Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Side 27

Fréttatíminn - 07.02.2014, Side 27
Bílar sem eru í eigu Bílalands hafa farið gegnum ítarlega söluskoðun. Komdu í heimsókn strax í dag! FRÁBÆR KJÖR HYUNDAI GETZ Nýskr. 12/06, ekinn 59 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.180 þús. Rnr. 141820. ISUZU D-MAX Nýskr. 11/07, ekinn 145 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 141680. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is LAND ROVER DISCOVERY HSE Nýskr. 06/07, ekinn 144 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.790 þús. Rnr. 130673. HYUNDAI i30 Comfort Nýskr. 06/09, ekinn 65 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.350 þús. Rnr. 120327. HYUNDAI SANTA FE II Nýskr. 06/06, ekinn 101 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.550 þús. Rnr. 120306. NISSAN X-TRAIL LE Nýskr. 10/07, ekinn 115 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 270475. SUBARU FORESTER PLUS Nýskr. 10/09, ekinn 95 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.190 þús. Rnr. 281369. Frábært verð 3.290 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR Framhald á næstu opnu Takmarkað magn af Miele ofnum og gufuofnum á einstöku verði ásamt helluborðum frá Witt. Einnig frystikistur, kæli- og frystiskápar frá Liebherr GE og Mabe ásamt ýmsum öðrum spennandi vörum. tilboðsdagar Lagerhreinsun Suðurlandsbraut 20 | 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is hönnun fyrir lífið Hann hætti ekki að búa til sýningar á þessum leitandi árum heldur fór með þær upp á svið og fékk heilmikla æfingu í að koma fram í dragsýningunum sem hann og Páll Óskar settu upp ásamt góðum vinum. Þeir vöktu óskipta athygli enda engin hefð fyrir dragi í Reykjavík á þeim tíma. „Já, við settum upp „show“ Páll Óskar og ég, bæði drag og allskonar „performanca“. Það var mjög skemmtilegt tímabil og allt var hálfgert „comedy“ því við höfðum svo mikinn húmor fyrir öllu sem við gerðum. Þetta var svona bland af dragi og uppi- standi, algjör kabarett fílingur. Þar sem við áttum ekki peninga þá var þetta ekki svona „glamou- rus clashy show“ heldur meira svona „trashy“, segir Maríus og hlær. „Þar lá húmorinn hjá okk- ur, að finna ljótustu kjólana og fara sem lengst í fíflagangi. Ég eignaðist mína perluvini á þess- um tíma og það var svo gaman hjá okkur. Við erum enn í góðu sambandi og þegar við hittumst þá er bara endalaust hlegið.“ Söngleikjabransinn Maríus fékk sín fyrstu hlutverk í Þjóðleikhúsinu, hlutverk Hans í Skilaboðaskjóðunni þegar hann var 19 ára gamall og svo í My Fair Lady í kjölfarið. Eftir það fór hann fyrst alvarlega að velta söngleikjaforminu fyrir sér og sjá það sem mögulegan starfsvettvang. „Ég hafði bara aldrei pælt neitt sérstaklega í söngleikjum en eftir á að hyggja þá opnaðist þar alveg nýr heimur fyrir mér. Svo ég ákvað í framhaldinu að fara í söng- leikjanám til Vínarborgar. Ég hafði búið þar áður sem barn meðan mamma var í söngnámi svo það togaði aðeins í mig að fara á sömu slóðir. Svo langaði mig til að rifja upp þýskuna, ná almennilegu valdi á henni aftur. Námið gekk svakalega vel. Mér finnst svo gaman að tjá mig á sviði og það bara hentar mér að syngja og dansa og leika í sömu sýningunni. Ég fann þar alveg mínu hillu, útskrifaðist með hæstu einkunn og fékk bara um- boðsmann og fullt af hlutverkum um leið. Þetta voru algjörlega frábær ár!“ Maríus ferðaðist mikið og tók þátt í stórum söngleikjum í Aust- urríki, Sviss, Þýskalandi og Eng- landi en flutti svo til Hamborgar þar sem hann fór á samning hjá stóru söngleikjafyrirtæki. Þar lék hann aðalhlutverkið í Titanic söngleiknum og segir það hafa verið toppinn á ferlinum. Síðasta stóra verkefnið var svo stór- sýningin Apassionata sem var meðal annars valin besta fjöl- skyldusýning Evrópu árið 2010. Í þeirri sýningu tróð Maríus upp fyrir tugþúsundir áhorfenda í viku hverri í Berlín, München, Zürich, Köln og Prag. „Eftir Apassionata, sem var rosalega stór og „comercial“ sýning, þá fannst mér bara að ég mundi ekkert ná lengra í þessa átt. Ég fann að þessu tímabili væri lokið. Mig langaði allt í einu að fara til baka og einbeita mér að öðrum hlutum og það er það sem ég hef verið að gera síðan ég kom heim. Ég hef sungið á nokkrum kirkjutónleikum og haldið mína eigin tónleika, bæði með djass og klassík. Ég hef í rauninni verið að gera andstæðuna við það sem ég var að gera úti. Mig langaði bara að gera eitthvað minna „co- mercial“. Ég var kominn þarna á einhvern endapunkt og það var mjög mikilvægt fyrir mig að fara að gera eitthvað sem skipti meira máli fyrir mig persónulega.“ Helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.