem kost- aði rúman milljarð króna, tryggði Manchester City sigur þegar lið- ið hans Svens-Görans Ericksson vann Bristol 2–1. City hafði verið mun sterkara í leiknum og komst verðskuldað yfir með marki Em- ilies Mpenza en tókst ekki frekar að nýta sér yfirburðina á vellinum. Þeir fengu átta frábær færi til að auka forustuna og fóru þar fremstir í flokki framherjarnir tveir Mpenza og Bianchi. Shalem Logan, enn eitt ungstirnið sem kemur úr unglinga- akademíu City-manna, fékk frá- bært færi en hinn 19 ára gamli Log- an klúðraði illilega. Þvert gegn gangi leiksins jafn- aði Bradley Orr svo leikinn og héldu margir að ævintýrið frá því í fyrra myndi endurtaka sig hjá City. Þá féll City úr keppni fyrir Chesterfield á sama stigi og núna. Bianchi kom hins vegar Sven-Göran til bjarg- ar með stórbrotnu marki af um 30 metra færi. Middlesbrough vann auðveld- an sigur á Northampton 2–0. Fabio Rochemback skoraði fyrsta mark- ið og Dong Gook Lee bætti síðari markinu við þegar hálftími var eftir af leiknum. benni@dv.is loksins mark michael Owen skoraði eftir 20 mánaða bið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.