Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 2
 Velferðarmál Íþróttakennari fékk nóg af slæmum aðbúnaði Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Rannsókn í rúmlega 4 mánuði é g fékk bara nóg af þessu umhverfi sem kennarar þurfa vinna í hér á Íslandi. Staða kennara er ekki nokkrum manni bjóðandi,“ segir Stefán Magnússon íþróttakennari sem sagði upp starfi sínu við Salaskóla fyrir áramót. „Mér fannst það grátlegt því betri vinnustaður og samstarfsfélagar eru vandfundnir,“ segir hann. Stefán hefur starfað sem íþróttakenn- ari í 15 ár og áður en hann fór að kenna í Salaskóla kenndi hann meðal annars við Austurbæjarskóla og á Neskaupstað. „Við fjölskyldan fluttum um tíma út á land,“ segir Stefán en hann er einnig framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug sem haldin hefur verið á Neskaupstað undanfarin ár. Hann rifjar upp mál Ragnars Þórs Péturssonar sem sagði upp störfum við Norðlingaholtsskóla nýverið. „Þar hringdi bara einhver inn og sagði að þessi kennari væri perri. Hann er settur í leyfi og málið skoðað en þetta reynist vera uppspuni frá rótum. Kennarinn er svo boðinn velkom- inn aftur til starfa eftir að hafa þurft að sitja undir þessum ásökunum. Þetta er svo fáránlegt að ég á ekki til aukatekið orð,“ segir Stefán sem finnst kennarar ber- skjaldaðir fyrir hvers kyns tilhæfulausum ásökunum. „Það sem fyllti mælinn hjá mér var þegar íþróttakennarar voru boðaðir í sund- próf, ekki til að prófa hvort þeir geta kennt heldur hvort þeir geta synt, og á þessu sundprófi áttum við að gera það sem við kennum grunnskólakrökkum í sundtím- um. Mér fannst þetta alveg út í hött og neit- aði að taka prófið. Þá var mér einfaldlega hótað með kærum og að ég mætti ekki kenna sund nema ég tæki prófið jafnvel þó ég sé með réttindi til þess. Þeir sem tóku kennarana í próf voru ekki einu sinni sund- kennarar sjálfir. Ákveðinn hópur kennara tók sig saman og spurði hvort við mættum ekki bara taka hvert annað í próf, og tvær konur sem höfðu kennt sund í 30 ár tóku prófið á hvor annarri og skiluðu inn, en það var ekki tekið gilt. Ég hafði bara ekki áhuga á að láta niðurlægja mig meira og fann mér nýja vinnu.“ Stefán er nú annar umsjónarmanna líkamsræktarstöðvarinnar Sporthúsið Gull sem er lítil stöð í kjallara Sporthússins í Kópavogi. „Ég er áfram að kenna íþróttir en þeir sem ég kenni eru um 30 árum eldri en þeir sem ég kenndi áður. Þarna veitum við persónulega þjónustu og ég leiðbeini fólki í tækjunum, bý til æfingaáætlun og passa upp á að allir geri æfingarnar rétt.“ Spurður hvort hann fái ekki betri laun þarna en sem grunnskólakennari skellir Stefán upp úr. „Það segir sig sjálft. Ef þú hættir í kennslu og færð þér aðra vinnu þá færðu hærri laun.“ Hann bendir ennfremur á að það séu svokallaðar kvennastéttir sem enn þurfa að berjast fyrir réttindum sínum og launum. „Það er sorglegt að enn í dag skuli kennarar, hjúkrunarfræðingar og aðrar kvennastéttir þurfa að sætta sig við ömurlegar vinnuaðstæður. Ég kvartaði aldrei undan laununum því ég elska að kenna en mér var bara nóg boðið,“ segir Stefán. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Misbauð réttindaleysi kennara og sagði upp Stefán Magnússon sagði upp sem íþróttakennari við Salaskóla vegna óánægju með aðbúnað kennarastéttarinnar og framkomu yfirvalda í garð hennar. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar íþróttakennurum var gert að gangast undir grunnskólapróf í sundi og eftir að Stefán neitaði átti að meina honum að kenna sund þrátt fyrir að hafa til þess réttindi. Stefán er nú annar umsjónarmanna líkamsræktarstöðvarinnar Sporthúsið Gull þar sem hann hefur meiri réttindi og hærri laun. Ég hafði bara ekki áhuga á að láta niður- lægja mig meira. Stefáni Magn- ússyni misbauð réttindaleysi kennara þannig að hann sagði upp sem íþróttakennari við Salaskóla og fór að vinna í Sporthúsinu. Ljósmynd/Hari Íslendingar gjafmildir Ekki kemur á óvart að 98% Íslendinga gefa jólagjafir og eru fremur gjafmildir því að um 71% þeirra styrktu góðgerðarmálefni um síðustu jól. Hins vegar voru 64,4% með aðventukrans með fjórum kertum á heimilinu. Nær 54% voru með gervitré á meðan 35% voru með lifandi tré. Um 29,4% skáru út eða steiktu laufabrauð en aðeins 10,4% bjuggu til konfekt. Nú settu 51,8% landsmanna aðventuljós út í glugga hjá sér en á árinu 2010 voru það 61,9%. Mörgum áhugaverðum spurningum um jólahegðun Íslendinga var svarað í netkönnun Gallup dagana 17. desember til 2. janúar en úrtaksstærðin var 1.369 ein- staklingar. Þátttökuhlutfall var 60,3%. Íslandsbanki eignast 80 prósent hlutafjár Íslandsbanki og Frumherji hf. hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félags- ins. Íslandsbanki eignast 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórnarfor- maður og Orri Hlöðversson framkvæmda- stjóri félagsins hafa lagt því til nýtt hlutafé og eignast með því 20% hlutafjár. Íslands- banki kemur til með að hefja söluferli á Frumherja á næstu 12 mánuðum, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Fram kom í DV í vikunni að Finnur Ingólfsson fjárfestir, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri, hafi hætt öllum afskiptum af Frumherja en félagið var í eigu Finns og viðskiptafélaga hans í gegnum eignarhaldsfélagið Spector. Blaðið segir að Finnur hafi ekki selt hlut sinn heldur hafi hann verið afskrifaður og nýtt hlutafé komið í staðinn. -jh Met og aftur met í ferðaþjónustu Gríðarleg hlutfallsleg fjölgun ferðamanna varð í nýliðnum desember. Ferðamenn sem fóru um flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í þessum síðasta mánuði ársins voru um 41.700 og fjölgaði um 48,8 prósent frá desember árið 2012, að því er fram kemur í tilkynningu Netsins, markaðs- og rekstrarráðgjafar. Bretar voru langflestir, 32,7 prósent, þá Banda- ríkjamenn 14,3%. Heildarfjöldi ferða- manna árið 2013 um flugstöðina var um 781.000 og nam aukningin 20,7 prósent miðað við árið á undan. Hver mánuður á árinu var metmánuður, rétt eins og ári fyrr. Fjölmennastir yfir árið voru Bretar, þá Bandaríkjamenn og Þjóðverjar í þriðja sæti. -jh Rannsókn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á meintu harðræði starfsmanna Leikskólans 101 er langt komin og verður lokið eftir einhverja daga eða vikur, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Búið er að taka skýrslur af foreldrum og starfsmönnum leikskólans en rannsókn á málinu hófst í september á síðasta ári. Málið komst upp í lok sumars þegar tveir sumarstarfsmenn tilkynntu málið formlega til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og gátu rökstutt mál sitt með myndskeiði. Starfsmenn leik- skólans voru níu talsins en rekstri leik- skólans var hætt stuttu eftir að málið var tilkynnt. Almennum lögreglumönnum verður fjölgað um 44 á þessu ári og átta til viðbótar bætast við til rannsókna skipulagðra glæpa og kynferðisbrota. Flestir lögreglu- mennirnir taka til starfa á lands- byggðinni og á þeim stöðum þar sem lágmarksmannafla skortir. Búnaður lögreglu, þjálfun, tækjakostur og endurmenntun lögreglumanna verður bætt og meiri kostnaður hlýst af auknu eftirliti á vegum úti. Þetta eru helstu niðurstöður þverpólitískrar þingmannanefndar innanríkisráðherra sem skilað hefur tillögu að forgangsröðun vegna 500 milljóna króna viðbótar- framlags til lögreglu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögurnar. Lausar stöður lögreglumanna verða auglýstar strax og hægt verður að ráða frá og með næstu mánaðarmótum. Fimm lögreglu- menn bætast við á Vesturlandi, tveir á Vestfjörðum, tíu á Norður- landi og sex á Austurlandi. Níu bætast við á Suðurlandi og tveir á Suðurnesjum. Þá mun lögreglu- mönnum fjölga um átta á höfuð- borgarsvæðinu og tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglu- stjóra vegna þjálfunar lögreglu- manna. Þess utan munu átta stöðugildi rannsóknarlögreglu- manna bætast við á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum af við- bótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kynferðisbrotum.  löggæsla þingmannanefnd ráðstafar 500 milljóna Viðbótarframlagi Lögreglumönnum fjölgar um allt land Lögreglumönnum á landsbyggð- inni verður fjölgað til muna og eftirlit á vegum úti hert. 2 fréttir Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.