Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 63

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 63
yfir þekkingu á sjálfum sér; hvað manni finnst gott og hvers maður þarfnast. Það dugar ekki að vilja vera eins og hamingjusama fólkið í Filippo Berio-auglýsingunum. Sá sem veit ekki hvað er góð ólívuolía fer heim með hrat af markaðnum (eins og hann gerir reyndar líka í blekkingarheimi vörumerkjanna á Vesturlöndum). Þeir sem kaupa daglegar þarfir á markaðnum þurfa að byggja upp mannlega traustkeðju við kaup- mennina; sem aftur viðhalda keðjunni með viðskiptum sínum við bændur. Sá sem lýgur of miklu situr uppi án viðskiptavina. Eða verður að selja miklu ódýrara en aðrir. Þekkja þarf muninn á því gamla og nýja Sem er einmitt leiðin sem stór- markaðurinn fer. Á endanum munu slíkir markaðir verða reistir í miðju hverfanna hér í Marokkó. Og vegna verndaðs aðgengis að viðskiptavinum (sem eiga langt að sækja aðrar verslanir) munu stórmarkaðarnir neyða bændur og heildsala til að selja sér ódýrt svo þeir geti boðið íbúunum upp á ódýra vöru og þar með gert það enn óhagkvæmara fyrir fólkið að leita annað. Bankarnir munu standa að baki þessari uppbygg- ingu stórmarkaðanna; ekki síst vegna þess að það er svo miklu auðveldara að lána einum stórum en mörgum litlum. Sérstaklega þegar maður sjálfur er ógnarstór. Og þegar þessi næsta bylgja nútímavæðingar Marokkó hefur gengið yfir mun almenningur þar verða alveg jafn blindur á hvað honum finnst gott og við erum fyrir löngu orðin. Dagleg neysla fólksins verður hamin, beisluð og veitt út í gegnum áveitukerfi bankanna til fyrirtækjanna sem sjá um að safna upp arðinum að striti fólksins. Markaðshagkerfi nútímans; hið nýja heimsveldi sem er að leggja undir sig heiminn; er í eðli sínu áveitukerfi. Þeir sem stjórna inn- flæði peninga í kerfið hafa í raun algjört vald yfir lífi fólks og hvernig samfélag þess þróast. Þeir sem lifa innan áveitukerfis stórfyrir- tækjanna eru í raun þrælar þeirra sem eiga peningana. Arðurinn af lífsgæðakapphlaupi þeirra rennur allur til þeirra sem eiga áveitukerf- ið. Líkurnar á að lífsgæðasóknin leiði til hamingju eru hverfandi; enda er kerfið ekki smíðað til að auka hamingju fólksins heldur arð fyrirtækjanna. Það má vera að markaðshag- kerfið hafi fyrst mótast í Evrópu og byggi á samfélagshugmyndum sem mótuðust meðal fólks sem bjó þar sem vatnið féll af himnum; þar sem allir og enginn getur gert tilkall til vatnsins. En hagkerfi heimsins hefur þróast langt frá slíkum hug- myndum. Nú tekur kerfið mið af samfélagi áveitukerfanna. Sá sem á vatnið, peningana og kvótann á allt og allir verða þrælar hans. Líklega er það vegna skyldleik- ans við áveitukerfin sem eigendur peninganna; hin svokölluðu alþjóða- fyrirtæki (sem eru ekki alþjóðleg heldur vestræn fyrirtæki sem arð- ræna fólk þvert á landamæri); eiga í reynd auðveldara að eiga samskipti við alræðisvaldið í Kína, fámenn- isklíkuna í Rússlandi og kónginn í Marokkó en lýðræðisríkin í Evrópu – eða það sem eftir er af þeim. Og af sömu ástæðu munu stór- fyrirtækin styðja þau stjórnmálaöfl sem vilja færa þeim meira sjálfstæði og meira vald til að hagnast af striti almúgans; Hassans, Noru og okkar hinna. Eins og við þurfum að þekkja muninn á góðri og slæmri ólívuolíu þurfum við líka að þekkja muninn á kostum og frelsi gamla markaðs- kerfsins og ókostum og ófrelsi þess nýja. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is „Vanabindandi akstursánægja“ Ford Focus. 5 dyra frá 3.490.000 kr. Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins, tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr. öllum Ford Focus í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Viltu vita meira um Ford Focus? Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Station frá 3.640.000 kr. Ford_Focus_5x18_14.01.2013.indd 1 16.1.2014 14:56:33 KRAFTLAUS? www.hafkalk.is Náttúrulegt Sjávar-Magnesíum , Sink L Asparte, C vítamín og virkt B6 vítamín ALLAR VÖRU HAFKALKS ERU ÁN AUKAEFNA OG ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE) Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.