Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 12

Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 12
Þótt skyr hafi verið þekkt víða í nágrannalöndum okkar fyrr á öldum hélst skyrgerð með þeim hætti sem við þekkjum hana aðeins hér á landi. Því hefur verið litið á skyr sem séríslenska vöru þótt evrópski súrostur- inn kvarg sé líkur skyri. Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. A Athyglisvert er að fylgjast með því hvernig skyr er að ná fótfestu á erlendum mörk-uðum. Skyr hefur fylgt okkur allt frá landnámi, er í raun ferskur súrostur sem unninn er úr undanrennu. Ætla má að skyr- gerð hafi tíðkast á öðrum Norðurlöndum og landnámsmenn flutt þá kunnáttu hingað til lands. Þótt skyr hafi verið þekkt víða í nágrannalöndum okkar fyrr á öldum hélst skyrgerð með þeim hætti sem við þekkjum hana aðeins hér á landi. Því hefur verið litið á skyr sem séríslenska vöru þótt evrópski súrosturinn kvarg sé líkur skyri. Orðið skyr er heldur ekki sérís- lenskt. Það er notað í vestur- hluta Noregs til að lýsa súrri mjólk. Skyr hefur verið undir- stöðufæða okkar frá önd- verðu. Til eru þeir sem telja að þjóðin eigi tilvist sína skyrinu að þakka. Þegar skyrgerð færðist frá heimilum til mjólkurbúa tók framleiðslan miklum breytingum en langt fram eftir 20. öld var skyr selt óhrært í verslunum og þá pakkað í pappír. Það var svo þykkt að hægt var að skera það en var yfirleitt hrært og þynnt með mjólk og sykri á heimilum. Nú er nær allt skyr selt hrært í dósum, með eða án bragð- og sætuefna. Enn er skyr þó fram- leitt á hefðbundinn hátt á nokkrum sveita- bæjum en á Erpsstöðum í Dalasýslu er það framleitt til sölu á markaði. Aukinn áhugi á hollu mataræði á mikinn þátt í miklum vinsældum skyrs hér á landi, en skyr er prótínríkt og fitusnautt. Hið sama gildir í nágrannalöndum með út- flutningi skyrs héðan eða framleiðslu þess með íslensku sérleyfi. Undanfarin ár hefur skyr framleitt af Mjólkursamsölunni verið flutt til Danmerkur en skyr er einnig fram- leitt þar og Noregi í samstarfi við Mjólkur- samsöluna. Síðastliðið haust kom fram í viðtali við forstjóra Mjólkursamsölunnar að áætlað væri að 25 milljónir skyrdósa seldust í Skandinavíu á árinu sem væri 20 prósent aukning frá árinu 2012. Forstjór- inn sagði ástæðu söluaukningarinnar vera áhuga á prótínríkum vörum, auk þess sem Norðurlandabúar væru hrifnir af bragðinu. Mjólkursamsalan hefur undanfarin ár flutt út skyr til Bandaríkjanna en sá útflutningur hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Fyrir- tækið er með á undirbúningsstigi að hefja framleiðslu á skyri þar. Meta á hvort ís- lenskt undanrennuduft verður notað í fram- leiðsluna. Markaðurinn er hins vegar fyrir hendi á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Fram kom í frétt Morgunblaðsins fyrr í vikunni að Mjólkursamsalan hefur ákveðið að fjár- festa í tækjum í mjólkurbúi Thise í Dan- mörku. Tilgangurinn er að anna eftirspurn og mæta fyrirsjáanlegum vexti í skyrsölu í Finnlandi. Haft var eftir framkvæmda- stjóra sölu- og markaðssviðs Mjólkursam- sölunnar að annað hvort hafi verið fyrir fyrirtækið að leggja í þessa fjárfestingu eða eiga á hættu að einhver annar tæki yfir þann sterka markað sem orðinn er til í Finnlandi. Danska fyrirtækið hefur einnig lagt í verulegar fjárfestingar til að mæta aukinni eftirspurn á heimamark- aði en það framleiðir skyr með sérleyfi frá Mjólkursamsölunni. Framleiðslan í Danmörku nam 1700 tonnum í fyrra og tvöfaldaði Thise heimamarkaðinn þá. Enn fremur kom fram í frétt blaðsins að innan tíðar verði hafin kynning á skyri í Bret- landi. Fyrir jól hófst útflutningur á skyri til Færeyja þar sem varan er seld í íslenskum umbúðum. Þá fer skyr, framleitt á Íslandi, til sölu í Sviss í vor. Skyr er holl og góð vara með íslenskar rætur. Mikilvægt er að halda þeirri teng- ingu, flytja út eins og framleiðslugeta leyfir en sérleyfistengja framleiðsluna ytra eftir því sem hægt er – og njóta þannig hlutdeild- ar í framleiðslunni. Það byggist vitaskuld á því að varan standist væntingar neytenda hvað gæði varðar því aðrir framleiðendur fylgjast með og munu selja skyr sem hluta af sinni framleiðslu – og gera það raunar nú þegar. Verðmætasköpun íslenskrar gæðavöru Skyrið slær í gegn ytra Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Með grænan blett á tungunni Ekki plata fólk Vigdís. Katrín Júlíusdóttir reyndi að vanda um fyrir stöllu sinni Vigdísi Hauksdóttur í þætti Mikaels Torfasonar, Mín skoðun. Hrútafýla Þetta snýst í sjálfu sér ekki um karlrembu. Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var ekki boðið í þorrablót Karlakórsins Fóstbræðra. Arinbjörn Vilhjálmsson, varaformaður Fóstbræðra, benti á að karlakórum sé eðlislægt að halda karlakvöld án þess að remba blandist í málið. Pólitískar áhyggjur Og ég er líka uggandi yfir því þegar borgarstjóri segir að Jesús Kristur hafi hugsanlega verið hommi, Óskar Bergsson, sem ætlar að freista þess að komast í borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, er órólegur. „One for the road...“ Uppistaðan af því fólki sem að til mín hefur komið er prýðisfólk. Og er ég búinn að vera meira en 20 ár í þessu. Margeir Margeirsson, hefur rekið barinn Monte Carlo við mismikla kátínu nágranna á Laugaveginum, en nú verður búllunni lokað. Tjöruþvottur og bón Hanna Birna hafnar hverju tækifærinu á fætur öðru til að hreinsa sig pólitískt af þessu skítamáli. Mörður Árnason reyndi að gefa innanríkisráðherranum Hönnu Birnu tækifæri til að gera upp hið margrædda lekamál. Loðnir lúðar Hlustiði nú á þetta viðtal sjálfir heima hjá ykkur í rólegheitum og veltið fyrir ykkur hvenær strákur hefði þurft að sitja undir sömu skítadrullu og Anna Tara gerði í þessu viðtali. Hildur Lilliendahl tók Harmageddon- drengina, Frosta og Mána, heldur betur á beinið fyrir viðtal sem þeir tóku við rapparann Önnu Töru. Mest var rætt um kynfærahárvöxt. Varúð:Pútín Ég á samkynhneigða vini í Rússlandi og ég er bara drulluhræddur um líf þeirra. Unnsteinn Jóhannsson lýsti óánægju sinni með ferð íslenskra ráðamanna á Ólympíuleikana í Sochi. Spurt úr launsátri Viðtalið hófst og tók óvænta stefnu. Í staðinn fyrir umræðuefnið hóf þáttastjórnandinn að ræða um kaup og kjör stjórnenda í ákveðnu fyrirtæki. Gunnar Baldvinsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, fær engan botn í hvers vegna hann var spurður spurninga í Kastljóssviðtali. Perlur fyrir svín Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á ís- lensku er líklega að hverfa af markaðinum. Kóngurinn sjálfur, Bubbi, er við það að gefast upp á hefðbundinni hljómplötuútgáfu. Alltaf á áætlun! Þetta var mjög óhugnanlegt. Þetta er barnið manns, það dýrmætasta sem maður á. Ólöf Filippusdóttir lenti í bráðum háska með lítinn son sinn í barnavagni þegar vagninn klemmdist í dyrum strætisvagns sem ók síðan af stað.  VikAn sem VAr MIKILVÆG ÖRYGGISTILKYNNING! 12 viðhorf Helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.