Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 07.02.2014, Blaðsíða 62
Friðrik Örn sýnir á Nesinu Ljósmyndarinn Friðrik Örn Hjalte- sted opnar sýningu á verkum sínum í Eiðisskeri, sýningarsal í Bókasafni Seltjarnarness, í dag, föstudag. Sýningin ber yfirskrift- ina Slab City. „Viðfangsefni sýningarinnar er Slab City; einskismannsland í eyði- mörk Suður-Kaliforníu, þar sem engar reglur gilda og allt er leyfi- legt. Í þessu villta vestri nútímans, með ekkert aðgengi að vatni eða rafmagni, safnast saman fólk í leit að frelsi frá hefðbundnu skipulagi nútímasamfélags. Ferðalangar, hippar, listamenn, ellilífeyrisþegar og utangarðsmenn hreiðra um sig í óhefðbundnum hjólhýsum sínum og njóta skrautlegs lífsstíls á hjara veraldar. Gamlir hlutir öðlast nýtt líf og hvarvetna má sjá merki um hugmyndaauðgi í endurnýtingu, bæði í formi híbýla og listaverka,“ segir Friðrik Örn. Friðrik Örn lærði ljósmyndun í Kaliforníu og dvaldi nýlega í Slab City. Hann lauk B.A. námi í ljósmyndun frá Brooks Institute í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1994. Friðrik Örn hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi, tekið þátt í samsýningum erlendis og átt samstarf við fjölmarga lista- menn, bæði íslenska og erlenda. Sýningin verður opnuð á Safna- nótt í kvöld klukkan 19 og opið verður til miðnættis. Listamað- urinn verður á staðnum milli klukkan 13-18 um helgina. -hdm Friðrik Örn sýnir myndir sínar frá Slab City í Suður-Kali- forníu í Bókasafni Seltjarnarness. „Þetta er Moth, fyrsta og síðasta manneskja sem ég hitti í Slab City,“ segir listamaðurinn.  Menning Myndir frá Suður-Kaliforníu „Við erum búin að reyna þetta síðan að ATP hóf göngu sína fyrir 15 árum og nú loksins rætast æskudraumar mínir,“ segir Barry Hogan, stofnandi All Tomorrows Parties tón- listarhátíðarinnar. Í vikunni var tilkynnt að sjálfur Neil Young muni troða upp í Laugardalshöll hinn 7. júlí á vegum Barry og félaga. Tónlistaráhugafólk á Íslandi hefur raunar vart haft undan að með- taka fréttir af væntanlegu tónleikahaldi hér í sumar síðustu daga. Auk frétta af komu Yo- ungs og hljómsveitar hans, Crazy Horse, var í vikunni tilkynnt að ný tónlistarhátíð, Secret Solstice, verði haldin í Laugardalnum í júní. Aðalnúmerið á hátíðinni verður breska hljóm- sveitin Massive Attack. Þá er nýhafin miðasala á tónleika hinnar kunnu rokksveitar Pixies í Höllinni 11. júní. Auk þess hefur verið tilkynnt að Flaming Lips verði aðalnúmerið á Iceland Airwaves síðla árs. Ofan á allt þetta verður Sónar Reykjavík haldin í Hörpu í annað sinn í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans er von á að tilkynnt verði um fleiri tónleika er- lendra listamanna á næstunni. Ekkert hefur þó fengist staðfest í þeim efnum. Ekki verður deilt um ágæti þessara hljóm- sveita sem sækja okkur heim í ár. Hins vegar vekur athygli að enn og aftur eru eldri listamenn áberandi meðal gestanna. Frétta- tíminn reiknaði út að meðalaldur stóru lista- mannanna sem hingað komu í fyrra var 55 ár. Svipað er uppi á teningnum í ár, miðað við þau nöfn sem þegar hafa verið tilkynnt. Neil Young er 68 ára, Paul Banks söngvari Interpol er 35 ára, Beth Gibbons söngkona Portishead er 49 ára, Daddy G í Massive Attack er 54 ára, Black Francis söngvari Pixies 48 ára og Wayne Coyne söngvari Flaming Lips er 53 ára. Meðalaldurinn er 51 ár. -hdm Stefnir í tónleikafár á Íslandi í sumar  TónleiKar neil young Treður upp í laugardalShöll í júlí Neil Young treður upp með hljómsveit sinni í Laugar- dalshöll í sumar. Mynd/ NordicPhotos/Getty  hlal og iwona reKa veiTingaSTaðinn Mandi S ýrlendingurinn Hlal kom til Íslands 2005 eftir að Íslend-ingar komu að máli við hann í Dubaí og fengu til þess að koma til landsins að kokka. Tveimur árum síðar kom Iwona frá Póllandi til þess að heimsækja bróður sinn, hitti Hlal, ástin kviknaði og hún hefur ekki farið heim síðan. Hjónin opnuðu nýlega veitinga- staðinn Mandi, þar sem Texas-sjoppan var áður við Ingólfstorg. Hæfileikar Hlals þegar kemur að matseld eru óumdeildir og hróður Mandi hefur borist hratt á skömmum tíma. „Hún byrjaði að elska mig eftir að ég eldaði fyrir hana,“ segir Hlal og brosir til konu sinnar. „Það er alveg satt,“ segir Iwona ákveðin. „Hann hefur bara engan tíma til að elda fyrir mig lengur vegna þess að hann hefur svo mikið að gera við að elda fyrir alla sem vilja borða matinn hans. Maturinn sem hann gerir er ein- stakur. Hann er með eitthvert töfrabragð sem ég næ ekki þótt hann hafi kennt mér að elda alla þessa rétti. Þannig að hann verður bara að standa hérna yfir grillinu allan sólarhringinn,“ segir Iwana og hlær. Þau hjónin hafa staðið vaktina saman en Hlal er mest einn á Mandi þar sem Iwona vill helga litlu börnunum þeirra all- an sinn tíma en annað er tæplega tveggja ára og hitt rétt fjögurra mánaða. Hlal á fimm bræður sem allir fást við matargerð, rétt eins og faðir þeirra sem hefur verið kokkur í Sýrlandi í áratugi. Hlal hefur eldað á ýmsum stöðum á Ís- landi, meðal annars á Saffran, en áður en hann kom hingað hafði hann kokkað í Dubaí, Sádi-Arabíu og Abu Dhabi. Hann segist kunna vel við að vera sjálfs síns herra þótt það sé dálítið erfitt líka. Hjónin segja vinsældir Mandi aukast stöðugt og flestir sem komi þangað einu sinni endi sem fastakúnnar. „Þetta hefur spurst vel út og við höfum ekkert þurft að auglýsa okkur,“ segir Hlal. „Viðskiptavin- irnir eru margir orðnir góðir kunningjar okkar og koma stundum við bara til þess að spjalla aðeins,“ segir Iwona. „Og þannig viljum við hafa þetta. Við viljum gefa meira af okkur en bara að rétta fólki matinn yfir afgreiðsluborðið.“ Iwona segir fólk hafa skorað á þau að færa út kvíarnar og margir vilji fá þau á sínar heimaslóðir. „Fólk hefur sagt okkur að opna í Kópavogi, í Kringlunni og meira að segja á Akureyri. En við látum þennan stað duga, í bili að minnsta kosti, enda getur Hlal ekki eldað á mörgum stöðum í einu,“ segir Iwona. En af hverju er maturinn hans Hlals svona góður? „Ég hef gert þetta í svo mörg ár og ég elska að elda,“ segir kokkurinn glaðlega. „Það er alveg satt. Hann elskar þetta og þess vegna er þetta svona gott,“ staðfestir Iwona. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hjónin Hlal og Iwona hafa gert gamla sjoppu við Ingólfstorg að eftirsóttum matsölustað og sjá fram á að þurfa að draga úr sjoppu- rekstrinum til þess að anna eftirspurn eftir kræsingum Hlals. Ljósmynd/Hari. Hjónin Hlal og Iwona hafa búið á Íslandi um árabil og vilja hvergi annars staðar vera. Þau reka veitingastaðinn Mandi þar sem sjoppan Texas var áður til húsa við Hallærisplanið. Hlal er ástríðukokkur og hróður hans hefur borist víða. Til Jemen og víða um Reykjavík og þeim fjölgar stöðugt sem sækja í eldamennsku hans og félagsskapinn sem hjónin veita á litla staðnum sínum. Eldað af ástríðu á Hallærisplaninu Ég hef gert þetta í svo mörg ár og ég elska að elda. 62 dægurmál Helgin 7.-9. febrúar 2014 fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.