Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 54
Þegar japönsku bardagakapparnir sem kenndir eru við samúræja standa uppi húsbóndalausir eru þeir kallaðir ronin. Þetta er ekki eftir- sóknarverð staða enda er tilvera samúræja sem ekki hefur herra til þess að þjóna með sverði sínu hálf tilgangslaus. Hér segir af 47 slíkum sem eru á hrakhólum eftir að illur stríðs- herra drepur meistara þeirra. Þeir dreifast um landið en sameinast til þess að leita hefnda og verja þannig heiður sinn og síns fólks. Leynivopn þeirra í baráttunni við illmennið er blendingurinn Kai, sem ættbálkur þeirra hafði áður snúið baki við. Keanu Reeves leikur Kai sem slæst í ævintýraför með stríðs- köppunum en föruneytið þarf að brjóta sér leið í gegnum goðsagna- heim þar sem alls kyns óvættir og skrímsli reyna að hefta för þeirra. Aðrir miðlar: Imdb: 6,7, Rotten Tom- atoes: 11%, Metacrtitc: 28% Cloudy With a Chance of Meatballs 2 er eins og nafnið gefur skýrt til kynna fram- hald teiknimyndarinnar Cloudy With a Chance of Meatballs sem kom út 2009. Ógurlegur matarstormur fyrri myndarinnar varð til þess að Flint og vinir hans hrökkluðust burt úr bænum. Í kjölfarið býður Chester V, átrúnaðargoð Flints, honum vinnu hjá fyrirtæki sínu. Þar starfa fremstu uppfinningamenn heims við að finna upp tækni til að betrumbæta mannkynið. Þegar Flint uppgötvar, sér til mikillar skelfingar, að tækið hans er ennþá virkt og dælir út úr sér stökkbreyttum matar- skrímslum á borð við lifandi, súrsaðar gúrkur, glorhungraða takódíla, rækjuapa og eplakökukyrkislöngur, neyðist hann til að snúa aftur með félögum sínum og bjarga heiminum á ný. Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tom- atoes: 87%, Metacritic: 66% 54 bíó Helgin 17.-19. janúar 2014 Gagnrýn- endur hafa keppst við að ausa 12 Years a Slave lofi og verðlauna- tilnefn- ingarnar streyma inn.  Frumsýnd 12 Years a slave 12 Years a Slave er þriðja kvikmynd leikstjórans Steve McQueen. Hann gerði Hunger 2008 þar sem hann fjallaði um hungurverkfall í fangelsi á Norður- Írlandi. Árið 2011 vakti hann athygli og umtal með Shame þar sem Michael Fassbender fór á kostum sem kynlífsfíkill í andlegri kreppu. Óhætt er að segja að samstarf Fassbenders og McQueen hafi verið farsælt en leikarinn hefur verið í öllum myndum leikstjórans. Hann lék í Hunger og í 12 Years a Slave fer hann með hlutverk grimms plantekrueiganda sem gerir Solomon lífið leitt. Solomon var frjáls maður og bjó ásamt eigin- konu og tveimur börnum í New York. Hann var fær trésmiður og liðtækur tónlistarmaður sem var býsna flinkur á fiðluna. Líf hans hrundi vetur- inn 1841 þegar tveir menn buðu honum starf sem undirleikari í leiksýningu sem þeir þóttust vera að undirbúa. Hann fór því með þeim til Washington þar sem þeir höfðu hann undir og seldu í þrældóm til New Orleans. Plantekrueigandinn William Ford, sem Bene- dict Cumberbatch leikur, kaupir þrælinn sem á bærilega vist þar sem Ford er ágætisnáungi og það fer vel á með þeim. Hann lendir síðan í úti- stöðum við rasískan trésmið og eftir áflog þeirra í milli sér Ford ekki aðra leið til þess að bjarga lífi Solomons en að selja hann Edwin nokkrum Epps, plantekureiganda og óþverra sem Fass- bender leikur. Ævisaga Solomons, 12 Years a Slave, kom út 1853, í kjölfar hinnar vinsælu Kofi Tómasar frænda en bækurnar tvær áttu sinn þátt í þeirri vitundarvakningu sem náði hámarki þegar þræla- stríðið braust út 1861. Gagnrýnendur hafa keppst við að ausa 12 Years a Slave lofi og verðlaunatilnefningarnar streyma inn. Myndin fékk sjö tilnefningar til Golden Globe og hreppti verðlaunin sem besta dramamyndin. Chiwetel Ejiofor þykir fara á kost- um í hlutverki Solomons og í gær var hann til- nefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. 12 Years a Slave er einnig tilnefnd sem besta mynd- in, fyrir leikstjórn, besta aukaleikarann og leik- konuna en myndin hlaut níu tilnefningar alls. Aðrir miðlar: Imdb: 8,6, Rotten Tomatoes: 97%, Metacritic: 97% Breski leikstjórinn Steve McQueen gerði mikla lukku með Shame 2011 en þar túlkaði Michael Fassbender kynlífsfíkil í krísu eftirminnilega. 12 Years a Slave er þriðja mynd McQueen og með henni hefur enn frekar aukið hróður sinn sem leikstjóri. Myndin segir sanna sögu Solomons Nort- hup en árið 1841 var honum rænt og hann hnepptur í þrældóm á plantekrum í Suðurríkjunum þar sem hann var í ánauð í tólf ár þar til hann fékk frelsið á ný. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Tólf ára ánauð Chiwetel Ejiofor leikur Solomon Northup og þykir gera persónunni frábær skil. Matarmikil veðurspá  Frumsýnd ChanCe oF meatballs 2 Flint stendur enn í ströngu og þarf nú að mæta matarskrímslum. Keanu Reeves leikur þrælinn og út- skúfaða blendinginn Kai sem er eina von landlausra samúræja um að ná fram hefndum.  Frumsýnd 47 ronin Sverðaglamur í Japan SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 BORGMAN (16) SÝNINGARTÍMAR Á MIDI.IS THE NIGHT OF THE HUNTER (16) SUN: 20.00 Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf Auglýsir styrki til rannsókna, lista og þróunarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn, ásamt greinargerð um verkefnið, skal senda fyrir 14. febrúar 2014. Stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og ármögnun þess og leita umsagnar fagaðila. Reykjavík 14. janúar 2014 • Barnavinafélagið Sumargjöf Pósthólf 5423, 125 Reykjavík • Netf: sumargjof@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.