Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 51

Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 51
Helgin 7.-9. febrúar 2014 heimili 51 {Skápar} {Skenkir} {Myndir} {Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð} 20 – 50 % Afsláttur 552-8222 / 867-5117 30 – 50 % AF húsgögnum 50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum Antik útsAlA Yngstu lagahöfundarnir „Við sömdum lagið á örskotsstundu. Þetta er kraftmikið og hressilegt lag sem við teljum að fólk geti dansað við og skemmt sér,“ segir Pétur Finnbogason í hljóm- sveitinni F.U.N.K. sem stofnuð var fyrir Eurovision keppnina. F.U.N.K. flytur lagið Þangað til ég dey í keppninni en vinirnir Pétur, Franz Ploder Ottósson og Lárus Örn Arnarson sömdu lagið. Þeir eru yngstu lagahöfundarnir í Eurovision í ár en meðal- dur F.U.N.K. er rétt um 20 ár. Pétur og Franz voru í Bláum Ópal sem var í öðru sæti í Eurovision fyrir tveimur árum með lagið Stattu upp. Þeir unnu þá í símakosningnni með talsverðum yfir- burðum en dómnefnd valdi þá lag Jónsa og Grétu sem sigraði í keppninni og komst áfram. „Það var frábær reynsla og virkilega gaman að hafa náð svona langt í keppninni fyrir tveimur árum. Núna erum við reynslunni ríkari. Þetta hefur verið mjög krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni. Það er komin mikil stemmning í mannskapinn enda styttist í keppnina og spennan magnast,“ segir Pétur. Ásamt honum og Franz eru Valbjörn Snær Lilliendahl, Egill Ploder Ottósson og Hörður Bjarkason í hljómsveitinni. „Hljómsveitin var stofnuð sérstaklega fyrir keppnina en við munum halda samstarfinu áfram. F.U.N.K. er komin til að vera hvernig sem fer í Eurovision. Við ætlum að skila hressu, litríku og skemmtilegu atriði í ár sem fær fólk til að gleðjast og dansa við.“ Hljómsveitin F.U.N.K. tekur þátt í Söngvakeppninni á morgun.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.