Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Page 8
Mánudagur 22. október 20078 Fréttir DV Fitusog án skurðaðgerðar 10 daga meðferð sem jafnast á við fitusog. Húðin stinnist og appelsínuhúð hverfur. 100% ánægja að meðferð lokinni Tilboðsverð kr. 24.900.- Stórhöfða 17 • 110 Reykjavík 577 7007 Sími: Nemendur í Rah-e-Amal-skólanum eru ekki heimtufrekir: Stunda nám undir berum himni Í hátt í tíu ár hefur verið starf- ræktur skóli fyrir götubörn í borg- inni Rawalpindi í Pakistan. Það eitt er kannski ekki í frásögur færandi, en að hann sé starfræktur undir berum himni er það aftur á móti. Stofnandi skólans er Zehra Fasahat og kennsl- an fer fram á veröndinni fyrir fram- an hús hennar og á garðspildu sem liggur að því. Á hverjum morgni stilla börnin upp krítartöflum og koma fyrir dýnum og námið hefst. Að því loknu taka krakkarnir allt saman á ný og af þeim skín sjálfsöryggi og ham- ingja með það sem þau hafa lært þann daginn. Flest barnanna eru úr fjölskyldum sem berjast fyrir tilveru sinni í þjónustustörfum eða með betli á götunum og með náminu hef- ur þeim tekist að vinna bug á eymd- inni sem fylgir fátækt. Börnin voru tortryggin Zehra Fasahat hafði horft upp á börnin róta í rusli á götunum í von um æti. Allar leifar urðu að máltíð í þeirra höndum. „Ég hugsaði með mér að hér væru börnin, í mínu nágrenni, mitt á meðal okkar, svo soltin og örvænting- arfull og það væri skylda okkar að gera eitthvað fyrir þau,“ sagði hún. Hún kallaði til barnanna og spurði hvort þau vildu læra. Fyrstu viðbrögð barn- anna einkenndust af tortryggni. „Þau spurðu: „Af hverju? Viltu fá atkvæði okkar? Eða ætlarðu að selja okkur?““ sagði Zehra Fasahat. Börnin sneru aftur nokkrum dögum síðar og tóku hana á orðinu. Einhverju síðar flutti Zehra Fasahat ásamt fjölskyldu sinni, en götubörnin fylgdu í kjölfarið. Núna stunda um tvö hundruð börn nám við Rah-e-Amal-skóla Fasahat, en hann er rekinn með frjálsum framlögum. Betlarar Lífsbarátta fátækra er hörð í Pakistan. Atkvæði til sölu Taílendingar eru ekki að flækja málin þegar kemur að því að velja ráðamenn þjóðarinn- ar. Samkvæmt frétt í dagblaði í Bangkok eru tveir af hverj- um þremur reiðubúnir að selja atkvæði sín í kosningum. Þetta eru niðurstöður úr rannsókn á bakgrunni tæplega fjögurra þúsunda kjörinna taílenskra embættismanna í fjórtán hér- uðum landsins. Átta af hverjum tíu vilja þó ekki tala um spillingu eða kosningasvindl. Surayud Chulanont, forsætisráðherra landsins, hefur ekki haft erindi sem erfiði í baráttu sinni gegn því að atkvæði gangi kaupum og sölum, því almenningur lætur sig það litlu varða. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið í Kaupmannahöfn um helgina. Atvikið átti sér stað við Maríu- kirkjuna á Istedgötu, en sá stað- ur nýtur mikilla vinsælda hjá fíkniefnaneytendum í borginni og ekki óalgengt að þar komi til ryskinga þeirra í milli. Maðurinn var þó ekki meira sár en svo að hann gat komist af sjálfsdáðum af vettvangi, þó blóðslóðin fylgdi honum. Lögreglan kom honum undir læknishendur. Svæðið var girt af og fann lögreglan skamm- byssu og skothylki af lítilli hlaup- vídd. Í gær hafði lögreglan ekki handtekið neinn í tengslum við skotárásina. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Fjöldi tyrkneskra hermanna lét lífið í fyrirsát við landamæri Tyrklands og Íraks. Her Tyrklands hefur fengið leyfi þingsins til innrásar, en forsætisráðherra landsins segir að engar óyfirvegaðar aðgerðir séu í bígerð. Líkur á innrás Tyrklands í norður- hluta Íraks hafa aukist til muna en um helgina létust ekki færri en tólf tyrkneskir hermenn í fyrirsát upp- reisnarmanna Kúrda. Fyrirsátin var gerð þegar tyrkneskir hermenn fóru yfir brú nærri íröksku landamærun- um. Auk þeirra sem létust slasaðist á annan tug hermanna og tíu her- manna er saknað, ekki er loku fyrir það skotið að þeim hafi verið rænt af Kúrdum. Að sögn tyrkneska hersins létust á þriðja tug uppreisnarmanna í bardaganum sem var nokkuð snar- pur. Sautján manns létust í öðru atviki í sama héraði en þá sprakk sprengja þar sem bílalest brúðkaups- gesta fór um. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, boðaði til neyð- arfundar með yfirstjórn hersins vegna fyrirsátarinnar, en árásin um helgina er sú alvarlegasta í áratug og var gerð aðeins fjórum dögum eft- ir að tyrkneska þingið samþykkti að heimila her landsins að ráðast inn í kúrdíska hluta Íraks. Mikil reiði og hatur Tyrkir segja að Bandaríkjamönn- um og yfirvöldum í Írak hafi mistek- ist að koma í veg fyrir aðgerðir kúr- díska verkamannaflokksins, sem hafi notað bækistöðvar skæruliða í Norð- ur-Írak til að gera viðamiklar árásir á tyrknesk skotmörk undanfarnar vik- ur. „Reiði okkar, hatur okkar, er mik- ið,“ sagði Erdogan í tyrkneska sjón- varpinu í gær, en ítrekaði að tyrknesk stjórnvöld myndu grípa til yfirveg- aðra aðgerða, sem yrðu byggðar á al- mennri skynsemi en ekki ofsa. Rík- isstjórn Tyrklands er undir miklum þrýstingi af hálfu bæði almennings og hers til að grípa til aðgerða gegn uppreisnarmönnum Kúrda í norður- hluta Íraks. Síðastliðinn mánuð hafa ekki færri en fjörutíu tyrkneskir her- menn látið lífið, en um eitt hundrað þúsund hermenn eru staðsettir við landamæri Íraks við landamæra- vörslu og eftirlit. Leyfi þingsins til innrásar í Írak gildir í eitt ár og Erdog- an forsætisráðherra hefur ekki gefið upp hvort innrás sé yfirvofandi. Hvattir til stillingar Bandaríkjamenn, sem lengi hafa verið meðal öflugustu bandamanna Tyrkja, og stjórnvöld í Bagdad hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirvofandi innrásar Tyrkja í Norður-Írak. Það er eini hluti landsins sem getur talist til- tölulega stöðugur og innrás gæti haft þar verulega slæm áhrif. Yfirvöld í Tyrklandi hafa þó skellt skollaeyrum við viðvörunum Bandaríkjamanna, enda gætir mikillar reiði í Tyrklandi vegna samþykktar utanríkismála- nefndar Bandaríkjaþings um þjóðar- morð Ottómana á Armenum í upp- hafi tuttugustu aldar. Vestrænir sendiráðsfulltrúar og stjórnmálaskýrendur telja þó að Tyrkir muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir hefja aðgerðir sem vald- ið gætu kreppu í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. Forsetinn er Kúrdi Erdogan hefur krafist þess að Írak- ar uppræti búðir uppreisnarmanna Kúrda í Írak og handtaki leiðtoga þeirra. Forseti Íraks, Jalal Talabani, er Kúrdi og sagði kröfu Erdogans óraunhæfa, því ólíklegt yrði að teljast að her Íraka gæti komið einhverju til leiðar gagnvart aðskilnaðarsinn- um Kúrda í norðuhluta landsins, þar sem hinum stóra og vel búna her Tyrkja hefði mistekist. Massoud Barzani, forseti hins sjálfstæða Kúr- dahéraðs í Írak, sagði að stjórn Kúrda bæri skylda til að verja fólk sitt ef til innrásar Tyrkja kæmi. Kúrdíski verkamannaflokkur- inn er talinn hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum og Evrópusamband- inu og hóf baráttu fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi árið 1984. Tyrknesk stjórnvöld segja að verkamannaflokkur Kúrda hafi ekki færri en þrjátíu þúsund mannslíf á samviskunni. KolBeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Vestrænir sendiráðs- fulltrúar og stjórnmála- skýrendur telja þó að tyrkir muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir hefja aðgerðir sem valdið gætu kreppu í efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. HERINN Í VIÐBRAGÐSSTÖÐU tyrkland Mikill þrýstingur er á ríkisstjórnina af almenningi og her lands- ins. Massoud Barzani og Jalal talabani talabani sagði óraunhæft að ætla Írökum að uppræta kúrd- íska uppreisnarmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.