Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 56

Fréttatíminn - 07.02.2014, Síða 56
56 bíó Helgin 7.-9. febrúar 2014 Inside Llewelyn Davis er einungis tilnefnd til óskars- verðlauna í tveimur flokkum.  Frumsýnd InsIde LLewyn davIs B ræðurnir Ethan og Joel Coen eru snjallir kvikmyndagerðarmenn sem eru lítið fyrir að endurtaka sig og hjakka í sama farinu eins og fjölbreytt höf- undarverk þeirra ber skýrt vitni en þeir státa meðal annars af myndum á borð við Fargo, The Big Lebowski, True Grit og No Country For Old Men. Endurgerð þeirra á sígilda John Wayne-vestranum True Grit var tilnefnd til tíu óskarsverðlauna 2011, meðal annars sem besta myndin. Bræðurnir voru fengsælli á Óskarsverðlaunahátíðinni 2008 þegar þeir komu, sáu og sigruðu með No Country For Old Men. Myndin fékk átta tilnefningar og hlaut fern verðlaun, meðal annars sem besta myndin auk þess sem bræðurnir voru verð- launaðir bæði fyrir leikstjórn og handrit. Bræðurnir þykja hins vegar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu ári en In- side Llewelyn Davis er einungis tilnefnd til óskarsverðlauna í tveimur flokkum, fyrir hljóðblöndun og klippingu. Það er þó huggun harmi gegn að Ethan og Joel hömpuðu Dóm- nefndarverðlaununum í Cannes í vor. Inside Llewelyn Davis byggir á sögu gítar- leikarans Dave Van Ronks sem fæddist í Brook- lyn árið 1936, fluttist til Greenwich Village á sjöunda áratugnum og varð síðar þekktur og virtur sem „The Mayor of Mac- Dougal Street“. Dave lést 2002 og hafði þá haft mikil áhrif á bandaríska þjóðlaga-, djass- og blústónlist og á meðal þekktra vina hans og lærisveina voru þau Bob Dylan, Joni Mitchell, Pete See- ger, Leonard Cohen og Janis Ian. Inside Llewyn David gerist á einni viku í lífi hins heimilislausa Llewyn Davis, sem Oscar Isaac leikur af mikilli list. Llewelyn á varla aðrar veraldlegar eigur en garmana sem hann gengur í og gítarinn. Veðurbar- inn á köldum New York-vetri reynir hann að finna sér verkefni á börum borgarinnar og treystir á vini og kunningja með húsaskjól. Þar er vinkona hans, Jean, haukur í horni en Carey Mulligan leikur hana. Þrátt fyrir hremmingarnar hefur Llewelyn tekið að sér kött sem hann treystir sér ómögulega til þess að láta frá sér þrátt fyrir eigin vandræði. Hjólin fara svo heldur betur að snúast hjá lán- lausa tónlistarmanninum þegar hann kynnist hinum magnaða Roland Turner sem John Goodman leikur en Goodman er reglulegur gestur í myndum bræðranna og hefur farið á kostum í Barton Fink, The Big Lebowski og O Brother, Where Art Thou? Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tomatoes: 94%, Metacritic: 92% Coen-bræðurnir Ethan og Joel eru einhverjir frumlegustu og skemmtilegustu kvikmyndagerðar- mennirnir sem starfa í Bandaríkjunum. Þeir státa af frábærum myndum eins og Fargo, The Big Lebowski og No Country For Old Men. Í nýjustu mynd sinni, Inside Llewelyn Davis, sækja þeir innblástur í sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem hafði mikil áhrif á bandaríska þjóðlaga-, djass- og blústónlist. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Frægðarbrölt gítarleikara Llewelyn Davis og kötturinn hans heyja harða lífsbaráttu á götum New York. HE IMSKLASSA HLJÓMFLUTN INGUR S K E I F U N N I 1 1 · S Í M I 5 3 0 2 8 0 0 · W W W . O R M S S O N . I S SÍMI 550 4444 WWW.BT.IS BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3500UI 4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár. Verð: 28.900 ~—~ TILBOÐSVERÐ: 23.900 Veldu vandað – það borgar sig alltaf. Úrval af gæðahátölurum frá Pioneer BÍLGEISLASPILARI · DEH-1600UB 4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in að framan. Verð: 22.900 ~—~ TILBOÐSVERÐ: 17.900 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Rúm frá 99.000 Sjónvarpsskápar frá 29.900 Stólar 15.900 verð áður 35.900 Sjónvarpsskápur 55.900 Skenkur 77.000 Barskápur 89.000 70% Allt a ð ÚTSÖLULOK Tungusófar frá 89.900 kr Hornsófar frá 129.900 kr Sófasett frá 169.900 kr

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.