Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 32

Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 32
Jólasteik í hvert mál A Athyglisvert er að fylgjast með megr­ unarþættinum á SkjáEinum, sem heitir upp á útlensku The Biggest Loser. Þar er ansi feitt fólk pínt áfram í líkamsþjálfun, auk þess sem mataræðið er tekið í gegn í þeirri von að það léttist – og það veru­ lega. Fólkið fer sem sagt að borða holla matvöru, í stað óhollrar, ella hefði ekki farið svona fyrir því. Hætt er við því að þetta ágæta fólk hafi látið talsvert af jukki ofan í sig og raunar kom það fram í við­ tölum við þátttakendur í Fréttatímanum fyrir hálfum mánuði að þeir hefðu ýmist verðlaunað sig með mat eða huggað sig með honum. Ung kona sagðist hafa verið sjúk í sykur, borðað allt með sykri; sælgæti og kökur. Matseðillinn hefði verið samloka, kók, kex og súkkulaði. Önnur var óánægð með sjálfa sig, lokaði sig af og borðaði og varð því enn óánægðari og borðaði því enn meira. Hún sagðist ekki hafa borðað mikinn mat en því meira af nammi og ís. Piltur, innan við tvítugt, lifði á skyndi­ bita. Hefðbundin máltíð hjá honum var 12 tommu pitsa eða tvöfaldur hamborgari. Ungur karlmaður, innan við þrítugt, borð­ aði í tíma og ótíma og fékk sér kók og súkkulaði ef honum leiddist. Virðingarvert er hjá hópnum að taka sig á með þessum hætti. Þátttakendurnir opna sig fyrir alþjóð, sýna of þungan lík­ ama sinn og lýsa tilfinningum sínum. Þar með verða þeir fyrirmyndir fyrir aðra og veitir ekki af. Í fréttum er sagt frá því að Íslendingar hafi hlaðið á sig spiki undan­ farin ár og áratugi, séu feitasta þjóð Evr­ ópu og gangi næst Bandaríkjamönnum í þyngdaraukningu. Í því stóra landi hafa allt of margir úðað í sig óhollum skyndi­ bita og skolað niður með sykruðum gos­ drykkjum með þekktum afleiðingum. Þegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna, fyrir margt löngu, undraðist ég holda­ farið á hluta íbúanna. Á hlið mátti vart greina hvað sneri fram og hvað aftur. Maginn var svo síður að hann jafnaðist á við rass og ofan á hinum raunverulega rassi myndaðist hilla. Þar hefði mátt geyma ýmislegt smálegt. Brjóstin voru stór bæði á körlum og konum – og fell­ ingar á baki mynduðu líka eins konar brjóst, á báðum kynjum. Þessi sýn er nú orðin næsta hversdags­ leg hér á landi. Þetta ófremdarástand er væntanlega til komið af því að mörg okkar borða meira en líkaminn þarfnast og að auki óhollustu. Sykurneyslan er óhófleg og skyndibitarnir freista. Þá hreyfa margir sig of lítið. Ég er grannur að eðlisfari en viður­ kenni að hreyfa mig ekki nóg. Bíllinn er alltaf tiltækur ef eitthvað þarf að skreppa. Dugar þar ekki góður hugur um átak þótt við hjónin röltum stundum með­ fram sjónum eða um hverfið, okkur til upplyftingar og heilsubótar. Mér leiðast heldur tæki líkamsræktarstöðva en játa gagnsemi þeirra. Á langri starfsævi hef ég of oft freistast til þess í hádeginu að grípa í samloku og skola henni niður með gosdrykk. Í seinni tíð hefur þó orðið bót á og lofa ég og prísa mötuneyti á vinnustaðnum. Þar sjá útlærðir spekingar um að fæða mig eftir ráðlögðum dagskömmtum og manneldis­ ráðum, hæfilega mikið af fiski, grænmeti og þess háttar fíniríi – og kjöti svona spari. Undanfarið hafa þó staðið yfir endur­ bætur á mötuneytinu og á meðan bauðst mér og öðrum að sækja veitingaþjónustu þar sem úrvalið er mun fjölbreyttara – en um leið fleiri freistingar. Þar er að sönnu grænmeti að finna sem og ýmsa fisk­ rétti, pasta og annað sem létt er í maga, en líka steikur, sykurbrúnaðar kartöflur og sósur. Ég viðurkenni að ég falleraði fyrstu dagana og varð þá hugsað til rauna fólksins í feitabolluþættinum. Ég fúlsaði við fiskinum, gulrótunum, grænkálinu og spergilkálinu en vatt mér að matreiðslu­ manninum sem stóð galvaskur og sneiddi niður purusteik að dönskum hætti. Þrjár sagði ég kinnroðalaust þegar kokkur­ inn spurði hvort ég vildi tvær eða þrjár sneiðar purukets og fyllti diskinn síðan af súrum gúrkum, rauðkáli, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og slengdi dökkbrúnni sósu yfir allt saman. Einnig var kostur á ljósbrúnni sósu. Ég gaf mér að sú dökka væri kraftmeiri. Næsta dag stóð kokkurinn ekki síður kotroskinn með Londonlamb á skurðar­ brettinu. Þrjár sagði hann, án þess að hika, minnugur þessa matlystuga manns frá deginum áður. Ég mótmælti ekki og fyllti á diskinn með sama meðlætinu og fyrr, nema hvað ég prófaði ljósbrúnu sósuna. Ég fann engan mun. Svona gekk þetta í dögum saman, jólasteik í hvert mál. Það eina sem ég get sagt mér til varnar var að ég drakk vatn með þessu, þótt ég viðurkenni að hafa rennt aug­ unum á ískaldan bjór í skáp á bak við kokkinn. Lát varð ekki á þessum ósköpum fyrr en minn betri helmingur skaut á mig auga, án þess að vita af þessu ofáti mínu, og sagði: „Ég held bara að þú sért að fitna.“ Næsta dag hugsaði ég, um leið og ég sá kokkinn yfir steikinni, vík frá mér Satan. Valið var einfalt, fiskur og grænmeti. Sama gilti um næstu daga – en ég féll fyrir ísmeygilegri purusteikinni og dökkbrúnu sósunni þegar komið var fram á föstudag og helgin í augsýn. Endurbótum á mötuneytinu er hins vegar lokið og nú fæ minn daglega skammt á ný, fisk, spínatlasagna, brokk­ olí, salatblöð og núðlur – en enga puru og því síður léttreykt Lundúnalamb með sósu. Kviðurinn minnkar því á ný en ég verð að bíða í nokkra daga í þeirri von að frúin taki eftir breytingunni. Skilningur minn á sál­ rænni baráttu matarfíkl­ anna í raunveruleika­ þættinum hefur hins vegar aukist. Ég vona að þeim gangi vel í bar­ áttunni. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 30.01.14 - 05.02.14 1 2 5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir 5 6 7 8 10 Hvar er Valli ? Hollywood Martin Handford 9 Búkolla Huginn Þór Grétarsson 43 Sandmaðurinn Lars Kepler Gulur, rauður, grænn og salt Berglind Guðmundsdóttir Mánasteinn Sjón Tímakistan Andri Snær Magnason Vísindabók Villa Vilhelm Anton Jónsson Í tilefni dagsins Yesmine Olsson HHhH Laurent Binet 32 viðhorf Helgin 7.-9. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.