Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 36
36 matur & vín Helgin 17.-19. janúar 2014
vín vikunnar
Wolftrap
Syrah Mourvedre
Viognier
Gerð: Rauðvín.
Þrúgur: Syrah,
Mourvedre og
Viognier.
Uppruni: Suður-
Afríka, 2012.
Styrkleiki: 14,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.199 kr.
(750 ml)
Umsögn: Þetta
Suður-afríska
rauðvín með
áhugaverða nafnið,
Úlfagildra, er
áhugaverð blanda
af þremur þrúgum.
Þetta er kryddað
og ferskt vín sem
passar vel með
kröftugum sósum,
pottréttum og
þungum mat.
Banfi La Lus
Albarossa
Gerð: Rauðvín.
Þrúga: Albarossa.
Uppruni: Ítalía,
2010.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.999 kr.
(750 ml)
Umsögn: Þetta
ítalska Albarossa
vín er virkilega
spennandi og mikið
vín á góðu verði.
Það hefur nett
kryddaðan keim og
skilar góðri fyllingu
í munni.
Paul Jaboulet
Les Cedres
Chateauneuf du
Pape
Gerð: Rauðvín.
Þrúgur: Grenache,
Syrah o.fl.
Uppruni: Frakk-
land, 2007 .
Styrkleiki: 15%
Verð í Vínbúð-
unum: 5.999 kr.
(750 ml)
Umsögn: Frá
Chateauneuf du
Pape héraðinu
koma mörg af bestu
vínum Frakklands.
Þetta er sparivín,
til að njóta með
virkilega flottum
mat eða jafnvel til
að geyma og eiga
við sérstök tilefni.
Smá forskot á sumarið
Zinfandel er ein helsta þrúgan í Kaliforníu og víngerðarfólk þar sér-
hæft í vínum af þessari tegund. Þó Zinfandel þekkist annars
staðar nýtur hún sín einkar vel í Kaliforníu enda þarfnast
þrúgan smá hita til að þroskast sem best. Zinfandel
rauðvín eru oft
alkóhólrík, kröftug
og krydduð.
Þetta Stone
Barn-vín er
fínt afsprengi
Zinfandel, dökkt, milt og kryddað. Ef það lægir í smá
stund um helgina væri tilvalið að fíra upp í grillinu. Vínið
passar nefnilega einstaklega vel með grilluðu kjöti. Þó íslenska
janúarveðrið sé varasamt mun þetta Kaliforníu Zinfandel sjá um að
ylja þér um kroppinn.Stone Barn Zinfandel
Gerð: Rauðvín.
Þrúga: Zinfandel.
Uppruni: Bandaríkin, 2012.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr. (750 ml)
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Fréttatíminn mælir með
Réttur vikunnar
Hvort sem þið eruð með sex
gesti í mat eða þurfið að næra
ykkur fyrir átök (hugsanlega
lárétt) með viðeigandi bragðs-
infóníu, þá er nærtækt að leita
í smiðju Stefáns Hrafns
Hagalín, mann-
auðs- og mark-
aðs- stjóra
Odda, sem stal
þessari laufléttu en
þó seðjandi salat-
uppskrift frá
vini sínum,
Jamie
Oliver.
500 gr.
fiskur
(bleikja
eða lax –
beinlaus, með
roði)
500 gr.
kartöflur
1 fennel-haus
1 búnt af ferskum aspas (200-
250 gr.)
100 gr. af baunaspírum (eða
strengbaunum)
safi úr (liðlega) hálfri
sítrónu
Extra virgin
ólívuolía
1 msk. dijon sinnep
1 tsk. reykt paprikku-
duft
1/2 búnt af
dilli
1 glas
af hvít-
víni
(svona
til að
byrja
með)
A: Skerið
kartöfl-
urnar
með hýði
í tommustóra bita,
sjóðið í mýkt og hellið af.
Skafið fennel og aspas með
skrælara í ískalt vatn og
setjið til hliðar. Sötrið 1/4
af hvítvínsglasi.
B: Hrærið saman sinnep og
sítrónusafa við sitt hvora
klípuna af salti og pipar.
Þrefaldið þessa dressingu í
magni með ólívuolíu. Setjið
til hliðar. Sötrið 1/4 af hvít-
vínsglasi.
C: Saltið, piprið og olíuberið
fiskinn. Nuddið reykta
paprikkuduftinu inn í
kvikindið. Setjið stóra
pönnu á háan hita og eldið
bleikjuna eða laxinn í 3-4
mínútur með roðið niður.
Skellið á hina hliðina og
steikið í mínútu til viðbótar.
Færið yfir á fisk. Sötrið 1/4
af hvítvínsglasi.
D: Skellið aspas og fennel í
skál ásamt baunaspírum,
kartöflum, dilli og dress-
ingu. Hrærið vel saman.
Tætið fiskinn í flögum
yfir þessa bragðsinfóníu.
Skreytið með smáræði af
dilli og fennel. Sötrið 1/4 af
hvítvínsglasi.
Einfalt er að breyta þessum
rétti á ýmsa vegu og gera enn
saðsamari, til dæmis með því
að bæta við bragð-
mildu grænmeti og
ávöxtum – svo sem
avakadó, agúrku
og blaðsalati.
Bleikjusalat fyrir sex með aspas, fennel og dilli
Spy Valley
Chardonnay
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Char-
donnay.
Uppruni: Nýja Sjá-
land, 2012.
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.790 kr.
(750 ml)
Svo létt á brauðið
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
57
65
5