Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Side 22

Fréttatíminn - 07.02.2014, Side 22
S. 572 3400 40% afsláttur af öllum vörum Mind Xtra Smart verslun fyrir konur Firði Hafnarfirði • Sími 550 3400 50% afsláttur af öllum vörum 50% afsláttur af öllum vörum Mind Xtra Smart verslun fyrir konur Firði Hafnarfirði • Sími 550 3400 S. 572 3400 Munið Bóndadagurinn er á morgun Ný sending af CR7 nærbuxum og sokkum 50% afsláttur af öllum vörum 50% afsláttur af öllum vörum Mind Xtra Smart verslun fyrir konur Firði Hafnarfirði • Sími 550 3400 S. 572 3400 Munið Bóndadagurinn er á morgun Ný sending af CR7 nærbuxum og sokkum Aðeins fjögur verð: 2000 3000 4000 5000 50% afsláttur af öllum vöru m Allar skyrtur á 4.990 Allar buxur á 5.990 Firði Hafnarfi - í i 6 3400 Þ að var Finnbogi Þormóðsson taugalífeðlis-fræðingur sem dró mig inn í þessar rann-sóknir þegar ég var á fjórða ári í læknanám- inu. Hann var þá búinn að rannsaka sjúkdóminn í mörg ár og vissi af fjölskyldusögu minni. Annars dregst ég inn í læknisfræðina því ég var hálfvegis alinn upp á spítölum. Ég var tveggja ára þegar mamma veiktist fyrst og hún fékk nokkrar blæðingar og var inn og út af sjúkrahúsum þangað til hún dó þegar ég var 10 ára. Þegar ég fór svo að vinna á Landspítal- anum á fimmta ári í læknisfræði mundu margir læknanna þar eftir mér, höfðu passað mig þegar þeir sjálfir voru unglæknar.“ Móðir Daða vissi ekki af sjúkdómnum fyrr en hún fékk fyrstu heilablæð- inguna, þá gengin 6 mánuði á leið með Jónínu Björk. Móðir hennar hafði dáið úr heilablæðingu en þá var ekki vitað að heilablæðingin væri arfgeng. Gunnar Guðmunds- son, taugalæknir og læknir fjöl- skyldunnar, hafði kynnst sjúk- dómnum en þetta var fyrir tíma erfðarannsókna svo ekkert var vitað með vissu um hvort eða hvernig hann erfðist. „Mamma fékk sína fyrstu blæðingu árið 1976 þegar hún var að vinna í miðasölunni i Laug- arásbíói. Hún féll niður og missti meðvitund. Þegar pabbi kom með hana upp á spítala spurði Gunnar Guðmundsson læknir hann hvort hún væri mögulega skyld ömmu, sem hann nefndi á nafn, sem hafði látist úr heilablæð- ingu. Og þá fer alla að gruna að þetta sé erfðasjúk- dómur en það var ekkert hægt að staðfesta. Svo ég skil afa vel að hafa ákveðið að vera ekkert að ræða þetta við börnin sín því það var ekkert víst. Að fara að rökræða barneignir við dætur sínar þegar þær gætu átt heilbrigð börn var bara ekki hægt. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál en ef þau hefðu ákveð- ið að sleppa barneignum þá væri ég auðvitað ekki til. Taugalæknarnir sögðu alltaf að það væri best ef þessi sjúkdómur myndi deyja út. Það hljómar mjög einfalt en það þýðir það að þeir sjúklingar sem eru með þetta falli frá í sínum veikindum og eigi ekki börn og það er bara hlutur sem er ekki hægt að rökræða á eðlilegan hátt.“ Það er svo árið 1990 sem erfðafræðiprófin koma til sögunnar. „Auðvitað hugsaði maður mikið um þetta en lifði bara með því að maður gæti borið þetta. Elsta systir mín, Jónína Björk, fór aldrei í greiningu en við Ásta Lovísa fórum og fengum að vita að við bærum ekki erfðagallann.“ Þá var Daði 17 ára menntaskólanemi. „Þetta hljómar skringilega en þetta var bara hluti af okkur. Ég man svo vel eftir jólaboðunum hjá afa en þar var alltaf hjólastóll til taks og það var bara misjafnt hver sat í stólnum og hvern var búið að jarða það árið.“ Daði ákvað snemma að verða læknir. Hann varð fyrir bíl fjögurra ára og þurfti liggja í langan tíma á Landspítalanum. „Það var ekkert pláss á barnadeild svo ég var settur á fullorðinsdeild. Þar lá ég upp í hjá sjúklingunum því ég var svo hræddur og eignaðist góða vini sem voru alltaf að gefa mér dót. Þegar ég loksins kom heim var pabbi skíthræddur um að ég myndi bara kasta mér fyrir næsta bíl því mér fannst svo gaman á spítalanum. Pabbi segir frá því í ævi- sögu sinni að þarna hafi ég ákveðið að verða læknir. En auðvitað var ég búinn að vera endalaust þarna með mömmu líka. Ég man ekki af hverju ég ákvað snemma að fara í skurðlækningar en ég hélt alltaf fast í þá ákvörðun.“ Daði stundaði rannsóknir með Finnboga Þor- móðssyni og þær gengu það vel að Daða bauðst rannsóknarstaða bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð en ákvað að halda frekar áfram í skurðlækningum. „Við vorum komin frekar langt á sporið og búin að skapa ákveðið rannsóknarmódel og sjá hvernig við gætum unnið úr niðurstöðunum. Þekkingin sem er til staðar gæti opnað ákveðnar dyr, ekki bara fyrir þennan sjúkdóm heldur líka fyrir aðra. En þetta snýst allt um peninga á endanum og fæstir sem ekki sjá hagnað í að styrkja rannsóknir gera það. En það frumumódel sem Finnbogi Þormóðsson og Hannes Blöndal komu fram með og það sem ég var að vinna með vakti strax athygli innan Alzheimer rann- sóknarheimsins. Okkar helsta von, og allra annarra rannsóknarhópa, er að með því að reyna að klína okkar rannsóknum á þá og leyfa þeim að nota þær, gætum við hugsanlega í kaupbæti fengið eitthvert lyf sem gæti gagnast.“ Í dag stundar Daði doktorsnám og hans sérsvið er krabbameinsskurðlækningar í ristli og endaþarmi, en það er sjúkdómurinn sem dró Ástu Lovísu, yngri systur hans, til dauða. Daði nýtur starfsins og lífsins í Svíþjóð þar sem hann býr með eiginkonu sinni og þremur börnum. Hann segir hjartað vilja draga sig heim eftir 10 ára dvöl erlendis en það sé þó erfið ákvörðun. „Það er svo vel gert við lækna hér í Sví- þjóð, sérstaklega íslenska því við erum vel menntuð og vel liðin, en ástandið heima er frekar slæmt. Það eru helst börnin sem ýta á mann, það væri gaman að leyfa þeim að kynnast Íslandi.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Missti móður, systur, frænkur og frænda Daði Þór Vilhjálmsson missti móður sína Ástu Lovísu Leifsdóttur, og eldri systur, Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur úr arfgengri heilablæðingu. Daði og yngri systir hans, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, sluppu undan erfðagallanum en Ásta Lovísa dó úr krabbameini árið 2007. Daði missti einnig föður sinn Vilhjálm Þór Vilhjálmsson fyrir aldur fram úr krabbameini árið 2011. Sjúkdómurinn kemur missterkt fram í ættum en í ætt Daða var hann hvað skæðastur. Móðir hans tilheyrði sex barna systkinahópi og fjögur þeirra fóru úr heilablæðingu. Þessi systkin áttu sjö börn og þrjú þeirra eru látin. Sjúkdómurinn er horfinn úr fjölskyldu Daða þar sem allir sem báru hann eru fallnir frá. Daði starfar í dag sem skurðlæknir í Svíþjóð en hann vann við rannsóknir á sjúkdómnum á Íslandi áður en hann flutti út. Daði Þór Vilhjálmsson 22 fréttaskýring Helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.