Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2007, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTAMOLAR Eiður fékk sénsinn Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Deco þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Barcelona tapaði fyrir Villarreal nokkuð óvænt 1-3. Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við heimasíðu Barcelona að honum líði best á miðjunni og að hann sé reiðubúinn að spila þar. „Það er auðvitað aldrei gott að koma inn á vegna þess að liðsfélagi þinn meiðist en ég er ánægður með að hafa fengið mínar fyrstu mínútur á tímabilinu. Það hefði reyndar verið betra ef við hefðum unnið leikinn.“ Eiður segir að það henti honum vel að spila á miðjunni. Grétar spilaði í taplEik Grétar Rafn Steinsson lék fyrri hálf- leikinn í viðureign AZ og Heerenveen sem AZ tapaði 0-1. Afonso Alves skoraði sigurmark leiksins. AZ hefur ekki gengið vel það sem af er tímabilnu og er í 12. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir átta leiki sem er ekki í takt við væntingarnar. Feyenoord er á toppnum með 21 stig, PSV kemur næst með 20 stig og Ajax er með átján. EGGErt maður lEiksins Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts sem tapaði 1-3 fyrir Dundee United á heimavelli. David Robertson, Jordan Robertson og Barry Robson komu Dundee United í 3-0 áður en Laryea Kingston minnkaði muninn á lokamínútu leiksins. Á heimasíðu Hearts var Eggert Gunnþór valinn besti maður leiksins. Hearts er í sjötta sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir tíu leiki, átta stigum á eftir toppliðunum. mÁnUDAGUR 22. oKtóBER 200710 Sport DV Sport í daG 07:00 WEst Ham - sundErland Enska úrvalsdeildin 13:25 CoCa-Cola CHampionsHip 15:05 BlaCkBurn - rEadinG Enska úrvalsdeildin 16:45 EnGlisH prEmiEr lEaGuE Ensku mörkin ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. 17:45 Goals of tHE sEason 2001/2002 Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til dagsins í dag. 18:50 nEWCastlE - tottEnHam Enska úrvalsdeildin 21:00 EnGlisH prEmiEr lEaGuE Ensku mörkin ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnar eru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum. 22:00 CoCa Cola mörkin Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni. 22:30 nEWCastlE - tottEnHam Enska úrvalsdeildin Kimi Räikkönen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil með sigri í Brasilíu-kappakstrinum. Fyrir mótið var Räikkönen tíu stigum á eftir Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi gerði mistök sem kostuðu hann titilinn. Räikkönen heiMsMeisTARi Spennan var gríðarleg fyrir loka- keppni tímabilsins í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með heims- meistaratitilinn í hendi sér fyr- ir mótið sem fram fór í Brasilíu, en það var að lokum Finninn Kimi Räikkönen sem fór með sigur af hólmi og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Lewis Hamilton var annar í rás- röðinni eftir tímatökuna á laugar- daginn, með Felipe Massa fyrir framan sig og Kimi Räikkönen fyrir aftan. Hamilton fór hins vegar illa að ráði sínu og missti bæði Räikk- önen og Fernando Alonso fram úr sér í ræsingunni. Ekki nóg með það heldur ók Hamilton út úr brautinni og fór aftur í áttunda sætið. Á 13. hring varð Hamilton fyrir enn meira áfalli þegar hann lenti í vandræðum með bíl sinn. Við það fór hver ökumaðurinn á fætur öðr- um fram úr honum og Hamilton var skyndilega kominn í 18. sæti. Ferrari-ökumennirnir Kimi Räikkönen og Felipe Massa gengu á lagið, náðu góðri forystu og héldu Fernando Alonso fyrir aftan sig. Hamilton reyndi þó hvað hann gat og náði að vinna sig upp í áttunda sæti þegar 25 hringir voru eftir. Fram til þessa hafði Massa leitt keppnina. Räikkönen komst hins vegar fram úr Massa þegar átján hringir voru eftir og heimsmeist- aratitillinn var í augsýn. Räikkön- en náði að halda út allt til enda og tryggja sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Räikkönen hefur tvisvar endað í öðru sæti í keppni ökumanna og því óhætt að segja að allt er þeg- ar þrennt er. Hann yfirgaf McLaren fyrir ári síðan þegar McLaren ákvað að gefa Lewis Hamilton tækifæri og fékk Fernando Alonso frá Renault. Þakkar liðinu „Ég verð að þakka liðinu. Það vann frábæra vinnu, ekki aðeins í dag heldur á öllu tímabilinu. Við lentum í smá erfiðleikum en við lögðum allt- af hart að okkur og unnum okkur út úr vandræðunum,“ sagði Räikkönen eftir keppnina. Hann þakkaði líka Felipe Massa, félaga sínum hjá Ferr- ari, fyrir samkeppnina. „Felipe hjálpaði líka til. Ég átti í harðri baráttu við hann allt tíma- bilið. Hann var óheppinn í sum- um keppnum og átti því miður ekki möguleika á titli. En hann hefur hjálpað mikið til. Einnig styrktarað- ilarnir. Liðið stendur þétt saman og hefur bætt allt til að hjálpa okkur. Ég er mjög ánægður,“ sagði Räikkönen. „Ég náði mjög góðri byrjun og við Felipe börðumst hart. Það var gott að komast fram úr Hamilton. Hann keyrði út úr brautinni og við vissum að við ættum möguleika. Við tókum því samt frekar rólega og hefðum getað farið hraðar. Þetta voru frábær endalok á tíma- bilinu. Ég er mjög ánægður með þennan frábæra dag,“ sagði heims- meistarinn Räikkönen að lokum. Felipe Massa var á heimavelli í gær og var mjög ánægður með sína frammistöðu. „Ég er mjög ánægð- ur með liðið. Því miður hafði ég að engu að keppa. Við höfum lent í erf- iðleikum á tímabilinu en ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins. Það er gott að sjá Ferrari vinna heimsmeistaratitilinn og ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu í að vinna þennan titil. Vonandi vinn ég einn daginn en ég er ánægður fyrir hönd Kimis,“ sagði Massa. Ber höfuðið hátt Fernando Alonso náði öðru sæti í keppni ökumanna og var aðeins stigi á eftir Räikkönen. „Fyrst af öllu vil ég óska Kimi til hamingju. Ég hef oft sagt að sá sem endar með flest stig á skilið að vinna. Þetta var frá- bær heimsmeistarakeppni og að lokum hafði hann betur. Ég vissi að þetta yrði erfið keppni, ekki aðeins af því að ég þurfti að ná í fjögur eða fimm stig. Heldur einn- ig vegna vandræða Hamiltons, því þá vissi ég að Ferrari væri í tveimur efstu sætunum og það var ekki nógu gott fyrir mig. Ég náði góðri byrjun en náði ekki að halda nógu vel í við Ferrari og þurfti á því að halda að eitthvað færi úrskeiðis hjá þeim,“ sagði Alonso eftir keppnina. Lewis Hamilton gerði afdrifarík mistök sem kostuðu hann titilinn. Hann segist þó vera hvergi bang- inn og ætlar sér stóra hluti í fram- tíðinni. „Ég mun koma aftur að ári og bera höfuðið hátt. Ég veit að við munum gera enn betur á næsta ári og það jafnvel enn sterkari. Ég er nokkuð ánægður. Hverjum hefði dottið í hug að ég myndi ná þess- um árangri á mínu fyrsta ári í For- múlu 1? Við áttum erfitt uppdráttar í síð- ustu tveimur keppnum en liðið gerði sitt besta og hefur unnið vel allt árið. Ég trúi því enn að við höf- um verið með hraðskreiðasta bíl- inn,“ sagði Hamilton, sem viður- kenndi mistök sín. „Ég hef ekki haft tíma til að skoða hvað fór úrskeiðis. Ég gerði mistök í upphafi keppninnar og ég því missti ég af nokkrum stigum. Ég náði að vinna mig upp en í einni beygju fór bíllinn í hlutlausan gír og við vitum ekki enn af hverju. Það var allt að vinna á móti mér en ég mun koma aftur að ári og reyna að gera betur. Það eru 22 vikur þar til keppnin hefst að nýju og ég mun koma aftur í betra formi, afslappaðri, reynslunni ríkari og ég verð á betri bíl,“ bætti Hamilton við. daGur svEinn daGBjartsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is Hvergi banginn Lewis Hamilton viðurkenndi mistök sín eftir keppnina en segist ætla aðkoma sterkari til leiks á næsta ári. Heimsmeistari Finninn Kimi Räikkönen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á ferlinum með glæsilegum sigri í Brasilíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.