Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 17.01.2014, Blaðsíða 26
Skrifstofu- og skipulagsfíklar fá ritföngin í Rekstrarlandi www.rekstrarland.iswww.rekstrarland.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 0 0 5 3 Skeifunni 11 | Sími 515 1100 G uðrún Johnsen lærði hag-fræði við Háskóla Íslands og lauk tvöfaldri masters- gráðu frá Ann Arbour háskól- anum í Michigan í hagfræði og tölfræði árið 2003. Eftir útskrift vann Guðrún við rannsóknir í nokkur ár í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn. Hún starfaði við rannsóknarnefnd Alþingis frá árunum 2009 til 2010 og situr í stjórn Arion banka. Guðrún starfar nú sem lektor í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auk þess að kenna við Há- skólann í Osló. Bókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir erlendan markað en Guðrún segir hana ekki síður eiga erindi við Íslendinga. Hún er ætluð öllum sem áhuga hafa á hruninu og það er alls ekki nauðsynlegt að vera með gráðu í viðskiptum til að skilja hana því markmið Guðrúnar frá upphafi var að setja efnið fram á einföldu mái svo bókin næði til ófaglærðra. Guðrún, í fyrsta lagi, af hverju þessi bók? „Ég hef verið að skoða þessa hluti í meira en áratug, meðal annars hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, þar sem ég rannsak- aði útlánaþenslu og áhrif hennar á fjár- málastöðugleika. Það eru bara svo mýmörg dæmi og lærdómur úr ís- lenska hruninu sem á fullt erindi til annara þjóða sem ekki eru búnar að fara í gegnum þessa fjármála- legu dýpkun sem á sér stað þeg- ar Það eru fyrst og fremst stjórn­ málamenn sem bera ábyrgðina Ísland byggði upp hlutfallslega stærra bankakerfi en Sviss á innan við tíu árum en þegar það kerfi hrundi árið 2008 bætti Ísland enn við heimsmetaskrá sína því það var stærsta gjaldþrot bankakerfis í sögu nútímahagfræði miðað við verga landsframleiðslu. Guð- rún Johnsen gaf nýverið út bók sem kallast „Bringing down the banking system: Lessons from Iceland“ þar sem hún rekur söguna af risi og falli íslenska bankakerfisins. Bókin hefur hlotið góðar viðtökur og verið lofuð af prófessorum virtra háskóla á borð við Yale, Stanford og Harvard. ans. Það var alveg ljóst að þegar svona stórir bankar, sem eru kerfis- lega mikilvægir, vaxa miklu meira en efnahagslífið, þá er hætta á því að eitthvað af lánunum sem verið er að veita skili sér ekki að nýju. Eins og ég bendi á í bókinni þá er bandaríski innistæðutryggingasjóð- urinn með þá reglu í sínum bókum að ef bankar stækka um meira en því sem nemur 5% á einu ári þá er ástæða til að hafa varann á. Bank- arnir hér uxu hinsvegar um 70% að meðaltali á ári frá 2002 til 2007, þegar þenslan var hvað mest.“ Vorum við í stakk búin til að takast á við þessa stækkun? „Nei, við vorum ekki tilbúin. Það er mjög æskilegt að einkavæða banka og láta einkaaðila reka banka en þá verður líka að byggja upp mjög sterkt eftirlitskerfi, og reyndar hvort sem er, ríkisbankar hafa einnig tilhneigingu til að gera gloríur en þær eru bara af öðru tagi, hvatarnir eru aðrir. Ein megin- lexían sem við höfum fram að færa fyrir vanþróuð bankakerfi er sú að sterkt eftirlitskerfi er algjörlega nauðsynlegt. Auk þess má kerfið alls ekki stækka svona hratt á svona skömmum tíma og alls ekki út fyrir efnahagslífið sjálft en hér voru bankarnir 10 sinnum lands- framleiðsla. Einu bankakerfin sem eru eitthvað verulega úr hlut- falli við efnahagskerfin sjálf eru bankakerfin í Sviss, Lúxemborg og Bretlandi. En það eru bankakerfi sem uxu yfir 150 ára tímabil og á sama tíma uxu innviðir eftirlits- kerfanna jafnt og þétt því samhliða. Hér höfðum við fólk sem var í stakk búið til að takast á við þetta en það var bara ekki gert ráð fyrir þessu í stefnumótun stjórnvalda, sem beinlínis hvatti til vaxtarins frekar en hitt. Þeir sem stóðu vörðinn og tóku við upplýsingunum voru ekki í stakk búnir til þess að meta þær réttilega.“ Hverjir bera þá ábyrgðina? „Það eru fyrst og fremst stjórn- málamenn sem bera ábyrgðina. Það eru þeir sem ákveða hversu miklir fjármunir eru lagðir í eftirlit og hvernig það á að byggjast upp. Þeir leggja stóru línurnar í samfélaginu. Einhverjum einstaklingum er falið að vinna þessa vinnu en þeir geta ekki gert meira en fjármagnið og þekking þeirra leyfir þeim.“ Heldurðu að þjóðarstoltið hafi blind- að okkur sýn? „Já, það er hluti af þessu því við vorum mjög stolt af bönkunum okkar og það voru dugmiklir menn sem byggðu upp þetta uppblásna bankakerfi. Þeir búa yfir eiginleik- um sem mörgum þykja aðdáunar- verðir. Auðvitað hefur svo komið á daginn að einhverjir fóru á svig við lögin og bíða eftir því að fá úr því skorið. En þegar svona stemning myndast þá eru alltaf einhverjir sál- fræðilegir kraftar að verki sem taka yfirhöndina ef fagmennskan er ekki til staðar. Þegar við höfum ákveðna sýn á hlutina þá höfum við tilhneig- ingu til að lesa upplýsingar þannig að þær styðji okkar sýn. Þess vegna er svo nauðsynlegt að stofnanalegir innviðir séu til staðar til að vega á móti tilfinningarökum. Þessar stofnanir voru bara ekki til hér. Í íslensku samfélagi á maður alltaf á hættu að verða fyrir persónu- legum árásum ef maður segir frá einhverju á faglegum nótum. Menn vaða oft yfir einstaklinginn en fara ekkert yfir málefnin.“ Skiptir smæð samfélagsins máli? „Já algjörlega. Við höfum svo sterka tilhneigingu til að halda með fólki sem við þekkjum og bara ýta til hliðar öllum upplýsingum sem gætu látið neikvætt ljós falla á þá sem okkur þykir vænt um. Þess vegna er ennþá mikilvægara að við séum með stofnanastrúktúrinn í lagi.“ Er það þá ekki eitt helsta viðfangs- efni stjórnvalda í dag, að styrkja hverskyns eftirlitskerfi? „Jú, hiklaust. Enda hefur það verið gert nú þegar. Eftir því sem lífið verður flóknara og því meiri kröfur sem nútímamaðurinn gerir til lífsins verður eftirlit á mýmörgum sviðum mikilvægara. Við viljum að neysla og ýmis tækifæri séu sífellt fjölbreyttari en þá þarf eftirlitið að sama skapi að vera mjög öflugt. Þess vegna verður alltaf dýrara og dýrara að halda úti svona litlu samfélagi ef við fáum enga aðstoð erlendis frá í eftirlitsþjónustunni.“ Finnst þér fólk fljótt að gleyma því sem gerðist hér? „Nei mér finnst það ekki. Mér finnst full ástæða til að ná sáttum í þjóðfélaginu en þeir sem að koma að málinu hafa mjög sterka hags- muni af því að reyna að bjaga sann- leikann og segja sína sögu í sínu ljósi þannig að þeir sjálfir líti vel út. Við hin sem að höfum ekki komið að þessu höfum í rauninni engan hag af því að reyna að draga fram staðreyndir. Hagur þeirra sem hafa beinna hagsmuna að gæta vænkast ef sagan er sögð í þeirra ljósi. Þess vegna getur umræðan oft verið á skjön við raunveruleikann.“ Hvaða lærdóm getum við dregið af hruninu? „Í bókinni bendi ég á tvo mikilvæga þætti. Annars vegar verða stjór- nmálamenn að huga að því að öflugt eftirlitskerfi er nauðsynlegt. Öflugt eftirlitskerfi felur í sér mjög dýrt vinnuafl, einfaldlega vegna þess að það tekur mörg ár að verða góður í eftirliti. Þá er ég að vísa í fólk sem er með doktorspróf í hagfræði eða fjármálafræðum, og jarðfræði eða náttúruvísindum, alveg eftir því hver málaflokkurinn er. Þetta fólk hefur þar af leiðandi farið í gegnum allan skólaferilinn og sýnt fram á að það geti sinnt rannsóknum. Þetta tekur að sjálfsögðu langan tíma og fólk hefur lítil sem engin laun á meðan. Þegar þetta fólk kemur svo út á markaðinn velur það tvo megin- kosti: að fara í eftirlitið eða á fjár- málamarkaðinn og flestir freistast til að fara á markaðinn þar sem hann greiðir betri laun. Þessu þarf að breyta. Hinsvegar er það hvernig við veitum lán út úr bankakerfinu og mikilvægi eiginfjár í rekstri fyrir- tækja og fjármálastofnana. Fyrir- tækjavefurinn sem var byggður hér upp fyrir hrun byggðist á nánast engu eiginfé þannig að menn voru að hætta aðallega fé annara, þ.e. fé bankanna. Þegar svo er þá haga menn sér allt öðruvísi gagnvart fjár- festingunni heldur en ef þeir eru með sitt eigið fé undir. Hvatarnir í kerfinu verða allt aðrir og það eru engin mörk á því hversu mikla áhættu menn ertu tilbúnir að taka með annara manna fé meðan það eru takmörk fyrir því hversu miklu þú vilt hætta af eiginfé.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is fjármálakerfið er frelsisvætt. Þá er ég að tala um lönd eins og til dæmis Víetnam, Afríkuþjóðir og mörg smáríki eins og Króatíu, Serbíu og Svartfjallaland. Mér fannst vera nauðsynlegt að skrifa þessa sögu á faglegan hátt og á ensku svo hún gæti nýst sem flestum.“ Þú bendir á í bókinni að ýmis teikn voru á lofti sem hefðu átt að hringja viðvörunar- bjöllum, en ekkert var aðhafst. „Já. Stækk- un efnahags- reikninga bankanna hefði átt að hringja við- vörunarbjöllum sem og útlánaþenslan sem átti sér stað og bankalán til einkageir- Guðrún Johnsen: „Í íslensku samfélagi á maður alltaf á hættu að verða fyrir persónulegum árásum ef maður segir frá einhverju á faglegum nótum. Menn vaða oft yfir einstak- linginn en fara ekkert yfir málefnin.“ Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 17.-19. janúar 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.