Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 28
É g vil alls ekki vera markaðs- settur sem kyntákn, ég og út- gáfufyrirtækið One little Indi- an erum alveg á sömu blaðsíðu með það. Ég er alveg andstæð- an við eitthvað svoleiðis og þeir sem maður vinnur með og þekkja mann vita hver maður er og hvað maður stendur fyrir. Fyrirtækið er ekta „underground“ og flott vörumerki sem leggur áherslu á að vera raunverulegt,“ segir Ásgeir Trausti Einars- son tónlistarmaður sem hefur verið að túra í tæplega ár plötuna sína Dýrð í dauðaþögn. Eins og staðan er nú lítur út fyrir að næsta ári verði svipað. Ásgeir átti róleg og góð jól með foreldrum og vinum sínum á Hvammstanga en kom þó fram fjórum sinnum á milli jóla og nýárs. Einnig gaf hann sér tíma til að sýna frönsk- um fjölmiðlamönnum heimaslóðir sínar á Hvammstanga en frönsk sjónvarpsstöð var að gera þátt um hann. „Við fengum alveg frábært veður, mjög róleg stemning myndað- ist og við vorum að spila og tala saman. Það getur verið mjög skemmtilegt en ég get ekki sagt að ég sækist sérstaklega eftir athygli fjölmiðla,“ segir Ásgeir Trausti, jarðbundinn og hógvær. Betra með hverjum mánuðinum „Það er ekki eitthvert eitt svæði sem mér finnst við vera leggja áherslu á meira en annað nema helst þá Bretland, Frakkland og Norðurlöndin,“ segir Ásgeir en platan hefur aðeins verið gefin út á ensku í Hollandi og í Danmörku en kemur ekki opinberlega út alls staðar fyrr en 29. janúar. „Fyrst þegar við ákváðum að gefa út plötu úti og byrja að túra þá leist mér alls ekki vel á það því að ég hafði enga reynslu af því og fannst það aðeins of stórt skref. Ég sagði eiginlega nei fyrst, ég ætlaði ekki að gera þetta því að ég var hræddur við það. Ég vissi svo sem ekki hvað ég var að fara að gera. Svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina tækifærið sem við fengjum til þess að láta á þetta reyna og fara út og gera okkar besta þannig að þeg- ar maður leit á heildarmyndina og sá þetta í réttu ljósi þá lét maður af þessu verða. Mér fannst allt mjög erfitt fyrst en hefur orðið betra og betra með hverjum mánuðinum og akkúrat núna þá er þetta voðalega einfalt og þægilegt. Það getur verið þreytandi en líka mjög skemmtilegt,“ segir Ásgeir. „Ég hef þroskast að einhverju leyti vegna þess að maður er búinn að vera að gera öðru- vísi hluti en flestir eru að gera og maður er búinn að vera að ferðast endalaust út um allt og verið að kynnast nýjum hlutum. En þroskinn er ekki endilega á öðru stigi en hjá jafnöldrum mínum. Ég er alltaf sami vitleys- ingurinn,“ segir Ásgeir. Saknar alltaf Íslands Ásgeir hefur ekki haft mikinn tíma til að gera það sem honum þykir skemmtilegast, að semja tónlist. „Þegar kemur frír tími þá reynir maður að semja eins mikið og maður getur en það er voðalega lítið af honum. Við þurfum oft að vera vinna lögin okkar öðruvísi vegna mark- aða eins og í Japan og Ástralíu sem vilja gefa út smáskífur. Við þurftum nýlega að gera „co- ver“ lag fyrir einn markað úti til að geta gefið út vegna þess að þau vildu fá eitthvað sem enginn annar er með til þess að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Núna erum við ekki mikið að einblína á nýtt efni. Maður reynir alltaf að semja þegar maður hefur tíma og það er það skemmtilegasta sem maður gerir en þegar ég er á túr og bý á hóteli þá dettur maður ekki oft í fílinginn til þess,“ segir Ásgeir. „Fyrir næstu plötu væri ég helst til í að taka alveg frí frá öllu í nokkra mánuði og geta verið einhvers staðar með sjálfum mér og varið nokkuð góðum tíma í að semja án þess að vera í einhverju stressi,“ segir Ásgeir. Ásgeir og hópurinn hans hafa fundið fyrir auknum áhuga. Áhorfendum á tónleikum fjölgar auk þess sem þeir spila á sífellt stærri stöðum. Segist hann ekki vera að huga að Ég er ekki að stressa mig á neinu Ásgeir Trausti hefur verið að túra allt síðasta árið og kom heim í smá frí um jólin til að hlaða batteríin fyrir það næsta. Hann fann fyrir óöryggi og var jafnvel lokaður fyrir ári síðan en núna er hann farinn að njóta ferðalagsins sem útgáfufélagið One little Indian skipulagði fyrir hann. Tónlistarmaðurinn tekur frægðinni þó með jafnaðargeði og saknar Íslands þegar hann er úti. Framhald á næstu opnu Ásgeir Trausti Einarsson var maður ársins í íslensku tónlistarlífi árið 2012. Hann seldi 22.000 eintök af fyrstu plötu sinni, Dýrð í dauðaþögn. Í febrúar árið 2013 greindi Frétta- tíminn frá því að Ásgeir hefði samið við útgáfufyrirtækið One Little Indian og að plata hans kæmi út í hinum stóra heimi. John Grant snaraði textum Ásgeirs yfir á ensku fyrir plötuna, In the Silence, og nú kallar hann sig bara Ásgeir. Ýmislegt hefur drifið á daga Ásgeirs síðasta árið. Ásgeir hefur leikið á 170 tónleikum síðasta árið, bæði hér á landi en þó aðallega úti í heimi. Plata hans er komin út í Hollandi og Danmörku. Hún kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok mánaðarins. Platan situr í 16. sæti á iTunes-listanum í Hollandi og er númer 54 á gamla góða sölulistanum. Ásgeir hlaut EBBA-verðlaunin í Hollandi á miðvikudagskvöld. Hann situr í efsta sæti á Hot Overseas Chart á Billboard í Japan. Erlendir fjölmiðlar sýna Ásgeiri mikinn áhuga. Franski sjónvarps- þátturinn Alcaline kom til Íslands til að gera þátt um hann. Stór- blaðið Le Monde kom líka í heimsókn um daginn. Sunday Times verður með grein um Ásgeir innan skamms. Ásgeir var líka til umfjöllunar í Der Spiegel online fyrir skemmstu. Þá er ótalin gagnrýni á plötuna. Platan hefur fengið frábæra dóma í Mojo, Uncut, Guardian, The Line of Best Fit, Independent og fleiri miðlum. Ásgeir er bókaður við tónleikahald fram í miðjan apríl en að sögn Maríu Rutar Reynisdóttur, umboðs- manns hans, er núna verið að bóka hann á tónlist- arhátíðir og annað fyrir sumarið. Í lok mánaðarins verður kynningarvinna í Bret- landi og Frakklandi þegar platan kemur þar út. Strax í kjölfarið fylgir túr um Noreg þar sem Ás- geir kemur fram á 300-450 manna tónleikastöð- um. Þegar er orðið uppselt í Osló og Stafangri. Í febrúar fer hann í tónleika- og kynningarferð um Suðaustur-Asíu: Tókýó, Taipei, Singapor og Hong Kong. Þar kemur hann meðal annars fram á tónleikum með The National og Mogway. Einnig er uppselt á 350 manna tónleika í París 11. febrúar. Í mars verður að líkindum 10–14 daga túr um Ameríku í kringum SXSW tónlistarhátíðina. Hinn 21. mars hefst þriggja vikna túr um Evrópu sem lýkur 12. mars. Þar kemur Ásgeir meðal annars fram í Union Chapel í London sem er 850 manna staður. Og á Store Vega í Köben sem er 1500 manna staður. Í maí er stefnt að annarri tónleikaferð um Ameríku og í sumar leikur hann á tónlistarhátíðum í Ameríku, Japan og í Evrópu. Ljósmynd/Hari Annasamt ár að baki – ennþá strembnara ár fram undan 28 viðtal Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.