Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 4

Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 4
Inniheldurplöntustanólester sem lækkar kólesteról MEÐ PLÖNTUSTANÓLESTER Í NÆRINGU EIN AF 10 STÆ RSTU UPPGÖTVUNUM Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma 2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NA 8-15 m/s. sNjókomA eðA slyddA N- og A- lANds ANNArs skýjAð. Hiti 0 til 4 stig. HöfuðborgArsvæðið: NA 3-8 m/s. skýjAð og hiti 0 til 4 stig. NA 8-15 og sNjókomA Nv-til ANNArs N 3-8 og stöku él. Hiti um frostmArk. HöfuðborgArsvæðið: NA 5-8 og skýjAð. hiti um frostmArk. NA 5-13 m/s. skýjAð eN él eðA sNjókomA NorðANtil. vægt frost. HöfuðborgArsvæðið: NA 3-8 m/s. hálfskýjAð og frost 0 til 3 stig. Norðaustlæg átt, snjókoma eða slydda en þurrt s-til Norðaustanátt um helgina með slyddu eða snjókomu á norðan og autsanverðu landinu en lítilsháttar rigning syðst. hvasst í dag, en lægir síðan, þó síst á Vestfjörðum. kólnar heldur og víða vægt frost á morgun og sunnudag. 3 1 1 0 3 2 -1 0 -1 3 -2 -3 -2 -2 -1 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Verja réttindi kvenna af erlendum uppruna Samtök kvenna af erlendum upp- runa hlutu nýverið styrk úr minn- ingarsjóði Gunnars Thoroddsen. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórn- ar, afhenti styrkinn við hátíðlega at- höfn í Höfða. Hún sagði samtökin vel að styrknum komin, þau hefðu unnið ötult starf og staðið vörð um réttindi kvenna af erlendum upp- runa, að því er fram kemur í tilkynn- ingu borgarinnar. Með ýmis kon- ar fræðslu og námskeiðum hefðu samtökin aukið sýnileika og styrk þessa samfélagshóps og sýnt fram á að verðmæti felast í fjölmenningu. Anija Wozniczka, formaður sam- takanna, tók við styrknum og sagði hann koma að góðum notum í starf- inu fram undan enda mörg verkefni sem væru í deiglunni. Minningarsjóður Gunnars Thor- oddsens var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem á fæðing- ardegi Gunnars þann 29. desemb- er 1985. Í stofnskrá sjóðsins segir meðal annars að styrkja skuli verk- efni eða einstaklinga sem vinna á sviði mannúðar-, heilbrigðis- eða menningarmála. Samtök kvenna af erlendum upp- runa voru stofnuð á Kvennafrídeg- inum 24. október 2003 og fögnuðu því nýlega 10 ára afmæli. Tilgangur samtakanna er að sameina kon- ur sem sest hafa að á Íslandi, ljá þeim rödd, berjast fyrir hagsmun- um þeirra og vinna að jafnri stöðu þeirra á öllum sviðum samfélags- ins. -jh  Fjölmenning hlutu nýverið styrk Anija Wozniczka, formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna og Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar. fá sendan upplýsingabækling um AdHd Börn og unglingar með ADhD eiga oft mjög erfitt í aðstæðum utan hefð- bundinnar skólastofu, eins og t.d. í frímínútum, á göngum, í matsal, búningsklefum, íþróttum, opnum rýmum, vettvangsferðum o.s.frv. þar sem umhverfi og aðstæður eru ekki eins skipulagðar og fyrirsjáanlegar. Nýlega gáfu ADhD samtökin út upp- lýsingabækling, ætlaðan starfsmönnum grunnskóla, sem sendur var öllu starfs- fólki grunnskóla á landinu, rúmlega 7 þúsund manns, jafnt kennurum sem eldhússtarfsfólki. Eins og nafnið gefur til kynna er bæklingurinn ætlaður öllu starfsfólki skóla, til þess að skilja betur hegðun og líðan barna og unglinga með ADhD og hvernig hægt er að styðja þau og styrkja. markmið ADhD sam- takanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu. Þeir fái þjónustu sem stuðlar að félags- legri aðlögun þeirra, möguleikum í námi, starfi og almennt bættum lífs- gæðum. Ef yfirfærðar eru erlendar faralds- fræðilegar rannsóknir á íslenskt þýði má gera ráð fyrir því að um 10.000 fullorðnir og 6.000 börn á Íslandi séu með ADhD. O ft er spurt hvort eyrnabólga sé algengari hér en í nágranna-löndunum og niðurstaðan er sú að svo er alls ekki. Við erum bara á svipuðu róli hér,“ segir Þórólfur Guðnason, barnalæknir og sérfræðingur í smitsjúkdóm- um barna. Hann útskrifaðist með doktors- gráðu í lýðheilsuvísindum veturinn 2013 og í doktorsverkefninu rannsakaði hann melting- ar- og öndunarfærasýkingar hjá börnum á ís- lenskum leikskólum auk þess sem hann skoð- aði útbreiðslu pneumkókokkabaktería. Auk eyrnabólgu kortlagði Þórólfur meðal annars útbreiðslu hálsbólgu, niðurgangs, hita, kvefs og lungnabólgu meðal leikskólabarna. „Sú niðurstaða að sýkingarnar séu ekki algengari hér en annars staðar eru góðar fréttir fyrir samfélagið,“ segir hann en rannsóknin er sú viðamesta sem hefur verið gerð á þessum þáttum hér á landi. Rannsóknirnar voru unnar á öllum leik- skólum í Hafnarfirði og Kópavogi á árunum 2000 til 2003, á tveggja og hálfs árs tímabili. Á sex mánaða fresti var farið inn í leikskólana og foreldrar spurðir um sjúkdóma og sýkingar barnanna, auk þess sem skimað var fyrir áhættuþáttum. „Síðasta eitt og hálfa árið var gert sérstakt hreinlætisátak á helmingi leik- skólanna til að athuga hvort hægt væri að draga úr tíðni sýkinganna, meðal annars með því að fræða börn og starfsfólk um staðlaðar aðferðir til að þvo hendur, notkun á spritti og hreinsum á umhverfi, svo sem salerni og hurðarhúna. Það bar ekki árangur og virtist ekki skipta máli. Ég held að ástæðan fyrir því sé að undirliggjandi hreinlæti sé gott á ís- lenskum leikskólum og aukið hreinlæti hafi því ekki áhrif. Það er í samræmi við aðrar rannsóknir en í samfélögum þar sem undir- liggjandi hreinlæti er ekki sérlega gott hefur hreinlætisátak mikið að segja,“ segir Þórólfur. Eini áhættuþátturinn sem tengdist öllum sýkingunum var aldur en vitað er að yngstu börnin fá oftar sýkingar. Breytileiki var milli árstíða en ekki milli leikskólanna sjálfra og ekki var hægt að tengja sýkingarnar við sér- stakar aðstæður á heimili eða leikskóla. Erlendar rannsóknir sýna að sýkingar eru algengari hjá börnum sem eru á leik- skóla en jafnöldum þeirra sem eru heima. „Það heyrir til undantekninga á Íslandi að börn á þessum aldri séu heima þannig að það væri mjög erfitt að rannsaka það hér. Samkvæmt erlendum rannsóknum sleppa börn sem eru heima betur þegar þau eru ung en svo þegar þau eru orðin eldri og fara út í lífið þá fá þau þessar sýkingar. Hin börnin eru þá búin að byggja upp sitt ónæm- iskerfi og sleppa betur seinna meir. En það sleppur enginn alveg,“ segir hann. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Öndunar- og meltingarfærasýkingar meðal íslenskra leikskólabarna eru álíka tíðar og í nágrannalöndum okkar. Þetta kemur fram í doktorsverkefni Þórólfs guðnasonar sem lagði í viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið á þessum þáttum hér á landi. sérstakt hreinlætisátak á leikskólum fækkaði ekki sýkingum sem bendir til þess að hreinlæti hafi verið gott fyrir. Sýkingar leikskólabarna á pari við nágrannalöndin  heilbrigðismál kOrtlagning á sýkingum leikskólabarna Sú niður- staða að sýkingarnar séu ekki al- gengari hér en annars staðar eru góðar fréttir fyrir samfélagið. Þórólfur guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis, rannsakaði öndunar- og meltingarfærasýkingar meðal íslenskra leikskóla- barna í doktorsverkefni sínu í lýðheilsuvísindum. Ljósmynd/Úr einkasafni Í rannsókninni kortlagði Þórólfur guðnason meðal annars útbreiðslu hálsbólgu, eyrnabólgu, niðurgangs, hita, kvefs og lungnabólgu meðal leikskólabarna. NordicPhotos/Getty 4 fréttir helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.