Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 50
H jónin Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Gísli Þorvaldsson bættu enn einni skrautfjöður í hatt sinn með því að vinna öruggan sigur í sveita- keppni Bridgehátíðar Borgarness sem fram fór á Hótel Hamri nýverið. Ljósbrá og Matthías hafa verið sigursæl í mótum undanfarna mánuði. Sveitarfélagar þeirra í Borgarnesi voru Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartarson. Þátttaka var ágæt og mættu 22 sveitir til leiks. Sveit Ljósbrár var í toppsætinu allan tímann og landaði næsta öruggum sigri. Lokastaða fimm efstu sveita varð þannig: 1. Ljósbrá Baldursdóttir ...................................... 152 2. Grábrók ............................................................ 134 3. Grant Thornton ................................................ 130 4. Strumparnir ..................................................... 121 5. Skákfjelagið ..................................................... 115 Sævar Þorbjörnsson og Karl Sigurhjartar- son unnu bötlerútreikning para næsta örugglega, voru með 2,12 impa í plús í hverju spili að meðaltali. Eftirfarandi spil féll í leik Ljósbrár við Grant Thornton í fimmtu umferð. Þó voru ekki nema 5 borð (af 22) sem náðu laufslemmu í NS. Norður gjafari og NS á hættu: Á borði Sævars og Karls (NS) sem áttu við bræðurna Hrólf og Odd Hjaltasyni opnaði Sævar á einu laufi á norðurhöndina. Hrólf- ur sagði 1 spaða, Karl doblaði neikvætt, Oddur sagði 4 spaða og Sævar skaut á 6 lauf. Þau voru ekkert vandamál til vinnings því Sævar gat hent báðum tíglum sínum í hjartafríslagi. Á hinu borðinu sátu Sveinn Rúnar Eiríksson og Þröstur Ingimarsson í NS gegn Ljósbrá-Matthíasi í AV. Sveinn Rúnar opnaði á alkröfu 2 laufum í norður, fékk 2 spaða, pass og 4 spaða. Sveinn sagði fimm lauf og Þröstur, sem bar virðingu fyrir alkröfuopnun Sveins, sagði 5 grönd sem þýddi: „veldu slemmu“. Sveinn sagði 6 lauf við því og spilið féll í samanburðinum. Jafn margir spiluð laufbút og slemmu á hendur NS. Bridgehátíð í nánd Hin árlega og vinsæla Bridgehátíð verður spiluð dagana 23.-26. janúar. Eins og vana- lega kemur fjöldi frægra erlendra spilara til að taka þátt í þessari keppni sem er spiluð að venju á Hótel Natura. Fyrir hefðbundna tvímenningskeppni og sveitakeppni verður haldinn Stjörnutvímenningur (Star wars PRO/AM) þann 22. janúar. Spilamennska hefst klukkan 19 en mæting er klukkan 18 þar sem Bridgesamband Íslands mun bjóða spilurum upp á léttar veitingar fyrir spilamennsku ásamt því að dregið verður í sveitir eitt pro par og eitt am par saman og teknar myndir af sveit. Gott tækifæri til að vera með þeim bestu í sveitunum. Mögu- leiki er að kaupa sér makker ef menn hafa til dæmis áhuga á að spila við einhvern okkar landsliðsmanna eða jafnvel einhvern af útlendingunum. Spilaðir verða 6 x 4 spila leikir. Vegleg verðlaun í boði og mun meðal annars parið í sigursveitinni fá boðs- miða í tvímenning Bridgehátíðar. Skráning hjá Kristjáni síma 867 5748, Rúnari síma 820 4595, Guðmundi síma 861 9188 eða hjá Ólöfu á skrifstofu Bridgesambandsins síma 587 9360. Lokað verður fyrir skráningu klukkan 12 spiladag. Snyrtilegur klæðn- aður er áskilinn. Þátttökugjald í aðaltví- menning Bridgehátíðar er 20.000 á parið og sveitakeppnin er 40.000 á sveitina. 50 skák og bridge Helgin 17.-19. janúar 2014  Skák Skákþing ReykjavíkuR Þrír efstir og jafnir með fullt hús a lþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í Skákþingi Reykjavíkur sem fer fram þessa dagana. Í fjórðu umferð, sem fór fram í á mið- vikudaginn, vann Jón Viktor stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, Þorvarður sigr- aði Fide meistarann Sigurbjörn Björnsson og Einar Hjalti lagði Atla Jóhann Leósson. Mótið er nú hálfnað en alls eru tefldar níu umferðir og fer fimmta umferð fram næst- komandi sunnudag og hefst klukkan 14. Þá mætast meðal annars Einar Hjalti og Jón Viktor sem og Fide meistarinn Davíð Kjart- ansson og Þorvarður Fannar. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur www.taflfelag.is. Vignir Vatnar Íslandsmeistari barna Vignir Vatnar Stefánsson varð um síðustu helgi Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri annað árið í röð. Vignir hlaut 8,5 vinning í níu skákum og varð jafn Óskari Víkingi Davíðs- syni að vinningum en þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign. Vignir hafði svo betur í spennandi tveggja skáka einvígi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn á sínu síðasta ári í þessu móti og er þar með tvöfald- ur Íslandsmeistari barna en auk þess er hann Íslandsmeistari 13 ára og yngri og Norður- landameistari 11 ára og yngri, að því er fram kemur á síðu Taflfélags Reykjavíkur. „Alls tóku 14 krakkar út Taf lfélagi Reykjavíkur þátt í mótinu og öll stóðu þau sig afbragðs vel og halda áfram að safna í reynslubankann því ef það er einhvern tíma mikilvægt að tefla mikið, aftur og aftur, þá er það á fyrstu árum taflmennskunnar. Af T.R. krökkunum kom Mykhaylo Kravchuk næstur með 6,5 vinning en síðan komu Ró- bert Luu, Sævar Halldórsson, Davíð Dimitry Indriðason, Björn Magnússon og Ólafur Örn Olafsson allir með 6 vinninga, Guðni Viðar Friðriksson og Benedikt Ernir Magnússon með 5 vinninga, Freyja Birkisdóttir og Al- exander Már Bjarnþórsson með 4,5 vinn- ing, Unnsteinn Beck með 4 vinninga, Freyr Grímsson með 3,5 vinning og Kári Christian Bjarkarson með 1 vinning. Taflfélag Reykjavíkur óskar þessum glæsi- lega hópi barna, sem allur hefur sótt laug- ardagsæfingar félagsins af krafti, til ham- ingju með árangurinn,“ segir enn fremur, „og Vigni Vatnari sérstaklega með Íslands- meistaratitilinn.“  BRidge ÖRugguR SiguR í Sveitakeppni BRidgeHátíðaR BoRgaRneSS Enn ein skrautfjöður í hatt Ljósbrár og Matthíasar ♠ 4 ♥ KG ♦ ÁG6 ♣ ÁKD9875 ♠ 95 ♥ ÁD102 ♦ 1098732 ♣ 2 ♠ K8763 ♥ 7653 ♦ K4 ♣ 43 ♠ ÁDG102 ♥ 984 ♦ D5 ♣ G106 N S V A Sigursæl sveit var kampakát með sigurinn í sveitakeppni Bridgehátíðar Borgarness. Frá vinstri eru Karl Sigurhjartarson, Ljósbrá Baldurs- dóttir, Matthías Gísli Þorvaldsson og Sævar Þor- björnsson. Mynd Aðalsteinn Jörgensen Vignir Vatnar Stefánsson, Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri. Mynd Taflfélag Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur fer fram þessa dagana. Mynd Taflfélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.